Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 177

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 177
SUMARFERÐ TIL SKAGAFJARÐAR 1947 177 annar stýrimaður. Ekki losnaði báturinn, því reipið var fast í blökkinni og skipverji einn hljóp inn í kabyssu og hjó reipið með kjötexi. „De norske sönner de kann nok“, hrópaði hún. Báturinn féll um leið, og aldan skellti honum að skipinu svo að hann brotnaði. Þarna sátum við í sjó og mamma skipaði pabba að ausa. Ekkert var austurtrogið en hann tók húfu stýrimannsins sem flaut og fór að ausa. Sjórinn var ekki kaldur, sagði hann seinna. Hann fann að einhver góndi á hann og þá var það refur sem kom syndandi. Var hann með augu úr gleri og eign kokksins. Þá fórum við öll að hlæja. Mér hafði verið sagt að við ættum að skipta um bát, en ég var óánægð með það, því kokkurinn hafði lofað mér kjötbollum næsta dag. Mamma sagðist hafa vonast til að Guð gæfi mér einhvern tíma kjötbollur. Pabbi sá þrjú seglskip við sjóndeildarhringinn, en ein selveiðiskútan var komin nær til aðstoðar. Það var D/S Furenak. Veiðimennirnir helltu olíu í sjóinn til að lægja öldurnar. Furenak veltist svo að sást í botninn á henni, en um borð stóðu menn reiðubúnir að stökkva í sjóinn til að ná okkur upp úr. Við komumst heil um borð og pabbi lýsti því hvernig hann greip um rör, sem reyndist heitt, hélt fast, grét og ældi. Hann hafði aldrei verið eins hamingjusamur. Sjópróf Í SJÓPRÓFUM sem haldin voru í Bergen 27. ágúst, er sagt að vindur hafi verið á suðvestan, „sterk kuling med höy sjö.” Þá er því lýst hvernig boð bárust kl. 20:00 um talstöð að vélin í Skårholmen væri komin í lag. Samstundis fékk skipstjórinn að vita að vélarúmið á Rovena væri fullt af sjó og vélin stönsuð. Vélstjóri segir frá því að annar vélstjóri hafi fyrst kallað á sig kl. 18:30 þegar sjór spýttist úr kæliröri, því að lok var farið af. Vatnið steig yfir vélarúmsgólfið, en dælurnar gengu. Þeim tókst að setja trétappa sem lok og hann hélst allan tímann. Lækkaði svo vatnsborðið niður á gólf. Vélstjóri fór að fá sér að borða áður en hann færi á vakt, en aftur var kallað á hann. Dælurnar gengu áfram, en nú steig sjórinn upp að vélaröxlum og gólfplöturnar lyftust. Leki virtist vera kominn á botninn undir vélinni og ekki var hægt annað en að stöðva hana. Það var gert kl. 20:15, sem sagt á háttatíma okkar. Ekki tókst vélstjóra að finna lekann og varð hann að fara upp þegar vatnið steig honum að mitti, komið yfir dælurnar. Skipstjóri og fyrsti stýrimaður björguðu pappírsgögnum skipsins og einhverju af fötum okkar, enda var setustofan á dekkinu. Þeir yfirgáfu síðastir Rovenu kl. 22:15 en bátsmaður af Skårholmen náði Vélskipið Furenak í Leirvík á Hjaltlandi sumarið 1968. Skipið var margsinnis endur- bætt og mikið endurbyggt á sjötta áratugnum og var síðast komið með 750 hestafla vél. Því var að endingu sökkt 17. nóvember 1983. Eig. myndar: Shetlands Museum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.