Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 99

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 99
JÓN MARGEIR 99 verið þar þjónandi á árabilinu 1931– 1936 og aftur á árunum 1939 og 1942. Eftir það var hún ekki heimilisföst í Bæ. Að öllum líkindum hefur hún jafnan haft samband við dreng sinn þar sem hann var á næstu grösum við hana. Jón í Móhúsi var einungis fósturfaðir Jóns Margeirs svo að lögum samkvæmt var hún einkaerfingi hans. Hálfum mánuði eftir að hann týndist, hinn 3. mars 1942, voru eftirlátnar eigur hans skrifaðar upp af hreppstjóra og virtar. Þótt þær væru ekki ýkja margar né fjölbreyttar gefa þær talsverða hugmynd um hugsunarhátt og væntingar þessa unga manns. Í fyrsta lagi voru það bækur. Hann átti bækur eins og Fegurð og snyrting, Uppeldið, námsbækur í ensku, dönsku og þýsku, ensk-íslenska orðabók og enskar sögubækur. Hann átti talsvert af fatnaði, meira en vænta hefði mátt af fátækum pilti, m.a. spariföt með vesti og rykfrakka, auk venjulegs fatnaðar og sjóklæða. Hann átti rakáhöld og fleira þar tilheyrandi og slifsisnælu og hann átti myndavél. Það er greinilegt að Jón Margeir hefur lagt upp úr því að geta verið snyrtilega til fara. Síðast en ekki síst átti Jón Margeir verulega upphæð í peningum, sem honum hafði tekist að safna saman til að afla sér menntunar. Voru veraldlegir munir hans metnir á kr. 1.929,46, þar af var peningaeign kr. 1.653,46.13 Þann 23. apríl var haldið opinbert uppboð á eftirlátnum eigum Jóns Mar- geirs. Þar voru seld 58 uppboðsnúmer á samtals 520 krónur, 35 aura. Það var um helmingi hærri upphæð en matið sagði til um.14 Nú fóru í hönd ömurlegir tímar í Móhúsi þótt löngu væri annar drengur kominn þangað til uppeldis. Það var Jóhannes Pálsson, síðar verkamaður í Hofsósi, fæddur á Siglufirði 15. nóvember 1933. Höfðu þau Jón og Margrét dóttir hans tekið hann að sér nokkurra mánaða gamlan. Jón ,bis‘ var orðinn 76 ára gamall og slitinn af þrældómi og vosbúð, en hann hafði aldrei verið upp á aðra kominn. Heyskaparfólk í Bæ. Frá vinstri talið: Hjörtur Ólafsson, Jóhannes Gísli Hjartarson, Garðar Dagbjartsson, Jóhann Jakob Kristinsson á Ytra- Ósi, Björn Jónsson bóndi, Bogga vinnukona (Björg Guðný Jónsdóttir), Jón Konráðsson hreppstjóri í Bæ, Þóra Sigurgeirsdóttir á Syðra-Ósi. Eig.: Haukur Björnsson 13 HSk.: Uppskrifta og virðingabók Hofshrepps, 3. mars 1942. 14 HSk. 441, folio: Dagbók Björns Jónssonar í Bæ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.