Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 132

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 132
SKAGFIRÐINGABÓK 132 sunnan við Stafangur, í kirkjunum í Granvin og Ulvik við Harðangursfjörð nærri Björgvin, og í stafkirkjunni í Røldal sem er nokkru sunnar og innar í landi. Þeir eru sívalir og gildna um miðbikið, einfaldir og skrautlausir, en með litlum fleyglaga skorum efst og neðst og á Orre-fontinum einnig um miðju. Skorurnar minna á gjarðir á trétunnum. Á öllum norsku fontunum eru mjóar rákir að ofan, beggja vegna við barminn; á Hólafontinum sést innri rákin vel, neðan við áletrunina. Skálin á skírnarfontinum á Hólum líkist þeim norsku um efni, form, stærð og tiltekin smáatriði í gerð. Líklega eru þeir allir gerðir í sama verkstæði. Klébergið í Hólafontinum líkist mest efninu í fontunum í Granvin og Ulvik, innarlega við norðanverðan Harðang- ursfjörð.7 Hólafonturinn er með stærstu miðaldafontum sem gerðir hafa verið í Noregi. Hann er 72 cm í þvermál að utanmáli (innanmál 58 cm, mesta dýpt skálar 31 cm, líkleg þyngd um 160 kg), næstur er Granvin-fonturinn, 63 cm að utanmáli, en hinir eru minni.8 Stærðin er önnur meginröksemdin fyrir því að Hólafonturinn sé frá miðöldum. Niðurstöður Monu Solhaug benda eindregið til að Hólafonturinn sé ekki verk Guðmundar Guðmundssonar í Bjarnastaðahlíð, eins og talið hefur verið, heldur hafi Guðmundur prýtt fornan font kirkjunnar og höggvið í hann skrautverkið. Hafa verið uppi vangaveltur um hvort Gísli Þorláksson Hólabiskup hafi keypt frá Noregi óskreyttan miðalda- font sem hætt var að nota. Mona Solhaug er á annarri skoðun og telur að Gísli biskup hafi látið Guðmund smið „höggva að nýju skírnarfont sem verið hafði í landinu [rúm] 400 ár, sennilega í hans eigin dómkirkju.“ (Solhaug 2008, 226– 228). Eins og fram hefur komið er einkum tvennt sem vekur efasemdir um að Hólafonturinn sé frá 1674. Annars vegar stærð hans og hins vegar að í botni hans má sjá menjar um að steypt hafi verið upp í gat til að hleypa vatni úr skálinni. Hvort tveggja er einkenni á skírnarfontum frá kaþólskri tíð þegar niðurdýfingarskírn tíðkaðist. Eftir siðaskipti var farið að nota litlar skírnarskálar, oft úr messing, undir skírnarvatnið, sem dreypt var á höfuð barnsins. Til þess að styðja þessa niðurstöðu norska listfræðingsins má benda á gamlar heimildir um fontinn. Í úttektum Hóladómkirkju frá sautjándu öld segir: 1628: Fonthúfa yfir fonti, koparkross. – (Bps. B VIII 4, úttekt þegar Þorlákur Skúlason varð biskup). 1657: Fonthúfa yfir fonti, koparkross lítill. – (Bps. B VIII 4 og 5, úttekt þegar Gísli Þorláksson tók við). 7 Kléberg eða tálgusteinn finnst víða í Noregi, m.a. eru gamlar námur við Harðangursfjörð. Orðið kléberg (norska: klebersten) merkir eiginlega kljásteinn, en það voru steinar með gati notaðir til að strekkja á uppistöðunni (lóðréttu þráðunum) í vefstöðunum gömlu. (Kristján Eldjárn 1951, 41–62). 8 Granvin-fonturinn er 63 cm í þvermál (utanmál), innanmál 50 cm, dýpt skálar 30 cm. Ulvik-fonturinn: utanmál 53 cm, innanmál 43 cm, dýpt skálar 22 cm. Orre-fonturinn: utanmál 54 cm, innanmál 45 cm, dýpt skálar 24 cm. Røldal-fonturinn: utanmál 53 cm, innanmál 44 cm, dýpt skálar 25 cm. (Solhaug 2000 II, 47, 70, 77, 98).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.