Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 115

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 115
AF GOÐDALAPRESTUM 115 Þverá í Blönduhlíð og bróðir séra Jóns Steingrímssonar eldklerks. Þeir voru því systrasynir Pálmi og Hjálmur barnsfaðir Ragnhildar. Þar á Breið ól Ragnhildur barn sitt sem var drengur og hlaut nafnið Árni eftir fósturföður hennar á Ábæ. Góðviljaðir aðilar reyndu að tala á milli séra Jóns og dóttur hans og miðla svo málum að hún og Hjálmur mættu eigast. En presturinn var ekki tilbúinn til að fyrirgefa dóttur sinni þessa hrösun og á Hjálm á Giljum lagði hann fullan fjandskap, svo að ekki var við það komandi að þau gætu orðið hjón í fyllingu tímans. Eitthvað sefaðist reiði séra Jóns vegna ávirðingar Ragnhildar, þegar frá leið, enda tók hann þá mjög að eldast og mæðast. Lítur helst út fyrir að hann hafi tekið hana í sátt um síðir, því að árið 1794 gifti hann hana góðum manni, Þorláki Gunnlaugssyni í Bakkakoti, gildum bónda og hreppstjóra. Þau Ragnhildur og Þorlákur eignuðust ekki börn, en Þorlákur gekk Árna Hjálmssyni í föðurstað og tók hann síðar við búi í Bakkakoti. Af Hjálmi Steingrímssyni er það að segja, að eftir allt þetta uppistand í heimahögum fluttist hann burt og fór austur yfir Héraðsvötn, þar sem hann var frá 1798 bóndi á Vöglum í Blönduhlíð. Var hann jafnan talinn dugandi maður og í góðu áliti. Hann kvæntist ekki og andaðist 1805, aðeins 46 ára að aldri. Góður gestur í Goðdölum SUMARIÐ 1792 heimsótti Sveinn Pálsson frá Steinsstöðum, síðar læknir í Vík í Mýrdal, föðurbróður sinn, Jón prest í Goðdölum. Sveinn var þá þrítugur að aldri og nýkominn heim með próf í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla. Var hann hér í rannsóknarferð á vegum danska náttúrufræðifélagsins og fór víða um land. Séra Jón hefur glaðst yfir heimsókn þessa lærða frænda síns og trúlega hafa þeir skrafað margt saman. Í Ferðabók Sveins Pálssonar sem Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi, stendur eftirfarandi umsögn um séra Jón: „Presturinn í Goðdölum sýndi mér, hversu hann með sólskífu hafði leiðrétt hinar svonefndu eyktir, eykta- eða dagsmörk, eftir að hann hafði fundið rétta suðurátt. Enn fremur sýndi hann mér grásteinshellu um 3 álna langa og álnar breiða, sem hann hafði gert af legstein yfir sig og látna konu sína. Steinninn var að vísu skrautlaus, en stafirnir eins vel gerðir og eftir hinn besta steinhöggvara. Prestur þessi er nú sjötugur að aldri. Hann hefur verið starfsamur með afbrigðum, en jafnframt því góður kennimaður og frábær málfræðingur.“ Ævilok séra Jóns Sveinssonar ÞAÐ ER ekki alveg rétt að séra Jón hafi verið sjötugur, þegar Sveinn Pálsson heimsótti hann. Það varð hann ekki fyrr en ári síðar. Engu að síður var hann trúlega tekinn að lýjast og margt hafði reynt á hann í langri prestskapartíð. Móðuharðindin gengu yfir frá 1783 og næstu ár voru skelfingartímar með mannfelli um allt land. Fór það neyðarástand ekki fram hjá sóknarbörnum séra Jóns fremur en öðrum. Árið 1785 var öll Ábæjarsókn í Austurdal, samtals sjö bæir sem þjónað var frá Goðdölum, fallin í eyði og margir íbúanna ýmist uppflosnaðir eða dánir. Í Svartárdal fóru í eyði bæirnir Fremri- Svartárdalur, Ölduhryggur, Miðvellir og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.