Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 133
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU
133
9 Guðbrandur Jónsson (1919–1929, 353–354). Bessastaðafonturinn var fluttur til landsins frá Danmörku um
miðja 19. öld. Við þetta má bæta skírnarfontinum á Hólum, sem Mona Bramer Solhaug hefur sýnt fram á að
sé miðaldafontur. (Í Þjóðminjasafni er einnig yngri fontur úr steini frá Kirkjubæ í Hróarstungu).
1685: Fonthúfa yfir fonti, koparkross
lítill. . . . / Hér að auki auglýsist
að sá háverðugi sálugur herra Gísli
Þorláksson (loflegrar minningar)
hefði dómkirkjunni til eignar og
ornamenta aukalagt þetta eftir-
fylgjandi, svo sem það var nú
sýnt, afhent og framborið: . . . 8.
Vandað og merkilega úthöggvið
verk á skírnarfontinum. – (Jón
Þ. Þór 2008, 147 og 150, leiðrétt:
afsent > afhent. Úttekt þegar Jón
Vigfússon tók við biskupsdómi).
Eins og sjá má af því sem sagt er um
fonthúfuna, virðist engin breyting verða
á frágangi hennar frá 1657 til 1685, þó
að á fontinum standi að hann hafi verið
úthöggvinn 1674. Það hefði átt að koma
skýrt fram í úttektinni 1685 ef kirkjan
hefði fengið nýjan og veglegan font á
þessu tímabili. Í úttektinni segir reyndar
ekki, að Gísli hafi gefið skírnarfontinn
sjálfan, heldur eingöngu skrautverkið á
honum. Fonturinn sem Gísli lét skreyta
hlýtur því að vera hinn forni fontur
Hóladómkirkju, ekki fontur sem Gísli
keypti frá Noregi. Nánast útilokað er
að svo stór og dýr fontur sé úr íslenskri
sveitakirkju, eins og Mona Solhaug
nefnir sem möguleika. Hólafonturinn
er með alstærstu miðaldafontum sem
gerðir hafa verið í Noregi, og hæfir
því vel dómkirkju, enda líklega gerður
sérstaklega fyrir Hóladómkirkju, sam-
kvæmt pöntun.
Frekari heimildir
um skírnarfontinn
Í GÖMLUM úttektum Hóladómkirkju er
sjaldan minnst á fontinn sjálfan, líklega
af því að hann var óhagganlegur hluti
af kirkjunni, líkt og altarið, og því ekki
ástæða til að tíunda hann eins og gripi
sem gátu horfið eða gengið úr sér. Í
úttektum Hólastaðar segir:
Miðaldakirkjan 1250–1624:
1374: Fontsumbúningur. (DI III, 288)
1396: Fontsumbúnaður. (DI III, 612)
1525: Tvö fontklæði og einn kross lítill
upp úr fontinum. (DI IX, 297)
1550: Þessa peninga og ornamentum
innan kirkju hefur biskup Jón
[Arason] lagt til Hóladómkirkju: . . .
Fon‹t›sumbúningur nýr. (DI XI, 852)
Guðbrandur Jónsson varð fyrstur til að
lýsa allnákvæmlega búnaði dómkirkj-
unnar fornu á Hólum (Safn til sögu
Íslands 5, nr. 6). Hann var kaþólskur og
hafði góða innsýn í helgihald kaþólskra
manna. Hann lýsir skírn að fornum
hætti og þeim búnaði sem þar kom við
sögu, og segir m.a.: „Fontunum . . . var
lokað með loki, sem kallað var húfa eða
umbúningur ([latína:] opercula); . . . Upp
af húfunni var krossmark, svonefndur
fontkross. . . . Fontarnir hafa sennilega
verið lítt prýðilegir, og hafa þeir til að
bæta úr því verið huldir klæði, fontklæði.
. . . Íslenskir miðaldafontar eru nú engir
til, nema skírnarsteinninn á Bessastöðum,
ef ráða má af frárennslinu í botni hans.“9