Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 126

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK 126 lærisveinum, skírið þá í nafni Föður og Sonar og Heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ Skírn meðal kristinna manna varð að sáttmálstákni hliðstæðu umskurn gyðinga, sem er sýnilegt ytra tákn. Með kristninni varð sáttmálstáknið ósýnilegt. Í stað umskurnar á holdi, kemur umskurn hjartans og hreinsun hugans. Það er hugarfar og breytni mannsins sem skiptir máli, en ekki hið ytra tákn. Sem vatnsbað er skírnin til tákns um hreinsun, endurnýjun, eyðingu alls þess sem óhreint er og spillt. Um leið er skírnin sem bað tákn um lífgun og vökvun þess sem er lífvænlegt. Áður fyrr afklæddust menn bókstaflega áður en þeir gengu niður í skírnarlaugina og þáðu skírn, og íklæddust að henni lokinni nýjum klæðum (hvítavoðum) til tákns um nýtt líf. Barnaskírn varð með tímanum ríkj- andi á kristnum trúsvæðum, nema á kristniboðssvæðum, þar sem skírn full- orðinna var algengust. Oft hefur verið deilt um hvort barnaskírn eigi rétt á sér, þar sem barn geti ekki trúað. En trú er meira en persónuleg sannfæring, hún er líka samfélagsleg sannfæring. Jesús líkti þessu við sáningarstarf. Jarðvegur sem einu sinni var heiðinn, verður kristinn fyrir sáningarstarfið. Lögin eru endurbætt og þjóðfélagið fær á sig mynd mannúðar. „Þetta gerir uppeldisstarf kristinna heim- ila og safnaða mikilvægt. . . . Skírnin er að vísu atburður, sem gerist í eitt skipti fyrir öll og verður ekki endurtekin. En lífið sem fylgir skírninni, á að vera dagleg skírn eða daglegt afturhvarf til skírnarinnar.“ (ES) Skírt er með því að vatni er ausið á höfuð skírnarþegans eða honum dýft í skírnarlaug. Hvítt klæði var síðan breitt yfir skírnarþegann sem merki um hreinleika. Á fyrri öldum var sagt að menn væru í hvítavoðum fyrstu vikuna eftir að þeir voru skírðir, sbr. Kjartan Ólafsson í Laxdælu. Skírnarkjólar nútímans eiga rætur að rekja til þessa. Logandi kerti, skírnarkerti, táknar trúna. Í frumkristni og á miðöldum voru sérstakar skírnarkapellur með tæru lindarvatni („lifandi vatni“) við hlið, eða við dyr, dómkirknanna. Með því var bent á að skírnin væri inngönguhlið í samfélag kirkjunnar. Síðar komu til skírnarsáir sem settir voru upp nálægt kirkjudyrum. Skírnarsáir frá miðöldum eru oft fagurlega skreyttir myndum sem fræða menn um kristna trú. (CB) Kristin skírn er yfirleitt tengd nafngjöf, en ekki ber þó að líta á skírnina sem hátíðlegan sið eða venju við nafngjöf barns. Nafngjöf við skírn er forn siður. Menn sem gengu frá heiðindómi til kristinnar trúar vildu margir „hnykkja á róttækri lífernisbreytingu með því að skipta um nafn, um leið og þeir tóku skírn. Síðar tók nafngift við skírn að tengjast þeirri venju, að fólk vildi varast að nefna nafn barns upphátt, fyrr en það hefði þegið skírn, til þess að nafnið saurgaðist ekki, heldur hlyti hreinsun um leið og barnið.“ (ES)2 2 Í þessari umfjöllun um skírnina er stuðst við rit Einars Sigurbjörnssonar (1993, 386–390) og Catharina Broo- mé (1995, 104–105), og efnið að hluta tekið upp orðrétt, þó að ekki sé innan gæsalappa. Einar las greinina yfir og kom með góðar ábendingar í tölvupósti, sem ég þakka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.