Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 133

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 133
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU 133 9 Guðbrandur Jónsson (1919–1929, 353–354). Bessastaðafonturinn var fluttur til landsins frá Danmörku um miðja 19. öld. Við þetta má bæta skírnarfontinum á Hólum, sem Mona Bramer Solhaug hefur sýnt fram á að sé miðaldafontur. (Í Þjóðminjasafni er einnig yngri fontur úr steini frá Kirkjubæ í Hróarstungu). 1685: Fonthúfa yfir fonti, koparkross lítill. . . . / Hér að auki auglýsist að sá háverðugi sálugur herra Gísli Þorláksson (loflegrar minningar) hefði dómkirkjunni til eignar og ornamenta aukalagt þetta eftir- fylgjandi, svo sem það var nú sýnt, afhent og framborið: . . . 8. Vandað og merkilega úthöggvið verk á skírnarfontinum. – (Jón Þ. Þór 2008, 147 og 150, leiðrétt: afsent > afhent. Úttekt þegar Jón Vigfússon tók við biskupsdómi). Eins og sjá má af því sem sagt er um fonthúfuna, virðist engin breyting verða á frágangi hennar frá 1657 til 1685, þó að á fontinum standi að hann hafi verið úthöggvinn 1674. Það hefði átt að koma skýrt fram í úttektinni 1685 ef kirkjan hefði fengið nýjan og veglegan font á þessu tímabili. Í úttektinni segir reyndar ekki, að Gísli hafi gefið skírnarfontinn sjálfan, heldur eingöngu skrautverkið á honum. Fonturinn sem Gísli lét skreyta hlýtur því að vera hinn forni fontur Hóladómkirkju, ekki fontur sem Gísli keypti frá Noregi. Nánast útilokað er að svo stór og dýr fontur sé úr íslenskri sveitakirkju, eins og Mona Solhaug nefnir sem möguleika. Hólafonturinn er með alstærstu miðaldafontum sem gerðir hafa verið í Noregi, og hæfir því vel dómkirkju, enda líklega gerður sérstaklega fyrir Hóladómkirkju, sam- kvæmt pöntun. Frekari heimildir um skírnarfontinn Í GÖMLUM úttektum Hóladómkirkju er sjaldan minnst á fontinn sjálfan, líklega af því að hann var óhagganlegur hluti af kirkjunni, líkt og altarið, og því ekki ástæða til að tíunda hann eins og gripi sem gátu horfið eða gengið úr sér. Í úttektum Hólastaðar segir: Miðaldakirkjan 1250–1624: 1374: Fontsumbúningur. (DI III, 288) 1396: Fontsumbúnaður. (DI III, 612) 1525: Tvö fontklæði og einn kross lítill upp úr fontinum. (DI IX, 297) 1550: Þessa peninga og ornamentum innan kirkju hefur biskup Jón [Arason] lagt til Hóladómkirkju: . . . Fon‹t›sumbúningur nýr. (DI XI, 852) Guðbrandur Jónsson varð fyrstur til að lýsa allnákvæmlega búnaði dómkirkj- unnar fornu á Hólum (Safn til sögu Íslands 5, nr. 6). Hann var kaþólskur og hafði góða innsýn í helgihald kaþólskra manna. Hann lýsir skírn að fornum hætti og þeim búnaði sem þar kom við sögu, og segir m.a.: „Fontunum . . . var lokað með loki, sem kallað var húfa eða umbúningur ([latína:] opercula); . . . Upp af húfunni var krossmark, svonefndur fontkross. . . . Fontarnir hafa sennilega verið lítt prýðilegir, og hafa þeir til að bæta úr því verið huldir klæði, fontklæði. . . . Íslenskir miðaldafontar eru nú engir til, nema skírnarsteinninn á Bessastöðum, ef ráða má af frárennslinu í botni hans.“9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.