Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 182
SKAGFIRÐINGABÓK
182
væri að plata í botninum hefði losnað
í illviðrinu. Botnventill var lokaður.
Enginn hljóðmerki bárust og vélin vann
eðlilega þar til hún var stöðvuð. Ætli
það hafi bara ekki reynt of mikið á þetta
gamla skip?
Varðveitt eru einnig gögn um aðstoð
við áhöfnina. Í Álasundi fékk pabbi
tilboð um hjálp frá ríkinu, en vildi ekki
þiggja, enda hafði hann ekki greitt fyrir
ferðina. Mun það hafa verið skráningar-
maðurinn sem talaði við hann, en
hann fékk peninga frá skattstjóra til
að útvega áhöfninni gistingu, fatnað
og farmiða heim til sín. Skattstjóri
sendi svo allar nótur, samtals upp á kr.
6.509,40 til verslunarráðuneytisins í
Osló og fékk áminningu í hausinn.
Einn skipverja hafði ekki bara fengið
„förstehåndsoppdressing” heldur tvenna
sokka. Útgerðarmenn seglskútna skrifuðu
einnig og báðu um fæðispeninga fyrir
dagana um borð og vildu þeir fá 8 kr. á
mann. Ráðuneytið svaraði því að fyrir
farþega greiddi ríkið ekki, sjúklingar ættu
að snúa sér til útgerðar sinnar en fyrir
yfirmenn væru fæðispeningar 5 kr. en
fyrir háseta 3 kr. Kerfið var flókið þá og
er kannski enn. Á skútunum sá áhöfnin
sér sjálf fyrir fæði. Erfitt er að hugsa sér
mismunandi mat handa öllu fólkinu um
borð í Furenak á heimleið. Ekki held ég
að pabbi hafi greitt neitt.
Einn sjúklingurinn hafði orðið síð-
astur að reyna að fá föt í Álasundi, en
fékk ekkert því að ekki var meira til
af fatnaði. Honum tókst að fá föt og
annað í Bergen, en þá var það ekki fyrsti
áfangastaður eftir slys og þá gilda aðrar
reglur. Veiðimaðurinn veiki sótti líka um
aðstoð og lýsti því að hann hafði tapað
svo miklu af fötum því hann hafði verið
á veiðum við Grænland.
Ekkert veit ég um tryggingarmál eða
hvort greiðslur voru sendar til Furenaks
fyrir björgunina. Eftir sjóslysið lét
skipstjórinn ekki sjá sig og aldrei heyrðist
neitt frá útgerðinni. Þá fórum við Pétur
til Marinemuseum á Karl-Johansvern
í Horten, þar sem voru bækistöðvar
norska sjóhersins. Í sjóminjasafninu var
til sýnis líkan af Heimdal, teikningar og
Peter Ottosson t.v. og Perry
Jarnes að skoða bókina
góðu árið 2004.
Ljósm.: Nanna Hermansson