Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 191
191
Laufskrúðið innan í og utan með stafleggjunum er dregið með ljósgrænu,
bláu, rauðu og dökkrauðu bleki sem jafnan er í öðrum lit en sjálfur staf-
leggurinn. Sums staðar eru einföld blöð inni í belg stafleggjanna, annars
staðar eru þau tvö- eða margföld og leggjast þá og vefjast saman á ýmsan
hátt. Sums staðar er grunnur stafanna skástrikaður og lauf fínlega skyggð
með lit. andlit eru í fjórum af smærri upphafsstöfunum á bl. 11v, 14r, 59r
og 81v.
í myndstafnum F á bl. 2r í Skálholtsbók eldri er mynd af ólafi kon-
ungi helga Haraldssyni og heilögum Þorláki biskupi Þórhallssyni við upp-
haf þingfararbálks, sem hefst á orðunum Friður og blessan (mynd 16).119
Sterkgulur leggur F-sins er skýrt mótaður og sker sig úr bláum bakgrunni.
Þar sem hann klofnar á neðri spássíu eru þrískipt smálauf og litlir laufvafn-
ingar. út frá leggnum að ofanverðu ganga tvö margskipt lauf. Sprungur
eru í gula litnum á leggnum og á fáeinum stöðum hefur hann dottið af
þannig að ljós undirliturinn sést. Rauðgular blöðkur eru neðst á leggnum
og í tveimur hornum hans að ofanverðu. Skáleggur klofnar niður úr efri
staflegg f-sins. Á enda klofins þverbands er stóreygt, dökkrautt ljónshöfuð
með makka, sperrt eyru og tennt gapandi gin.
Vinstra megin í stafnum situr ólafur helgi Noregskonungur í gulbrúnu
hásæti sem séð er skáhallt ofan á og hvílir fætur á efra þverbandi F-sins.
Konungur er með rauðgula kórónu og grænleitan, gulbryddaðan geislabaug.
Yst fata ber hann rauðan, hvítfóðraðan konungsmöttul sem tekinn er
saman á brjóstinu með gulri nál. Innan undir er hann í grænum kyrtli og
ennfremur í svörtum skóm. Ljósir hanskarnir á höndum hans voru hluti
af konungsskrúðanum. Yfir hægri öxl sér reiðir hann helgitákn sitt öxina
Hel, langskefta bardagaöxi. Axarskaftið er gult en blaðið rautt með gulri
rönd. Konungur leggur fingur vinstri handar yfir þykka bók sem stendur á
hné hans.120 Hún er í gulum, skinnklæddum bókarspjöldum með rauðum
119 Matthías Þórðarson benti réttilega á að biskupsmyndin sýndi heilagan Þorlák. Matthías
Þórðarson, „Islands middelalderkunst,“ Nordisk Kultur. Kunst 27 (1931), 342. Það kemur
fram í bæn við upphaf þingfararbálks þar sem lögþingsmenn biðja sér blessunar Krists,
árnaðarorða heilagrar Maríu guðsmóður, Ólafs konungs helga, heilags Þorláks biskups
og allra heilagra, Jónsbók, 5. Jónsbók: Lögbók Íslendinga, 81. Um þetta sjá Skálholtsbók eldri,
Jónsbók etc. AM 351 fol., útg. Chr. Westergård-Nielsen. Early Icelandic Manuscripts in
facsimile 9 (Copenhagen: rosenkilde and Bagger, 1971), 30–31.
120 Um þessa merkingu bókarinnar á myndum af ólafi helga sjá hér að framan og Lidén, Olav
den hellige, 212.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD