Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 131
131
handritafræðingur varpaði fram þeirri tilgátu að ákveðnir hlutar GKS
1812 4° hefðu verið í eigu Snorra Sturlusonar og færði einnig rök fyrir því
að Sturla Þórðarson hefði haft undir höndum handrit sambærilegt við
hluta þess (Membrana reseniana 6).13 Auk þess eru til nokkur önnur
handrit af svipuðum toga. Þar má fyrst geta aM 194 8° (skrifað 1387),
sem hefur bæði að geyma drög að heimslýsingu og frásögn af heimsöldr-
unum sex.14 Síðan er það handritið aM 764 4° (frá 14. öld, enn óútgefið)
sem hefur annars vegar alfræðilegt efni í bland við heimsaldra, páfatal og
keisara (1r–23r), og hins vegar frásagnir af heilögum mönnum og konum
(23v–38v).15 Ennfremur má nefna AM 435 12° sem hefur að geyma þýð-
ingu á Physiognomica og handritabrotin aM 685 d 4°, aM 732 b 4° (einkum
stjörnufræði og tímatalsfræði), aM 736 I 4°, (landafræði og tímatalsfræði),
aM 736 II 4° (leiðarvísir).16 Flest þessara handrita, fyrir utan tvo hluta
GKS 1812 4°, eru frá miðri 14. öld eða yngri, allt aftur að 16. öld.
Þá er einnig alfræðilegt efni í Hauksbók, sem kennd er við Hauk Er-
lendsson, lögmann á Íslandi undir lok 13. aldar og í noregi í upphafi þeirrar
14., nánar tiltekið á ríkisstjórnarárum Hákonar Magnússonar (1299–1319),
en ekki er ástæða til að lýsa því handriti í heild sem alfræðiriti. Um þetta
eru fræðimenn þó ekki sammála og hafa ýmsar skoðanir verið viðraðar.
Finnur Jónsson, sem gaf Hauksbók út á árunum 1892–96, taldi handritið
vera samsafn rita af ólíku tagi. Þar væru sagnarit ýmiss konar, guðfræði- og
heimspekirit, náttúrufræði, rímtal, fornkvæði og minni textar af ýmsum
toga. Hann gerði líka greinarmun á hinni eiginlegu Hauksbók og öðrum
hlutum hennar sem hann taldi þó einnig endurspegla áhugasvið Hauks.17
Jón Helgason dró saman einkenni handritsins á viðlíka hátt í inngangi
13 Stefán Karlsson, „alfræði Sturlu Þórðarsonar,“ Stafkrókar, (reykjavík: Stofnun Árna
Magn ússonar á Íslandi, 2000), 279–302.
14 Alfræði íslenzk: Islandsk encyklopædisk litteratur I, útg. Kr. Kaalund (Kaupmannahöfn: Sam-
fund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 1908).
15 Svanhildur Óskarsdóttir, universal history in the fourteenth-century Iceland: Studies in
aM 764 4to (Doctoral thesis, university of London, 2000).
16 Alfræði íslenzk II (Kaupmannahöfn, 1914–1916), 235–246; Alfræði íslenzk III (Kaupmanna-
höfn, 1917–1918).
17 Finnur Jónsson í inngangi að Hauksbók, útg. Eiríkur Jónsson og finnur Jónsson (Kaup-
mannahöfn, 1892–1896), xxxvi, lxiii. finnur segir einnig (cxxxvi): „Hans interesser har ført
ham til at afskrive eller lade afskrive forskellige afhandlinger og skrifter, som han har fået
fat i. Noget system eller orden eller overhovedet nogen stræben efter en sådan lader sig ikke
påvise hos ham.“
HauKSBÓ K oG aLfrÆÐ IrIt MIÐaLDa