Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 91
JÓN MARGEIR
91
Nokkur vandkvæði urðu með faðernið.
Málmeyingar vildu reyndar kenna
drenginn Jónatan gamla sem látist hafði
þar í fjörunni rúmum sjö mánuðum
fyrr, en fæstir lögu mikinn trúnað á
það. Prestur skráði hann föðurlausan
við skírn og enga frekari skýringu á
þeirri færslu. Þannig var hann löngum
einungis nefndur Jón Margeir, en bætt
við Hansson ef þörf krafði.
Bogga stóð nú uppi allslaus með tvö
smábörn en þá buðust hjónin í Móhúsi
við Höfðavatn til að taka reifabarnið að
sér. Þangað fór drengurinn nokkurra
daga gamall en Bogga sneri aftur út í
Málmey. Í Móhúsi ólst Jón Margeir upp
og átti þar heima til æviloka. Þar voru
húsakynni hvorki há til lofts né víð til
veggja. Árið 1917 var Móhús talið torf-
og timburhús, íbúðin 7x6 álnir að stærð,
eða rúmir 16 fermetrar. Bærinn sneri
frá austri til vesturs, langþil úr timbri
mót suðri en bærinn að öðru leyti með
torfveggjum. Gluggi var aðeins einn á
þilinu en dyr á austurstafni. Eignin var
þá metin á 400 krónur.2
Móhús var austast í röð Kotabæjanna
við Höfðavatn, austan við Vatnsenda-
bæinn, og hallar frá bæjarstæðinu lítið
eitt til þriggja átta: norðurs, austurs
og suðurs. Húsið var reist árið 1904 er
þangað fluttist með fjölskyldu sína Jón
Jónasson sem áður hafði verið á Ósi og
Syðra-Ósi í Kotabyggð, þar til hann
byggði sinn eigin bæ í hverfinu og bjó
þar til dauðadags, 1943.
Árið 1920 bjuggu í Móhúsi Jón
Jónasson (1866–1943), Skaftfellingur
að ætt, og Guðný Björnsdóttir (1860–
1928) úr Hörgárdal. Hjá þeim voru þá
börn þeirra tvö: Margrét Gíslína (1904–
1962) og Jónas (1893–1933). Að auki
var þá til heimilis í Móhúsi Sigtryggur
Jónatansson (1885–1943), bróðir Frans
í Málmey. Hann var þurfalingur og
gekk ekki heill til skógar, varð síðar úti á
melunum suður og niður frá Bæ veturinn
1943, þá til heimilis í Mýrakoti. Sjötta
manneskjan í húsinu var ungbarnið Jón
Margeir, eftirlæti og augasteinn heimilis-
fólksins.3
Áður en Jón Jónasson kom til Skaga-
fjarðar hafði hann verið á Suðurnesjum
og stundað þar sjómennsku. Í Sandgerði
á Miðnesi var hann til heimilis er
Jónas sonur hans fæddist 1893 norður
í Skagafirði. Á Miðnesinu var býlið
Móhús og frá þeim stað dró hann nafnið
Björg Guðný Jónsdóttir á efri árum.
Eig.: Björn Níelsson
2 Jarðalýsing 1917. Hofshreppur nr. 4; Halldór Jónsson á Mannskaðahóli.
3 Manntal 1920.