Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 167
167
og Tíðfordríf segir Jón lærði Guðmundsson (1574–1658) að Jón Þorláksson
skrifari eldri hafi endað sína daga á Skarði á Skarðsströnd. Ennfremur
greinir hann frá því að bróðir Jóns eldri skrifara, Jón Þorláks son yngri,
hafi verið meðreiðarsveinn Solveigar Björnsdóttur (Þorleifssonar frá Skarði
á Skarðsströnd) á Hóli í Bolungarvík.37 Séra Jón Egilsson (1548–1639?)
frá Hrepphólum segir að Jón Þorláksson hafi verið ráðsmaður Solveigar
Björnsdóttur á Hóli og vitnar í ummæli um að sá Jón Þorláksson hafi verið
besti skrifari á Vestfjörðum.
Síðar komu í ljós fleiri handrit með hönd Jóns Þorlákssonar sem skrif-
aði grallara Bjarna ívarssonar.38 Jón Helgason benti á að sérstök hönd
væri á tveimur brotum með sekvensíum sem að öðru leyti væru með
hendi Jóns Þorlákssonar.39 Merete Geert Andersen sýndi síðan fram á að
í þeirri von að nafnið héldist í ættinni ef annað kæmist ekki til fullorðinsára. Samnefnd börn
voru þá kölluð eldri og yngri til aðgreiningar.
37 Jón Guðmundsson, „um ættir og slekti,“ í Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta
að fornu og nýju 3 (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1902), 720. Jón
Guðmundsson, Tíðfordríf, útg. Einar G. Pétursson, 82–83 (væntanleg). Ég þakka Einari
fyrir að leyfa mér góðfúslega að vitna í óprentað rit hans.
38 Magnús Már Lárusson sýndi fram á að tvö varðveitt blöð úr grallara Gufudalskirkju
í Barðastrandarsýslu, AM 266 4to, væru með hendi Jóns Þorlákssonar. Magnús Már
Lárusson, „orðubrot frá Gufudal,“ Kirkjuritið 24 (1958): 205 (endurpr. í Fróðleiksþættir
og sögubrot ([Hafnarfjörður]: Skuggsjá, 1967), 65). Á miða sem fylgdi tveimur blöðum
úr grallaranum frá Gufudal, aM 266 4to, ritaði Árni Magnússon: „Þetta eru fyrstu
blöðin úr mútileraðri Söngbók í stóru fólío, er síra Daði Steindórsson sendi mér 1703 frá
Gufudalskirkju, af hverri ég tók bandið (og pakkaði hana svo inn 1704 með öðrum þvílíkum
ónýtum bókum mér til heyrandi aMS – seinna var strikað yfir setninguna í sviganum).
Ecki er þetta kirkjunni að neinu gagni,“ Katalog AM 1, 523. um þessi blöð sjá einnig Árni
Heimir Ingólfsson, „Brot úr Gufudalsgrallara,“ í 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar,
ritstj. Svanhildur Óskarsdóttir et al. (reykjavík: Den arnamagnæanske Samling. nordisk
forskningsinstitut. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Bókaútgáfan opna,
2013), 140–141; Árni Heimir Ingólfsson, „Picking up the pieces,“ í 66 Manuscripts from
the Arnamagnæan Collection, ritstj. Matthew James Driscoll et al. (Kaupmannahöfn: the
arnamagnæan Institute. Department of nordic research, university of Copenhagen. the
Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies, reykjavík. Museum tusculanum Press,
university of Copenhagen, 2015), 140–141. Gisela attinger, „Sequences in two Icelandic
Mass Books from the Later Middle ages,“ í The Sequences of Nidaros. A Nordic Repertory
& European Context, ritstj. Lori Kruckenberg et al. Senter for middelalderstudier. Skrifter
nr. 20 (trondheim: tapir academic Press, 2006), 165–181.
39 Sequences of the Archbishopric of Nidarós I. Text. II. Facsimiles, útg. Erik Eggen. Bibliotheca
arnamagnæana, 21 og 22 (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1968), xlii–xlvii og ljósprent,
169–175, 188–191, 199–215, 219–259, 310–316, 324–327. um þetta sjá einnig Ólafur
Halldórsson, „Jónar tveir,“ í Afmælisrit til dr. phil. Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors. 2. júlí
1971 frá nemendum hans, ritstj. aðalgeir Kristjánsson et al. (reykjavík: Leiftur, 1971), 132
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD