Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 11.03.2016, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 11.03.2016, Qupperneq 14
Óvissa Móðir einhverfrar stúlku segir óvissuna versta Heildarfjöldi einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir sem voru á biðlista eftir sértæku húsnæði hjá Reykjavíkurborg 1. janúar 2016 er alls 135. ur sem þekkir vel til í þessum málaflokki. „Einhverft fólk á erfitt með að lesa í aðstæður og átta sig á fólki. Það er því hrekklausara og saklausara en gerist og gengur og verður oft fyrir barðinu á allskyns misnotkun eða leiðist út í skaðlega hegðun. Utangarðsmenn framtíðarinnar Hluti af þessu fólki verður utan- garðsmenn framtíðarinnar ef það fær ekki hjálp,“ segir Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. „Þau hafa tungumálið og greindina, en þau geta ekki haldið utan um sitt líf. Aðrir unglingar láta þau stundum skrifa upp á víxla, taka smálán eða tæma bankakortin sín, þá fá ungar stúlkur á einhverfurófi ýmis tilboð á samfélagsmiðlum. Það vantar miklu meiri forvarnir og fræðslu fyrir þennan hóp. Það er mikil hætta á misnotkun.“ Felix segir að tugir einhverfra séu utangarðs eða í raunveru- legri hættu á að verða það vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er æði margt sem þessi hópur glímir við. Mörg þeirra eru með væga þroska- skerðingu og geta því orðið auðveld bráð ýmissa óþokka. Mörg þeirra eiga erfitt með að gera sér grein fyrir langtíma afleiðingum gerða sinna. Sum hafa búið við lang- varandi einelti alla sína ævi. Mörg koma frá brotnum heimilum. Svo hefur kerfið brugðist þeim. Þau hafa ekki fengið þá hjálp sem þau þurftu sem börn og unglingar.“ Hann bendir á að það sé ansi fjölbreyttur hópur fólks með slíkar skerðingar sem hafi ekki fengið hjálp við hæfi. „Sumir eru inn og út af geðdeild, eru þar í reglulegri krísuinnlögn án þess að fá nokkra bót til lengri tíma litið. Aðrir eru meira og minna „á götunni“, verða fíkniefnum, áfengi og smáglæpum að bráð. Enn aðrir eru lyfjaðir fram úr hófi þannig að þeir verða sinnu- lausir og þægir. Enn aðrir búa við daglegt ofbeldi og þvinganir. Sumir eru settir í ótímabundna öryggis- vistun og búa við minna frelsi en fangar á Hrauninu.“ Fá ekki búsetu og stuðning við hæfi Guðmundur Fylkisson lögreglu- maður, sem hefur starfað að mál- efnum týndu barnanna, segist Flokkur 1 60 (Þarf litla þjónustu) Flokkur 2 38 (Þarf meðalþjónustu) Flokkur 3 37 (Þarf mikla þjónustu) „Ég á 19 ára stelpu sem er á einhverfurófinu og með mótþróaþrjóskuröskun sem hefur beðið eftir húsnæði hjá borginni í rúmt ár,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, her- ferðarstjóri hjá Amnesty. Hún segir að álagið hafi alla tíð verið gríðarlegt. „Ég hef þurft að berjast alla tíð með kjafti og klóm fyrir því að hún fái þá grunnþjón- ustu sem hún á rétt á. Þetta álag getur sannarlega á stundum keyrt mann í kaf. Þótt ég vinni hundrað prósent vinnu í baráttunni gegn grófum mannréttindabrotum víða um heim, hefur álagið í tengslum við baráttuna fyrir hönd dóttur minnar reynt mun meira á. Þegar ég er ekki í vinnunni, er ég í sím- anum, að skrifa tölvupósta eða sitjandi á fundum vegna málefna hennar.“ Hún segist þó hafa talið þetta sjálfsagt eins og flestir foreldrar barna með frávik, en stundum eigi hún ekkert eftir. „Ég er ekki eina foreldrið í þessari stöðu, það er ekki næga hjálp að fá, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um réttinn til þjónustu og aðstoð fyrir fólk með fötlun til að geta lifað mannsæm- andi lífi og með reisn.“ Hún segir að þetta hafi bitnað mikið á samkomulagi þeirra mæðgna og sambúðin hafi á köfl- um verið erfið. „Við höfum lengst af bara verið tvær og núna bara er ég við það að gefast upp.“ Bryndís segir að þegar dóttir hennar greindist á einhverfuróf- inu átta ára, hafi greiningin verið það eina sem stóð til boða. „Við vorum í algeru tómarúmi, ég vissi ekki hvað ég átti að gera við þessa vitneskju. Ég var nýflutt hingað til landsins frá Brussel, þar fékk hún mun meiri aðstoð, sem venjulegur nemandi með vanda, það sat með henni sérkennari allan daginn inni í tímum. Hér stóð okkur engin hjálp til boða. Dóttir mín er ekki í harðri neyslu en eins og margir aðrir, er hún í miklum áhættuhópi, Þessir krakkar bera ekki fötlunina utan á sér en þau eiga erfitt með að greina rétt frá röngu, og þau eru útsett fyrir ýmiskonar misnotkun bæði hvað varðar kynferðisof- Ég er ekki eina mamman sem hefur gefist upp Bryndís Bjarnadóttir segist hafa þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir öllu varðandi dóttur sína. beldi og fjársvik. Ég er alltaf hrædd um hana, það eru menn þarna úti sem svífast einskis og misnota að þær kunna ekki að verja sig. Sumar þessara stelpna leiðast út í vændi eða ofbeldissambönd, það er sjaldan talað um það, en þannig er það.” Hún segir að það hafi ekki gefið góða raun að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaga. „Bara sú staðreynd að sveitarfélög hafi ekki öll sömu burði þegar kemur að því að veita þjónustu, geri það að verkum að fólki sé mismunað gróflega. Reykjavíkurborg verður strax að fara að finna varanlegar lausn á búsetu fyrir fólk með einhverfu, það gengur ekki að tugir þeirra fái enga úrlausn sinna mála. Þau passa ekki inn í búsetu með fólki með geðraskanir. Það þarf að bregðast við þessu sára kalli, gyrða sig í brók og finna almennilega lausn á búsetuvanda einhverfra.“ Bryndís minnir á að samkvæmt lögum eigi einhverfir og aðrir með skyldar raskanir rétt á sértækri þjónustu og búsetuúrræðum sem búa í haginn fyrir sjálfstætt og mannsæmandi líf. „Ísland er líka aðili að alþjóðlegum sáttmálum eins og samningi Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðra sem nú er í fullgildingarferli og lýkur von- andi sem fyrst. Fjöldinn allur af ESB tilskipunum leggur bann við mismunun á grundvelli fötlunar og Mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna segir að allir séu bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Ef Ísland ætlar enn að státa sig af því að vera velferðarsamfélag verður hug- myndin um samfélag án aðgrein- ingar og mismununar að verða að veruleika. Eitt skref í þá átt er að tryggja fólki með fötlun búsetuúr- ræði án tafar. Bara óvissan um framtíðina fer mjög illa með dóttur mína.“ Þessir krakkar bera ekki fötlunina utan á sér en þau eiga erfitt með að greina rétt frá röngu, og þau eru útsett fyrir ýmiskonar misnotkun bæði hvað varðar kynferðisofbeldi og fjársvik. Ég er alltaf hrædd um hana. * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - o k t ó b e r ALICANTE 17.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - j ú n í & s e p t . - o k t . AMSTERDAM 9.999 kr.f rá * 14 | Fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.