Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 56

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 56
SKAGFIRÐINGABÓK 56 að aðlagast nýjum tímum, en standa þó föstum fótum í því sem eldra er, tengja saman tvenna tíma í sjálfum sér. Þannig varð hann mér hugmynd þess bjargs sem ekki bifast í rótleysi okkar tíma. Það er erfitt að lýsa Óla Bang í fáum orðum. Þótt það nái ekki langt er það þó áleiðis er ég segi að hann hafi verið höfðingi. Ekki var hann það aðeins í verkum sínum heldur líka í lund. Hann umgekkst þá jöfnum hætti sem kallaðir eru olnbogabörn lífsins og þá sem telja sig yfir aðra setta. Ég hygg að hann hafi lagt mikið kapp á að þroska með sér þau verðmæti sem margir gefa lítið fyrir í dag en kalla má manngildi.“ X OLE BANG var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks, eins og komið hefur fram, og sótti fundi hans reglulega. Árið 1966 stofnuðu þeir félagar innanhússtímarit sem þeir kölluðu Rafpóstinn til heiðurs Adolf Björnssyni rafveitustjóra og Ólafi Stefánssyni póstmeistara. Rotarymenn skiptust á að skrifa vikulega pistla í Rafpóstinn og eru margir tengdir viðburðum í bæjarlífinu, en jafnoft rita menn um hugðarefni sín. Hver félagi las síðan sinn pistil á fundum klúbbsins. Bang er höfundur Rafpóstsins vikuna 7.–14. júlí 1966, en hann heldur ekki á penna því að íslenskan er ekki hans. Jón Ormar Ormsson var „léttadrengur á ritstjórninni“. Bang segir: „Því miður hef ég haft í svo mörgu að snúast, að ég hef ekki séð mér fært að afla neinna bæjarfrétta þessa viku. Ýmist hefur verið mikið að gera vegna tals- verðra umferðarkvilla. Þar næst heimsókn fimm manna fjölskyldu laugardag og sunnudag vegna garðaúðunar í bænum. Á mánudaginn tók svo við opinbert eftirlit í Apótekinu – og daginn eftir, það er þriðjudag, hófst niðurjöfnun útsvara fyrir Sauðárkróksbæ, og hefur staðið dag og nótt síðan, má heita. Þrátt fyrir þetta, verð ég að viðurkenna, að ég hef ekki komist hjá því að taka eftir, að komnar eru nýjar útidyrahurðir í Apótekinu. Í sambandi við garðaúðunina, sem ég minntist á áðan, þá var þetta gert á vegum garðyrkjunefndar, sem Rotaryklúbburinn er aðili að. Svo óheppilega vildi til, að allan laugardaginn var rigning og því ekki hægt hefjast handa þann daginn. Sunnudaginn var aftur á móti full hvasst, en þá voru samt úðaðir 30 garðar hér í bænum. Í sambandi við útrýmingu fífla er notað hermonaeitur, en því varð að sleppa í þetta skiptið, þar sem slík úðun útheimtir algert logn. Á næsta ári er áætlað að úða miklu fyrr, og áður en trén eru laufguð, og hefur það þann kost með sér, að þá er hægt að nota eiturtegund, sem er ólíkt hættuminni. Framtalsnefnd bæjarins tók til starfa þriðjudaginn 12. júlí kl. 5, og eru fyrstu fundirnir um almennar álagsreglur. Kl. 8 um kvöldið mætti svo nefndin aftur og hófst þá niðurjöfnun. Upphæðin, sem á að jafna niður er kr. 5.786.000, og með 5–10% fyrir afföllum, gerir þetta ca. kr. 6.300.000. Gjaldendur eru um það bil 630. Síðastliðið föstudagskvöld komu Haraldur Júlíusson og frú heim úr sinni utanlandsreisu til Skotlands og Norðurlanda. Er ánægjulegt að hafa Harald hér á fundi hjá okkur aftur og biður Rafpósturinn þau hjónin velkomin heim, einnig biður Rafpósturinn Hauk Jörundsson velkominn aftur til Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.