Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 182
GRIPLA182
6.7 Tvö grallarablöð, brot úr tíðagerðarbók og þremur andstefjabókum
Tvö blöð úr enn einu grallarabrotinu með hendi Jóns í Langeyjarnesi eru
skráð sem aM acc. 7, Hs 8. Blöðin voru tekin úr bandi Steph. 56 sem
líklega var bundið inn á Íslandi. Á þeim eru þrettán nótnalínur. Lítill upp-
hafsstafur, A, er á bl. 2v.84
tvö blöð úr tíðagerðarbók (breviarium) með hendi Jóns Þorlákssonar
voru notuð í band utan um handritið Papp. 4to 27, í Konungsbókhlöðunni í
Stokkhólmi. Bókina sem þau voru notuð til að binda inn átti séra Þorlákur
Sigfússon í Glæsibæ í Eyjafirði árið 1679. Á svarthvítum ljósmyndum af
blöðunum má sjá að á þeim eru upphafsstafir sem ná yfir 2 textalínur. Þeir
eru að líkindum einlita án útlína.85
Á fremri síðu á stöku blaði úr andstefjabókinni (antiphonarium), aM
241 b III β fol. með hendi Jóns í Langeyjarnesi er stafurinn I í upphafi
fyrsta svars (responsum) í ólafstíðum, sem hefst á orðunum In regali fastigio
(Í hinu konunglega hásæti) (mynd 11).86 Stafurinn nær yfir tólf línur let-
urs og nótna og gengur auk þess 50 mm niður á neðri spássíu. Gulur litur
í stafleggnum hefur eyðst og dofnað. Grunnur stafsins er tvílitur, blár og
grænn til skiptis aftan við hvern vafning. um klofinn staflegginn fléttast
sjö jafnstórir vafningar, dregnir með svörtum útlínum á skinngrunninn.
Leggir vafninganna eru skreyttir rauðum æðum og enda í þrískiptum
laufum skyggðum með rauðum lit eins og í stóra R-inu í Missale Scardense
og telja má víst að Jón í Langeyjarnesi hafi lýst báða þessa upphafsstafi.
Brot úr tveimur andstefjabókum til viðbótar með hendi Jóns í Lang-
eyjarnesi hafa varðveist. Í öðru, aM acc. 7, Hs 40 eru tvö blöð með upp-
hafsstöfum með einlitum stafleggjum og teiknuðu laufskrúði.87 Blöðin
84 Katalog AM Accessoria, xxiii og 22–23. Sjá einnig Codex J í Sequences I og II, xlv, ljósprent
324–327.
85 Katalog öfver Kongl. Bibliotekets Fornisländska och Fornnorska Handskrifter, útg. Vilhelm
Gödel (Stockholm: Kungl. Boktryckriet P.S. norstedt og Söner, 1897–1900), 297–299.
Liturgica I, 56, 92–93 og II, ljósprent 62–65. um þetta brot sjá einnig Åslaug ommundsen
og Gisela attinger, „Icelandic Liturgical Books and how to recognise them,“ Scriptorium
67 (2013): 309.
86 Sequences I, xlv–xlvii; Liturgica I, 61; Antiphonarium Nidrosiensis Ecclesiae, útg. Lilli Gjerløw.
Libri liturgici provinciae nidrosiensis medii aevi 3 (osloiae: norsk Historisk Kjeldeskrift-
Institutt. Den Rettshistoriske Kommisjon, 1979), 259, 263.
87 andersen, „Colligere fragmenta,“ 17 og nmgr. 1; Katalog AM Accessoria, 48; Ommundsen
og attinger, „Icelandic Liturgical Books,“ 309.