Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 142
GRIPLA142
getað gert með því að nota reglulegt átta blaða kver, en hann kýs frekar að
búa sér til sex blaða kver og endurnýta blöð úr fórum sínum í því skyni.
Trójumanna saga myndar því sérstaka einingu í handritinu, jafnvel þótt
henni fylgi Breta sögur eins og virðist hafa verið raunin um önnur handrit
þessara tveggja sagna og þess sé skýrt getið í lok Trójumanna sögu að Breta
sögur komi á eftir.51
Breta sögur (bl. 36–59) innihalda tvo texta. Meginefnið er þýðing á
Historia regum Britanniae, Sögu Bretlandskonunga, eftir Geoffrey af Mon-
mouth, sem samin var á latínu undir lok 12. aldar, en þýðingin virðist
hafa verið gerð eftir milliliði sem hefur haft að geyma svolítið breytta
út gáfu sögunnar. Þýðingin inniheldur Merlínusspá, þýðingu undir forn-
yrðislagi á Prophetia Merlini sem eignuð er Gunnlaugi munki Leifssyni
á Þingeyrum.52 Breta sögur eru skrifaðar á þrjú regluleg átta blaða kver og
svo virðist sem stungið hafi verið fyrir línum á nokkrum opnum í senn,
eftir því sem rituninni hefur undið fram, en ekki öllum síðum kversins í
einu. fyrsta kverið (bl. 36–43) er með 37 línum á síðu á hverri opnu framan
af, en 36 línum frá og með bl. 40v og fyrsta og síðasta blaðsíða kversins
með 36 línum. næsta kver (bl. 44–51) hefur að jafnaði 34 línur á síðu, og
þriðja kverið (bl. 52–59) er með 36 línum á síðu. Breta sögum lýkur á hálfu
blaði sem hefur verið skorið af að neðan (svipað og bl. 21) og er autt á öft-
ustu síðu. Skinnið á sumum innsíðum tveggja síðari kveranna er götótt
og aflagað og bendir til þess að handritið hafi verið gert til einkanota, því
að ólíklegt er að atvinnuskrifarar hefðu látið slíka afurð frá sér fara. Frá
sjónarmiði handritafræðinnar myndar þessi hluti Hauksbókar (bl. 36–59)
því einnig sjálfstæða einingu í handritinu, jafnvel þótt Trójumanna saga
sé undanfari hennar og vísi til þess að Breta sögur fylgi. Þessi kver hafa
að hluta til verið búin til úr annars flokks skinni og með öðru bleki en
Trójumanna saga og því hugsanlega á öðrum tíma og við aðrar aðstæður.53
Þrátt fyrir það mynda Trójumanna saga og Breta sögur eina heild efnislega
51 Sjá bókaskrá úr handriti að Summa Gaufridi þar sem minnst er á „truiia saga oc brutus með“
í Tvo norröne latinske kvæde med melodiar, útg. oluf Kolsrud og Georg reiss (Kristiania:
Dybvad, 1913), 58–70. Skráin hefur verið eignuð Árna Sigurðssyni sem var biskup í Björg-
vin 1305–1314.
52 Sjá t.d. russell Poole, „the Sources of Merlínússpá: Gunnlaugr Leifsson’s use of texts
Additional to the De Gestis Britonum of Geoffrey of Monmouth,“ í Eddic, Skaldic, and
Beyond: Poetic Variety in Medieval Iceland and Norway, ritstj. Martin Chase (new York:
fordham university Press, 2014), 16–30.
53 Finnur Jónsson lýsir blekinu í inngangi að Hauksbók, útg. 1892– 96, xiii.