Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 189
189
(antiphona) við aftansöng (completorium, sjötta tíð) á boðunardegi Maríu
25. mars. Það hefst með orðunum Prophete predicaverunt (Spámenn boð-
uðu) (mynd 15).114 Stafurinn gengur upp eftir miðri síðunni og nær yfir tíu
línur leturs og nótna. Gulur leggurinn gengur út fyrir grunninn.115 Grænn
litur í grunni stafsins, sem er lagður þunnt á skinnið, er afmarkaður með
rauðri línu. Guli liturinn er eyddur en líkist gula litnum í E-inu í grall-
arabroti Jóns á Hóli og hefur sprungið á sama hátt. um legginn utanverðan
og inn í belg hans fléttast vafningar. Þeir eru dregnir með svörtum útlínum
á skinngrunninn og enda í þrískiptum blöðum skyggðum með rauðum lit.
Blöðkur neðst og efst á klofnum leggnum eru einnig skyggðar með rauðum
lit. Þær eru sömu gerðar og í stórum upphafsstaf, f-i á bl. 2r í Skálholtsbók
eldri (aM 351 fol.). form blaðanna, sem eru ólituð, er einnig líkt. Laufin
eru dregin beint á skinngrunninn og skyggð með rauðum æðum á sama
hátt. Eins og sýnt verður fram á hér að aftan lýsti Jón á Hóli upphafs-
stafi í Skálholtsbók eldri og skrifaði kaflafyrirsagnir. Þessi líku smáatriði
renna frekari stoðum undir að Jón hafi skrifað og lýst staka blaðið úr and-
stefjabókinni.
7.3 Skálholtsbók eldri AM 351 fol. Kaflafyrirsagnir og upphafsstafir
Lengi var talið að Skálholtsbók eldri væri skrifuð á síðari hluta 14. aldar.
Stefán Karlsson sýndi fram á að handritið væri að öllum líkindum skrifað
af séra Steinmóði Þorsteinssyni presti á Grenjaðarstað og ráðsmanni og
officialis á Hólum undir og um 1400.116 Handritið er því yngra en áður
hefur verið talið. Eftir að greinarhöfundur vakti athygli Stefáns á því að
lýsingar Skálholtsbókar væru gerðar á seinni hluta 15. aldar athugaði hann
114 Antiphonarium Nidrosiensis, 258.
115 Merete Geert Andersen taldi líklegt að stafurinn hafi verið gulllagður. Katalog AM Acces-
soria, 45. Athugun í smásjá sýnir að svo er ekki heldur er um gulan lit að ræða.
116 Stefán Karlsson, „Hauksnautur. uppruni og ferill lögbókar,“ í Sólhvarfasumbl saman
borið handa Þorleifi Haukssyni fimmtugum 21. desember 1991, ritstj. Gísli Sigurðsson et al.
(reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, 1992), 62–66; Stefán
Karlsson, „Skinnræmur úr Skálholtsbók (aM 351 fol.),“ Gripla 3 (1979): 124–127; Stefán
Karlsson, „af Skálholtsvist Skálholtsbókar yngri,“ Gripla 5 (1982): 197–200. Jana K.
Schulman nefnir ekki fyrstnefndu grein Stefáns, þar sem hann sýnir fram á að handritið er
frá því undir og um 1400, heldur fylgir eldri tímasetningu þess til u.þ.b. 1360. Jónsbók the
Laws of Later Iceland. The Icelandic Text According to MS AM 351 fol. Skálholtsbók eldri, útg.
og þýð. Jana K. Schulman, Bibliotheca Germanica Series nova 4, (Saarbrücken: aQ Verlag,
2010), xx.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD