Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 58

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 58
SKAGFIRÐINGABÓK 58 ævintýri H.C. Andersens, Það er alveg áreiðanlegt. „Þetta litla ævintýri eftir danska skáldið H.C. Andersen er ágætt dæmi um það hvernig slúður verður til. Orsökin fyrir sögunni er blátt áfram engin, en innan tíðar er litla hvíta fjöðrin orðin að fimm hænum. Fyrir um það bil viku kom einn af kunningjum mínum inn í Apótekið og þegar hann sá mig spurði hann undrandi: „Hvað er þetta, ertu strax kominn heim aftur? Þú hefur ekki ekið langt.“ Ég skildi ekki hvað hann átti við, en hann sagði mér þá að fyrir nákvæmlega klukkutíma hefði hann séð mig aka út úr bænum með tvær stúlkur í bílnum. Ég skildi þetta ekki því þennan dag hafði ég alls ekki farið út fyrir hússins dyr. Í sama bili ók bíll frá Akureyri að bensíntanknum hjá Briem og stansaði þar. Bíllinn var svo líkur mínum bíl, að ef hann hefði ekki haft krómlista á hliðunum gæti ég vel sjálfur hafa villst á honum og mínum bíl. Þarna kom skýringin. Og ef ekki Akur- eyrarbíllinn hefði komið þarna og þar með útskýrt þetta, hefði ég kannski mánuði eða tveimur mánuðum síðar einhvers staðar hjá einhverjum fengið að heyra sögu um það, að ég þennan tiltekna dag hefði ekið í Varmahlíð með tvær ókunnugar stúlkur; að ég hefði ekki komið heim fyrr en næsta morgun – dauðadrukkinn og að einhver kona, einhvers staðar í bænum, hefði legið við dauðans dyr, af því hún gat ekki fengið það lyf er henni var nauðsynlegt. Slúðrið þrífst vel meðal allra stétta og það er ótrúlegt hversu hratt það breiðist út. Amerískur prófessor, Br. Hadley Contril frá Princeton háskólanum gerði einu sinni tilraun með slúður. Hann trúði sex háskólastúdentum fyrir leyndarmáli, ósköp ómerkilegu, sem þeir máttu alls ekki segja nokkrum manni. Eftir viku komu í ljós að um það bil 2.000 stúdentar vissu leyndarmálið. Flest það fólk sem kemur af stað rætnu slúðri, gerir það venjulega af hatri, ótta eða öfund, eða jafnvel aðeins af þörf til að vekja á sér athygli. Á ferðalagi sínu milli manna er svo slúðrið lagað þannig í meðförum að allar óþægar skýringar er gætu veikt áhrif sögunnar eru skornar burtu, en það sem miður má og kitlar ímyndunaraflið blásið upp og meiningin undirstrikuð með feitu svo sagan komist ekki hjá því að vekja athygli. Þetta á sér sennilega stað annaðhvort fyrir ótuktar- skap, athugunarleysi eða blátt áfram vegna þess að menn langar til að segja skemmtilega sögu. Ár hvert veldur illgjarnt slúður óbæt- anlegu tjóni, leggur að velli mörg saklaus fórnarlömb og vafalaust er okkur þetta flestum ljóst, en samt sem áður höldum við áfram að spjalla um náungann, án þess að leiða hugann að því hvað af getur hlotist. Flestir okkar hafa líka vafa- laust einhvern tíma, oftast algjörlega í hugsunarleysi, átt þátt í því að koma af stað slúðri eða hjálpa því áfram. Ég skal fúslega játa að slúður, sé það fyndið og meinlaust, getur verið eins konar krydd á daglega tilveru. Það er gaman að spjalla um náungann, en okkur hættir til að vera glámskyggn á skilin sem eru milli þess meinlausa og hins sem felur í sér eiturbrodd. Við getum víst allir verið sammála um að rætið slúður er blettur á siðuðu þjóðfélagi og ætti að uppræta með öllu, vera útlægt gjört. Enskur prestur stakk einu sinni upp á því til þess að fyrirbyggja slúðrið að draga ¾ frá því sem maður heyrði og láta síðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.