Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 187
187
mjög en talið er að þessi stærðarþróun sé tilkomin vegna þess að smekkur
manna hafði breyst.110
7. Lýsingar á blöðum með hendi Jóns á Hóli
Fjórar bækur og bókarbrot hafa fundist með rithönd Jóns á Hóli. Fyrir
utan miðhluta Missale Scardense (bl. 15v–41r10) sem hann skrifaði ásamt
bróður sínum Jóni í Langeyjarnesi er rithönd Jóns á Hóli á grallarabrotinu
aM acc. 7, Hs 3, 13 bl. Sömuleiðis á stöku blaði á andstefjabókinni aM
acc. 7, Hs 36. Loks hefur hann skrifað kaflafyrirsagnir í Skálholtsbók eldri
AM 351 fol. og lýst bókina, sbr. töflu 1.
7.1 Grallarabrot
Þrettán blöð eru varðveitt úr grallara, aM acc. 7, Hs 3, sem er skrifaður
á þriðja fjórðungi 15. aldar að líkindum fyrir 1472. Blöðin mælast um
390x280 og á þeim eru þrettán nótnalínur.111 í brotinu er einn sögustafur
sem nær yfir sex línur nótna og texta og tveir meðalstórir stafir sem ná yfir
fjórar línur. Í E-inu á bl. 1r er teiknað laufskrúð. B-ið á bl. 12r er púslstafur,
tvílitur stafleggurinn dökkblár og vínrauður. Litlir stafir ná yfir tvær línur
og eru ýmist einfaldir eða með teiknuðu laufskrúði. Litir eru hinir sömu
og í stöfum í öðrum bókum bræðranna nema sinnepsguli litur H-sins á
bl. 6v og vínrauður stafleggur E-sins á bl. 13r. fáeinir stafir eru lýstir upp
skærgulum línum sem dregnar eru ofan á teiknað laufskrúðið.
Á bl. 4r við upphaf inngöngusálms á komudegi vitringanna 6. janúar,
sem hefst á orðunum Ecce advenit dominator (Sjá herrann kemur), er mynd
af tilbeiðslu vitringanna í upphafsstafnum E (mynd 14).112 Stafurinn er
skertur vinstra megin. Ljós leggur hans sker sig úr bláum grunni og er
talsvert máður. í stað þess að vitringarnir séu framan við sæti Maríu með
barnið, eins og venja er á tilbeiðslumyndum, hefur þeim verið stillt upp
110 Um stærðarþróun íslenskra handrita sjá Guðvarður Már Gunnlaugsson, „Brot íslenskra
handrita,“ í Handritasyrpa. Rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013,
ritstj. rósa Þorsteinsdóttir. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. rit 88
(reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2014), 132–133.
111 Jón Helgason benti fyrstur manna á að hönd samverkamanns Jóns Þorlákssonar væri einnig
á grallarabrotinu aM acc. 7, Hs 3; Sequences I og II, xliv og ljósprent 260–278. andersen,
„Colligere fragmenta,“ 10–11, nmgr. 33.
112 Sequences I og II, xliv og ljósprent 201.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD