Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 19
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
19
kraftmikill og bar númerið K-180; Bjarni
Haraldsson eignaðist hann síðar.
Bang seldi „litla krúttið“ og keypti
Studebaker ´48 sem var mikill bíll. Árið
1949 fóru þau Minna til Danmerkur –
Bang í fyrsta sinn síðan 1935 – og tóku
bílinn með og vakti þar athygli, slíkir
vagnar þá fátíðir á götum. Þau gistu jafnan
á sama hótelinu í Kaupmannahöfn, Hotel
Astoria, og fengu herbergi þar sem sá yfir
bílastæðin. Bang seldi Studebakerinn og
keypti í staðinn Chevrolet vel við vöxt
sem hann skipti á við Flóvent Albertsson
bílstjóra og fékk í staðinn Ford ´55 módel
sem hann endurnýjaði ári síðar með Ford
Fairline ´56. „Það var alvörubíll“ segir
Brynjar Pálsson tengdasonur Bangs, „með
440 kúbika vél, fyrsti bíllinn sem hægt var
að koma í 200 km.“
Síðasti bíllinn sem Bang átti var Ford
Falcon ´67, tvídyrður sjálfskiptur bíll,
býsna öflugur. Allir bílar Bangs voru
með númerið K-181 sem „er gott númer,
Binni“ sagði Bang við tengdason sinn,
„eins í báðar áttir.“ Númerið rímaði líka
Minna og Edda standa fyrir framan K 181,
Ford Fairline '56 módel. Myndin er tekin í
Danmörku 1959.
Ljósm.: Úr einkasafni
við vöxt Bangs, hann var 181 cm á hæð.
Hitt er síðan annað mál að Bang ók lítið hér
á landi, honum óaði við malarvegunum.
Hann ók erinda sinna um bæinn, t.d.
á pósthúsið, keyrði kannski fram að
Áshildarholti og aftur til baka. Hann fékk
ökumenn til lengri ferða, fyrst Þorvald
Þorvaldsson, Búbba kaupmann, síðan
Brynjar tengdason sinn. Um Danmörk
ók hann hins vegar hiklaust. Bílar hans
voru jafnan vel þrifnir og glansbónaðir.
Hann geymdi bíla sína í skúralengju fyrir
utan pakkhús kaupfélagsins þar sem nú er
Safnahúsið.
Hálfu öðru ári fyrir dauða Bangs tók
Björn Daníelsson við hann viðtal. Því
lýkur á þessum orðum:
„Og nú kveð ég. Utan við dyrnar
stendur nýr og vandaður Falcon. Óli Bang
er hættur að fara á hestbak, en kunningjar
hans segja, að honum líði ekki nógu vel,
ef hann á verri bíl en aðrir Króksarar.
Og meðan ég geng suður götuna, áleiðis
heim, raula ég fyrir munni mér vísukorn
eftir látinn kunningja okkar beggja, Pétur
Hannesson:
Get ég Bangs, þess góða manns;
gefst þar nógur auður.
Bráðum kemur bíllinn hans
bæði grænn og rauður.“
V
OLE BANG var ástríðufullur spila-
maður og spilaði bridge til æviloka.
Hann stofnaði ásamt félögum sínum
Culbertsonklúbbinn sem er ekkert
smáræðisnafn á spilaklúbbi því að Ely
Culbertson (1891–1955) var mikill
frægðarmaður í heimi bridgespilara.
Culbertsonklúbburinn var stofnaður á