Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 168
GRIPLA168
þessi blöð eru miðhlutinn af messubók frá Skarði á Skarðsströnd, Missale
Scardense.40 Stefán Karlsson vakti athygli á bréfi með gotneskri bók-
skrift sem er afar sjaldgæf á bréfum og er Jón Þorláksson síðastur votta
af leikmönnum. Höndin á bréfinu er ekki lík hendi Jóns Þorlákssonar en
hins vegar nauðalík hendi samverkamanns hans á Missale Scardense. Stefán
taldi hugsanlegt að votturinn á kaupmálabréfinu væri samnefndur bróðir
Jóns Þorlákssonar.41
Með hliðsjón af því sem rakið er hér að framan er nú talið að hönd Jóns
Þorlákssonar sem var landseti Skarðverja í Langeyjarnesi á Skarðsströnd
sé aðalhöndin á Missale Scardense. Hönd samverkamanns hans á mið-
hluta bókarinnar sé hins vegar hönd Jóns bróður hans á Hóli. Hann
hefur af erlendum fræðimönnum ýmist verið kallaður samverkamaður
Jóns Þorlákssonar í Langeyjarnesi eða skrifari B í Missale Scardense.42
Jón í Langeyjarnesi hefur haft umsjón með gerð messubókarinnar, skrifað
allar fyrirsagnirnar og fáeinar leiðréttingar í þeim hluta handritsins sem
er með hendi samverkamanns hans.43 Hér á eftir verða þessir samnefndu
bræður, sem báðir voru skrifarar, aðgreindir eftir búsetustað, sem Jón í
Langeyjarnesi og Jón á Hóli.
Sérhæfða kunnáttu þarf til að búa til bækur og velta má fyrir sér hvar
bræðurnir hafi lært bókagerð laust fyrir miðja 15. öld. í fyrsta lagi hafa þeir
orðið að læra lestur og kunna latínu. í öðru lagi hafa þeir orðið að fá þjálfun
í að rita textaskrift (textualis formata) sem er á stóru helgisiðabókunum og
léttaskrift af eldri gerð (cursiva antiqva). Þeir hafa að líkindum verið færir
um að lesa nótur og skrifa á nótnastrengi því að í smásjá sést að sami rauði
litur er í litafyllingu stafa í texta og á nótnaskriftinni.44 talið er að prestar
(endurpr. í Grettisfærsla, 258); Stefán Karlsson, „Sex skriffingur,“ Opuscula 7 (1979): 36.
40 Merete Geert andersen, „Colligere fragmenta, ne pereant,“ Opuscula 7 (1979): 20.
41 Þetta er kaupmálabréf Þorkels Einarssonar og Ólafar narfadóttur gert á Mýrum í Dýrafirði
1449. Stefán Karlsson, „Sex skriffingur,“ 36. um bréfið sjá einnig Islandske originaldiplomer
indtil 1450. Tekst. Faksimiler, útg. Stefán Karlsson. Editiones Arnamagnæanæ Series A 7 &
Supplementum (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1963), nr. 328 og ljósprent nr. 328.
42 Sjá attinger, „Sequences in two Icelandic Mass Books,“ 173–175.
43 í eftirmála við endurútgáfu greinar sinnar um Jóna tvo Þorlákssyni taldi ólafur Halldórsson
það vísbendingu um að Jón í Langeyjarnesi hefði verið eldri en samnefndur bróðir hans
sem unnið hefur undir hans stjórn í eina varðveitta handritinu sem talið er að þeir bræður
hafi skrifað saman. Samkvæmt því fer Jón lærði rétt með aldur þeirra bræðra. Grettisfærsla,
269–270.
44 í handriti af Þorlákstíðum AM 241 a fol. eru rauðar nótnalínur og svartar nótur. Róbert
Abraham Ottósson, taldi líklegt að sami maður hafi skrifað texta og nótur í handritinu, þótt