Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 147

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 147
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU 147 VIÐAUKI 17 Birt hér með nútímastafsetningu og ritningarstöðunum bætt við. Orðfærið í lok bænarinnar „glóanda anda“ skírskotar kannske að vissu leyti til reykelsisfórnarinnar eða reykelsisaltarisins og getur þannig tengt yfir í eirkerið/hafið. – Í Þingeyrakirkju er fontur frá því í lok 17. aldar og á honum eru myndir sem tákna skírnina. Þar er held ég ekki vatnskerið en hins vegar förin yfir Rauða hafið og skírn Jesú. (Einar Sigurbjörnsson). SKÍRNARBÆN LÚTHERS Úr Grallaranum, Hólum 1594. Almáttugi, eilífi Guð, þú sem með stríðu þíns réttlætis, hefur með vatnsflóði fyrirdæmt hina vantrúuðu veröld, og með þinni mikilli miskunn frelsaðir hinn trúlynda Nóa og átta sálir með honum (1Mós 7, sbr. 1Pét 3.18– 22) og drekktir hinum harðúðuga Faraó með öllum sínum í Hafinu rauða og fluttir þinn lýð, Ísrael, þurrum fótum þar í gegnum (2Mós 14.15–31), þar með teiknandi þessa laug þinnar tilkomandi skírnar. Og fyrir skírn þíns elskulega sonar, Drottins vors Jesú Krists (Matt 3.13–17), hefur þú bæði Jórdan og öll vötn helgað og innsett til hjálpsamlegs flóðs og ríkulegrar hreinsunar syndanna, vér biðjum þig fyrir sömu þína ósegjanlegu miskunnsemi, að þú virðist þennan N. náðuglega að álíta og hann með réttri trú að gæða, að fyrir þessa heilsusamlegu vatnslaug drekkist af honum og máist það allt sem honum er af Adam meðfætt og hann sjálfur þar til verkað hefur og að hann út af tölu vantrúaðra manna fráskilinn í örk heilagrar kristni þurr og öruggur varðveittur verði, jafnan með glóanda anda og glaðværri von þínu nafni þjóni svo hann með öllum trúlyndum maklegur verði að öðlast eilíft líf þíns fyrirheits, fyrir Jesúm Krist, vorn Drottin.17 ÚR ÚTTEKTUM HÓLADÓMKIRKJU Halldórukirkja 1627–1758: 1628: Fonthúfa yfir fonti, koparkross. (Bps. B VIII 4) 1657: Fonthúfa yfir fonti, koparkross lítill. (Bps. B VIII 4 og 5) 1685: Fonthúfa yfir fonti, koparkross lítill. . . . / Hér að auki auglýsist að sá háverðugi sálugur herra Gísli Þorláks- son (loflegrar minningar) hefði dóm- kirkjunni til eignar og ornamenta aukalagt þetta eftirfylgjandi, svo sem það var nú sýnt, afhent og framborið: . . . 8. Vandað og merkilega úthöggvið verk á skírnarfontinum. (Jón Þ. Þór, 147 og 150, leiðrétt: afsent > afhent) 1692: . . . skírnarfontur með vandað verk og vel úthöggvið, virki eður grind þar umhverfis, vel vandað og gjört með flötu pílárasmíði og listum, hurð fyrir á veltum, allt farvað með fjalatröppum í botni, himinn yfir úthöggvinn farvaður, og þetta allt merkilega um- vendað, sem sálugi herra biskupinn m(agister) Jón [Vigfússon] gjöra lét. (JÞÞ, 176) 1698: Hér að auki auglýsist að sá sál(ugi) Herra, Hr. Gísli Thorláksson, hafði dómkirkjunni til eignar og orna- menta aukalagt þetta eftirfylgjandi: . . . og merkilega úthöggvið verk á skírnar- fontinn, . . . Hér að auki hefur eðla göfug matróna, Guðríður Þórðardóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.