Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 91

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 91
JÓN MARGEIR 91 Nokkur vandkvæði urðu með faðernið. Málmeyingar vildu reyndar kenna drenginn Jónatan gamla sem látist hafði þar í fjörunni rúmum sjö mánuðum fyrr, en fæstir lögu mikinn trúnað á það. Prestur skráði hann föðurlausan við skírn og enga frekari skýringu á þeirri færslu. Þannig var hann löngum einungis nefndur Jón Margeir, en bætt við Hansson ef þörf krafði. Bogga stóð nú uppi allslaus með tvö smábörn en þá buðust hjónin í Móhúsi við Höfðavatn til að taka reifabarnið að sér. Þangað fór drengurinn nokkurra daga gamall en Bogga sneri aftur út í Málmey. Í Móhúsi ólst Jón Margeir upp og átti þar heima til æviloka. Þar voru húsakynni hvorki há til lofts né víð til veggja. Árið 1917 var Móhús talið torf- og timburhús, íbúðin 7x6 álnir að stærð, eða rúmir 16 fermetrar. Bærinn sneri frá austri til vesturs, langþil úr timbri mót suðri en bærinn að öðru leyti með torfveggjum. Gluggi var aðeins einn á þilinu en dyr á austurstafni. Eignin var þá metin á 400 krónur.2 Móhús var austast í röð Kotabæjanna við Höfðavatn, austan við Vatnsenda- bæinn, og hallar frá bæjarstæðinu lítið eitt til þriggja átta: norðurs, austurs og suðurs. Húsið var reist árið 1904 er þangað fluttist með fjölskyldu sína Jón Jónasson sem áður hafði verið á Ósi og Syðra-Ósi í Kotabyggð, þar til hann byggði sinn eigin bæ í hverfinu og bjó þar til dauðadags, 1943. Árið 1920 bjuggu í Móhúsi Jón Jónasson (1866–1943), Skaftfellingur að ætt, og Guðný Björnsdóttir (1860– 1928) úr Hörgárdal. Hjá þeim voru þá börn þeirra tvö: Margrét Gíslína (1904– 1962) og Jónas (1893–1933). Að auki var þá til heimilis í Móhúsi Sigtryggur Jónatansson (1885–1943), bróðir Frans í Málmey. Hann var þurfalingur og gekk ekki heill til skógar, varð síðar úti á melunum suður og niður frá Bæ veturinn 1943, þá til heimilis í Mýrakoti. Sjötta manneskjan í húsinu var ungbarnið Jón Margeir, eftirlæti og augasteinn heimilis- fólksins.3 Áður en Jón Jónasson kom til Skaga- fjarðar hafði hann verið á Suðurnesjum og stundað þar sjómennsku. Í Sandgerði á Miðnesi var hann til heimilis er Jónas sonur hans fæddist 1893 norður í Skagafirði. Á Miðnesinu var býlið Móhús og frá þeim stað dró hann nafnið Björg Guðný Jónsdóttir á efri árum. Eig.: Björn Níelsson 2 Jarðalýsing 1917. Hofshreppur nr. 4; Halldór Jónsson á Mannskaðahóli. 3 Manntal 1920.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.