Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 188

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 188
SKAGFIRÐINGABÓK 188 Endurfundir MÉR HEFUR ávallt, frá því ég fyrst man eftir mér, þótt vænt um allar skepnur, en oftast tekið hestana fram yfir annað. Þess vegna ætla ég að segja lítillega frá hesti, sem mér þótti mjög vænt um þegar ég var unglingur. Í Skagafirði var siður víðast hvar, þótt ekki sé hann góður, að láta flestöll hross ganga úti, meðan þess var kostur. Svo var með þennan hest, því þegar hann var 6 vetra hafði hann aldrei komið undir húsþak og ekkert fengið hjá mannshöndinni nema moð og rekju undir húsvegginn í verstu hríðunum. En um vorið, þegar hann var 6 vetra, átti að fara að temja hann. Stóðið var rekið heim í rétt, en ekki tókst að leggja beisli við hann, svo hann var rekinn inn í hús með fleirum. Þá var hann beislaður. En hvílík hræðsla, sem þá skein út úr fallegu dökku augunum hans þar sem hann stóð og skalf eftir átökin og hve hann var fallegur, ljósgrár á skrokk, dökkt tagl og fax og svo hnarrreistur, sem nokkur hestur getur verið. Um sumarið var hann lítið taminn. Piltarnir sögðu að hann væri óþekkur og alltaf var hann jafn styggur. Ég skipti mér ekkert af honum nema strauk hann og klappaði þegar hann var heima. En um veturinn eftir fannst fóstra mínum óþarft að taka hann með tömdu hestunum, þótt hann væri með þeim, hélt að hann gæti gengið með stóðinu eins og hann hefði gjört. Auminginn stóð því undir veggnum þegar búið var að láta hina hestana inn, en þá fór ég að kenna í brjósti um hann fyrir alvöru. Ég náði mér í töðutuggu í svuntuna og fór með hana til hans, en hann var svo hræddur að ég komst ekki nálægt honum, svo ég skildi töðuna eftir og rak hann þangað, en mér sýndist hann líta þakklátlega til mín þegar ég fór. Svona gekk þetta nokkur kvöld, nema hann var farinn að éta úr svuntu minni og koma á móti mér. Svo gat ég loks fengið fóstra minn til að lofa honum að vera inni með hinum Sumarnótt í Skagafirði. Dalalæðan hylur Eylendið en Hegranesið byrgir sýn til hafsins. Ljósm.: Hjalti Pálsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.