Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 143
143
séð (Hb2b skv. flokkun Stefáns Karlssonar), enda ljóst að sögurnar hafa
verið hugsaðar sem samstæða: Breta sögur hafa verið skrifaðar til þess að
fylgja Trójumanna sögu og hafa því ekki verið sjálfstætt handrit, heldur
verið hugsaðar sem hluti heildar. Sú heild hefur mögulega myndað sjálf-
stætt handrit, sérstaka bók, áður en hún var felld inn í 544.
Á eftir Breta sögum, á sérstöku níu blaða kveri, bl. 60–68 (Hb3), þar
sem bl. 67 er stakt en hin samstæð, eru tvö verk sem hafa verið sett saman
undir heitinu „Viðrœða líkams ok sálar“, sem er reyndar rangnefni. fyrri
textinn er „Viðræða æðru ok hugrekkis“, þýðing á riti Pseudo Seneca, De
remediis, sem er kafli XXVI, De fiducia et securitate, í Moralium dogma
philosophorum sem er eignað Gauthier af Châtillon. Seinni textinn er þýð-
ing á Soliloquium de arrha animae, eftir Hugo af Saint-Victor, en það er
viðræða manns (eða Hugos sjálfs ef ritið er túlkað sjálfsævisögulega) við
sál sína í anda Ágústínusar kirkjuföður. Svonefndur eftirmáli þessara texta
hættir í miðju kafi neðst á öftustu síðu kversins og bendir það til þess að
þarna vanti blað, blöð eða kver aftan á. Á þessu kveri eru 37 línur á blaði
(nema 36 á bl. 60r, þar sem upphafsstafurinn í efstu línu tekur tvö línubil,
eins og víðar) og efri spássíur því mjög litlar, en ytri og neðri spássíur nær
venjulegri stærð. Kveraskipanin (níu blöð) og línufjöldinn gætu bent til þess
að ætlunin hafi verið að koma viðræðunum tveimur fyrir á kverinu óháð
öðrum samliggjandi textum, þó að það hafi ekki gengið alveg upp. Þarna
er því hugsanlega um að ræða sjálfstæðan bækling sem myndað hefur eina
efnislega samfellu, en ekkert samanburðarefni um það er þó til staðar.54
Á eftir kverinu með viðræðunum tveimur hefur verið raðað sögum af
ýmsum toga. Fyrst eru Hemings þáttur (bl. 69–72v) og Hervarar saga og
Heiðreks (bl. 72v–76), sem mynda eina heild handritafræðilega séð (Hb2c).
Þar eru 36 línur á síðu, nema á opnunni 73v–74r þar sem þær eru 37, ef
til vill til að koma betur fyrir kvæðinu sem þar er skrifað. Á hinn bóginn
vantar framan á Hemings þátt og aftan á Heiðreks sögu og því er óljóst hvort
eða hvernig þessi handritseining tengist öðrum hlutum handritsins.
Næst koma Fóstbræðra saga (bl. 77–89v) (vantar framan á) og Eiríks
saga rauða (bl. 93–101), síðan í beinu framhaldi Skálda saga (bl. 101–104),
Þáttur af Upplendinga konungum (bl. 104–105) og Ragnarssona þáttur (bl.
105–107). Milli Fóstbræðra sögu og Eiríks sögu er Algorismus, þýðing á
54 Stefán Karlsson segir: „aftan á síðarnefnda þáttinn vantar, en engin ástæða er til að ætla að
niðurlag hans og upphaf Hemings þáttar hafi verið á sama kveri.“ (Stafkrókar, 306).
HauKSBÓ K oG aLfrÆÐ IrIt MIÐaLDa