Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 135
135
upphaflegum, en hluti innihaldsins hefur varðveist í afritum og útdráttum
sem íslenskir fornmenntastefnumenn gerðu á 17. öld.28 Árni Magnússon
safnaði handritunum saman úr ýmsum áttum og þau höfðu átt ólíkan feril.
Þannig hafði aM 371 að hluta til verið notað í bókband og kápur fyrir aðrar
bækur, en AM 544 virðist þá hafa staðið sér og AM 675 kann að hafa fylgt
því. Ennfremur voru kverin í handritinu ekki alltaf í þeirri röð sem þau
eru nú.29 Þau hafa þó á einhverjum tímapunkti á bilinu 1300–1600 verið
bundin saman í eitt. Árið 1708 skrifar Árni innihaldslýsingu Hauksbókar
og setur hana fram eins og um eina heild sé að ræða og hugsanlega hefur
handritinu verið skipt í þrjá hluta um 1730.30
Efni þeirra þriggja handrita sem saman mynda Hauksbók er af ólíkum
toga eins og stutt upptalning helstu textanna á hinum varðveittu blöðum
sýnir: Landnámabók, Kristni saga, alfræðilegt efni, Trójumanna saga, Breta
sögur, Viðræða líkams og sálar, Fóstbræðra saga, Algorismus, Eiríks saga rauða,
Hemings þáttur, Heiðreks saga og fleiri fornaldarsögur, Elucidarius. Það
er ekki að furða þótt fræðimenn hafi átt í nokkrum erfiðleikum með að
greina hvort samsetning handritsins fylgi einhverri reglu eða hvort hér sé
einfaldlega um óskyldan samtíning að ræða. Og það er ef til vill megin-
ástæðan fyrir því hversu ólíkar túlkanir á eðli Hauksbókar hafa komið fram
í rannsóknum fræðimanna á undanförnum áratugum: reynt hefur verið að
gera grein fyrir einingu þessa sundurleita handrits. En svo er margt sinnið
sem skinnið, eins og máltækið segir, og skoðanir fræðimanna á því hvað
myndar eininguna álíka margar og fræðimennirnir sjálfir.
Ein leið til að freista þess að átta sig á samsetningu Hauksbókar er að
beina sjónum að samspili hinna efnislegu leifa sem handritið sjálft er og
textanna sem það hefur að geyma. í því skyni þarf að horfa til aðferða
handritafræðinnar annars vegar og fornskriftarfræðinnar hins vegar.31 í
fyrsta lagi er Hauksbók, eins og hún er nú varðveitt, samsett úr þremur
aðgreindum handritum undir þremur safnmörkum.32 Þessi handrit tengj-
28 Jón Helgason, inngangur að Hauksbók, ix.
29 Jón Helgason, inngangur að Hauksbók, xxiv.
30 Jón Helgason, inngangur að Hauksbók, v og xxix.
31 Þótt greiningin hér á eftir sé af hefðbundnum toga hef ég um sumt haft hliðsjón af að-
ferðafræðilegum hugtökum sem þróuð hafa verið af Patrick andrist, Paul Canard og
Marilena Maniaci, La syntaxe du codex. Essai de codicologie structurale (turnhout: Brepols,
2013).
32 Sjá t.d. fyrrnefnda grein Elisabeth ashman rowe í Griplu 2008.
HauKSBÓ K oG aLfrÆÐ IrIt MIÐaLDa