Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 112

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 112
SKAGFIRÐINGABÓK 112 stúdentsprófi fimm árum síðar eða 1777 með heldur góðum vitnisburði. Séra Jón hefur trúlega stefnt að því að Þorsteinn tæki vígslu og gerðist prestur, en af því varð aldrei. Eftir stúdentspróf dvaldist hann ekki mikið heima og var fyrst, að sögn, lausamaður á Breið. Þorsteinn kvæntist árið 1780 Margréti Magnúsdóttur gullsmiðs í Gilhaga, Björnssonar, og var síðan bóndi í Gilhaga til 1818 og eftir það í Húsey til æviloka 1827. Hann var alla tíð talinn dugnaðarmaður og í miklum metum. Eitthvað hefur verið þrýst á hann um að gerast prestur, því árið 1785 tilkynnti hann biskupi að hann gæti ekki vegna veikinda talið sig með andlegrar stéttar mönnum, hvað sem valdið hefur. Börn Þorsteins og Margrétar voru: Magnús bóndi á Álfgeirsvöllum, Halldóra fyrri kona séra Jóns Jónssonar á Miklabæ, Steinunn seinni kona séra Jóns Konráðssonar á Mælifelli og Margrét kona Björns Þorlákssonar í Fornhaga í Hörgárdal. Eru fjölmennar ættir frá Þorsteini stúdent. Séra Oddur fær Guðrúnar VORIÐ 1777 var sá viðburður í Goð- dölum að utan grundirnar sást koma allstór flokkur ríðandi manna og brátt var þeyst í garð á prestssetrinu. Var þarna kominn Hálfdan Einarsson skólameistari á Hólum og tengdasonur Gísla biskups Magnússonar, með fríðu föruneyti. Skólameistari bar séra Jóni kveðju guðs og biskupsins og þar með að biskup bæði um hönd Guðrúnar dóttur hans, til handa séra Oddi á Miklabæ, syni sinum. Var málið auðsótt og trúlofun þeirra brátt fastmælum bundin og síðar um sumarið voru þau gefin saman með viðhöfn í Hóladómkirkju. Fór Guðrún þaðan með manni sínum að Miklabæ. Séra Oddur hafði tekið við Miklabæ 1768. Var hann þá einhleypur og bjó um árabil með ráðskonu er Solveig hét. Fátt er um hana kunnugt, en talið var að hún legði hug á prestinn. Staða hennar á heimilinu breyttist eftir að Guðrún kom og tók við búsforráðum, en áfram var stúlka þessi á Miklabæ. Fljótlega eftir þetta sótti á Solveigu fásinni og óttaðist fólk að hún sækti í að stytta sér aldur, svo að tekið var að hafa gætur á henni. Um vorið 1780 slapp hún stutta stund undan eftirliti, hljóp út úr bænum og hafði skorið sig á háls til ólífis, áður en að var komið. Hafði þessi hörmulegi atburður mikil áhrif á fólk og þá ekki síst á séra Odd sem gerðist einrænni og þunglyndari en áður. En tíminn leið, móðuharðindin gengu yfir með öllum sínum hörmungum, hungri og mannfelli. Ekki hefur andlegt heilsufar séra Odds batnað við þau bágindi. Fljótlega eftir að Solveig fyrirfór sér þótti fólki sem hún gengi aftur og eru til af því ófáar þjóðsögur. Margir þóttust sjá svip hennar og var hún þá gjarna með höfuðið kert aftur á bak og stóð blóðbogi úr hálsinum. Ein af þessum þjóðsögum, og þó raunar af meinlausara taginu, snertir Vesturdal, því að Solveig var sögð vistráðin í Litluhlíð vorið sem hún stytti sér aldur. Eftir dauðann varð þess vart að hún sótti mjög að komast þangað sem hún hafði ráðið sig. Í Litluhlíð var gamall maður, Bergþór að nafni, og bjó hann í kofa einum skammt frá bænum. Karl þessi kunni talsvert fyrir sér og varnaði afturgöngunni að komast í bæinn í Litluhlíð og fékk alltaf stöðvað hana á hól
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.