Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 113
AF GOÐDALAPRESTUM
113
einum fyrir norðan kofa sinn. Á þessum
árum áttu heima í Bakkakoti bræðurnir
Jón og Þorlákur Gunnlaugssynir.
Einhverju sinni voru þeir við heyskap
í hvömmunum fyrir neðan bæinn í
Bakkakoti. Annar bróðirinn sá þá til
ferða Solveigar á leið fram dalinn. Hann
sá hana steypa sér fram af Hverhólnum
og yfir ána, þar sem hún er lítt fær
mennskum mönnum. Stefndi hún að
þeim. Þá ávarpaði hann bróður sinn og
sagði: „Varaðu þig á fjandanum sem að
þér fer.“ Menn voru svo sem ekki að
æðrast yfir smámunum í þá daga.
Nokkru eftir móðuharðindin eða
hinn 1. október 1786, messaði Mikla-
bæjarprestur á annexíu sinni á Silfra-
stöðum. Hann reið heim síðdegis, kom
við hjá Vigfúsi Scheving, sýslumanni,
á Víðivöllum um kvöldið og þáði
kaffi. Þaðan reið hann áleiðis heim í
hlákumyrkri og lést ekki þurfa fylgdar
við, enda örstutt bæjarleið eftir að
Miklabæ. En heim kom hann ekki og
hvarf svo gjörsamlega, 46 ára að aldri,
að ekki hefur síðan til hans spurst, svo
fullsannað sé. Um þennan atburð urðu
til magnaðar þjóðsögur og töldu sumir
að Solveig hefði sótt prest og dregið hann
í dys sína. Var margt skrafað og skrifað
um þetta dularfulla mannshvarf bæði á
þessum tíma og síðar, þótt hér verði því
efni ekki gerð frekari skil. Sagnir eru til
um að lík séra Odds hafi fundist 1789
og að jarðsetning hafi farið fram á laun í
Goðdölum eða Héraðsdal, þar sem áður
var kirkja. Þessi leynd á að hafa verið á
höfð, af því að talið var að prestur hefði
stytt sér aldur og slíkir menn áttu ekki víst
leg í vígðri mold. Hvort nokkuð er hæft
í þessu, skal ósagt látið. Guðrún ekkja
séra Odds, náði 59 ára aldri og dó 1811.
Börn þeirra voru tvö: Séra Gísli sem
fyrst bjó á Reykjum, síðar Starrastöðum,
en þjónaði síðan sem prestur á Ríp og
Reynistað, og Ingibjörg sem giftist séra
Jóni Jónssyni á Auðkúlu í Húnaþingi,
þeim sem drukknaði í Svínavatni 1817
Sumarið 1937 voru grafin upp bein sem talin
voru jarðneskar leifar Solveigar. Margir komu
að því máli og aðdragandi þess voru boð gegnum
miðla og drauma. Kistulagning beinanna fór
fram við hátíðlega athöfn í Miklabæjarkirkju
og sunnudaginn 11. júlí voru þau sungin til
moldar í Glaumbæ. Séra Lárus Arnórsson
á Miklabæ sá um hinar kirkjulegu athafnir
og fórst vel úr hendi. Á meðfylgjandi mynd
sjást menn við Miklabæjarkirkju með kistu
Solveigar á milli sín: Fremstur vinstra megin
er Þorsteinn Björnsson á Hrólfsstöðum og á
bak við hann Jóhann Lúðvíksson vinnumaður
á Miklabæ, síðar bóndi á Kúskerpi. Hægra
megin Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum og
aftan við hann Margrét Rögnvaldsdóttir á
Hrólfsstöðum en yfir höfuð hennar sér á Sigurð
Einarsson í Stokkhólma. Fyrir enda kistunnar
stendur Helgi Valdimarsson í Víkurkoti en
aftan við hann sér á óþekkt andlit.
Eig. myndar: HSk.