Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 136
GRIPLA136
ast innbyrðis með ólíkum hætti. Þau tengjast öll að því leyti að þau hafa
verið bundin saman í eina bók á einhverjum tilteknum tíma. Þetta sýnir
handritafræðileg rannsókn á samsetningu bókarinnar sem leiðir í ljós tengsl
á grundvelli bókbands og stærðar blaðanna sem bókin samanstendur af.33
Fornskriftarfræðileg rannsókn sýnir á hinn bóginn tengsl milli fyrsta hlut-
ans (aM 371 4°) og annars hlutans (aM 544 4°), því að sömu rithöndina
er að finna á þeim báðum. Sú rithönd er á öllum fyrsta hlutanum og á
miklum, en þó ekki öllum, hluta annars hlutans. Hana er aftur á móti
hvergi að finna á þriðja hlutanum (aM 675 4°). rithöndin sem um ræðir er
talin rithönd Hauks Erlendssonar sjálfs og er þar með elsta rithönd nafn-
greinds íslensks skrifara sem vitað er um með tiltölulegri vissu.34 Þessi nið-
urstaða byggist annars vegar á því að Haukur kveðst á einum stað hafa ritað
landnámabók Hauksbókar – en þessi kafli er að vísu ekki varðveittur nema
í 17. aldar eftirritum – og hins vegar samanburði á aðalrithönd Hauksbókar
við rithönd frumskjala frá 1302 og 1310 sem rituð eru með sömu hendi
og innihalda dómsúrskurði Hauks Erlendssonar í Osló og Björgvin.35
Sama hönd er einnig á nokkrum brotum Gulaþingslaga sem varðveitt eru
í Ríkisskjalasafninu í Osló, en Haukur var Gulaþingslögmaður a.m.k.
frá 1309 og líklega allt frá 1303.36 Þess má geta að Gulaþingslög hafa að
geyma nokkra kafla sem kalla má lögspekilega eða heimspekilega og eru
sumir þeirra einmitt á þeim brotum lagabálksins sem eru ritaðir með hendi
Hauks, þar á meðal Mannhelgibálkur.
33 Jón Helgason, inngangur að Hauksbók, i. Þó er svolítill munur á stærð og gerð blaðanna sem
getur skipt máli fyrir greiningu handritsins.
34 Sjá þó Jan ragnar Hagland, „til spørsmålet om språkforma i sira teits handskrift av
Sauebrevet frå 1298,“ Arkiv för nordisk filologi 19 (1983): 176–193.
35 Islandske originaldiplomer indtil 1450, útg. Stefán Karlsson, vol. I: tekst, vol. II: faksimiler,
Editiones arnamagnæanæ, Series a, 7 (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1963), I,. 4–6;
II, 3.
36 nra Gamalnorske membranfragmenter nr. 2, prentað í Norges gamle Love indtil 1387
(Christiania, 1846–1895), 4. bindi, 117–134; sbr. Gammalnorske membranfragment i Riks-
arkivet, Corpus codicum norvegicorum medii aevi, quarto series, vol. III, útg. Didrik arup
Seip, inng. thorsten Eken (oslo: riksarkivet og Selskapet til utgivelse av gamle norske
håndskrifter, 1963).