Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 162
GRIPLA162
3. Gjafavottorð Bjarna ívarssonar
Bjarni Ívarsson sem uppi var á þriðja fjórðungi 15. aldar er eini lýsandinn
sem getið er um í heimildum og líkur benda til að hann hafi lært að skrifa
í Eyjafirði skömmu fyrir 1450. Nafn Bjarna er þekkt úr einu glæsilegasta
gjafavottorði sem varðveist hefur hér á landi.14 Það er skrifað með rauðu
bleki á milli nótnalína við Credo in unum deum (Ég trúi á einn guð) á broti
úr stöku grallarablaði með nótum, AM 80 b 2 8vo.15 Blaðið er með 16
nótnastrengjum og mælist 340x250 mm. Skinnið í blaðinu er þjált og ljós
litur þess gæti bent til að það sé erlent. Brot úr tveimur textum eru á því,
báðir skertir. Á bl. 1r er síðari hluti Agnus dei en því næst hefst Credo á
sama blaði og endar á orðunum apostolicam Ecclesiam á bl. 1v.16 í gjafabréf-
inu segir Jón Þorláksson til nafns (mynd 3):17
Jon Þorlaksson hefir skrífat þessa bok; En hana líet gíora bíarní
son Jungkæra Juars holms; ok hann gaf hana J<u>ngfru Maríu ad
14 Bókagjafarar eru stöku sinnum tilgreindir í heimildum og klausur skráðar á bækur því
til staðfestingar. Um gjafara í íslenskum miðaldahandritum sjá Tryggvi J. Oleson, „Book
Donors in Mediaeval Iceland I,“ Nordisk tidskrift för bok- och biblioteksväsen 44 (1957):
88–94; tryggvi J. oleson, „Book Donors in Mediaeval Iceland II,“ Nordisk tidskrift för
bok- och biblioteksväsen 48 (1961): 10–22. Gjafavottorð er á saltara sem Eiríkur Loftsson
bóndi á Grund í Eyjafirði gaf jómfrú Maríu á Munkaþverá árið 1469. Um þetta sjá Mariane
overgaard, „En bog i Jomfru Marias bibliotek. Kalendariet aM 249d fol. + “Psalter VII”
i acc. 7d,“ Opuscula 11 (2003): 197.
15 Liturgica Islandica I. Text, útg. Lilli Gjerløw. Bibliotheca arnamagnæana 35 (Kaupmanna-
höfn: reitzel, 1980), 58; róbert abraham ottósson, „Diskant (discantus),“ Kulturhistorisk
Leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til reformationstid (reykjavík: Bókaverzlun
Ísafoldar, 1958) 3: 105–107; Gunnar f. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja,
Kristni á Íslandi 2 (reykjavík: alþingi, 2000), 312–313.
16 Credo in unum deum er upphaf níkeu játningarinnar. Ég þakka Hjalta Snæ Ægissyni fyrir
að þýða latneskar setningar á íslensku.
17 Kristian Kålund vakti fyrstur manna athygli á gjafavottorðinu. Kristian Kålund, „En
kontrakt med jomfru Maria,“ Småstykker 1–16. Samfund til udgivelse af gammel nordisk
litteratur (Kaupmannahöfn: Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 1884–1891),
127–130. DI 5: 728–729; angul Hammerich, „Studier over islandsk Musik,“ Aarbøger for
nordisk Oldkyndighed og Historie 14 (1899): 293–303; Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög.
Bjarni Þorsteinsson prestur í Siglufirði hefur safnað lögunum 1880–1905 og samið ritgjörðirnar
(Kaupmannahöfn: S. L. Møller, 1906–1909). [Ljósrit, Siglufjarðarprentsmiðja, 1974, 147–
155]; Árni Heimir Ingólfsson, “These are the Things you never forget”: The Written and Oral
Traditions of Icelandic Tvísöngur. Doktorsritgerð (Cambridge, Mass.: Harvard university,
2003), 31–40, 48–55. Árni Heimir hefur bent á að á blaðinu sé elsta varðveitta dæmið um
íslenskan tvísöng. Árni Heimir Ingólfsson, Saga tónlistarinnar: Tónlist á Vesturlöndum frá
miðöldum til nútímans (reykjavík: forlagið, 2016), 47