Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 170
GRIPLA170
að hann var leiguliði Skarðverja í þrjú ár á Kvennahvoli á Skarðsströnd.47
ólíklegt er að hann hafi haft ráð á að senda syni sína til menntunar.
Jón í Langeyjarnesi var líkt og faðir hans landseti Skarðverja. Missale
Scardense, eina varðveitta handritið sem þeir bræður unnu saman, er skrifað
fyrir kirkjubændur á Skarði. Jón í Langeyjarnesi hefur líklega verið í
þjónustu Skarðverja og jafnvel er hugsanlegt að bræðurnir hafi unnið að
bókagerð sinni á höfðingjasetrinu á Skarði, að minnsta kosti tímabundið.
Engar heimildir eru þó um ritstofu á Skarði sem stutt gætu þessa tilgátu.
Vegna hins samræmda útlits sem þeir hafa gefið bókum sínum má ef
til vill líta á samstarf þeirra sem vísi að vinnustofu, þótt lítið sem ekkert sé
vitað hvar og við hvaða aðstæður þeir unnu. Öruggt má telja að þeir hafi
skrifað og lýst nokkurn fjölda bóka um ævina því að þær bækur og bók-
arbrot sem varðveist hafa með rithöndum þeirra geta tæpast verið nema
hluti þeirra handrita sem þeir gerðu úr garði.
Sem kunnugt er tók Árni Magnússon kaþólskar helgisiðabækur
miskunnarlaust í sundur og nýtti skinnið í band utan um aðrar bækur
sínar. Þá var skorið af flestum blöðunum. Síður, einkum þær sem snéru út
í bandi, slitnuðu illa og eru nú snjáðar. Skinnið í blöðunum er auk þess stíft
og stundum blakkt og ógerningur að vita hvernig það leit út í öndverðu.
Blöð þessi voru tekin úr bandinu á öðrum áratug síðustu aldar undir stjórn
Kristian Kålund bókavarðar sem hóf að skrásetja þau undir safnmarkinu
aM accessoria.48 Fleiri skinnblöð hafa síðan verið tekin úr bandi bóka
og skráð á sama hátt.49 Meðal blaðanna í aM accessoria og annars staðar
hafa fræðimenn fundið fáeinar óheilar skinnbækur og skinnbókarbrot með
rithöndum Jónanna. Lýsingar í þessum handritum og handritabrotum
verða skoðað hér á eftir ásamt fleiri bókum sem bræðurnir skrifuðu og/
eða lýstu.
47 DI 7, 209; Ólafur Halldórsson, „Jónar tveir Þorlákssynir,“ 142 (endurpr. í Grettisfærsla,
267).
48 um þetta sjá andersen, „Colligere fragmenta,“ 2–3, 7–8; attinger, „Sequences in two
Icelandic Mass Books,“ 166.
49 Merete Geert Andersen gerir grein fyrir þessari skráningu í Katalog over AM Accessoria.
De latinske fragmenter, útg. Merete Geert andersen. Bibliotheca arnamagnæana 46
(Kaupmannhöfn: reitzel, 2008), xi–xxvi. um tilurð aM accessoria sjá einnig Peter
Springborg, „tre betragtninger over arne Magnussons håndskrifter. I anledning af to
fødselsdage,“ Handritasyrpa. Rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013,
ritstj. rósa Þorsteinsdóttir. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. rit 88
(reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2014), 267–268.