Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 16
Mynd | Rut
„Það má segja að sakleysið sé
þeirra mesta fötlun, þau eru
í stórhættu á götunni,“ segir
Guðrún Bryndís Karlsdóttir
sem á einhverfan son sem er
um tvítugt. Einhverfu fólki
er hættara við að sækja í
hvers kyns áhættuhegðun
en það getur verið erfitt að fá
viðeigandi hjálp þegar það
lendir í þroti.
Guðrún Bryndís segir að sonur
sinn hafi átt erfitt með að fóta sig
í Hlíðaskóla, sem sé skóli án að-
greiningar. „Hann er ekki læs á
tilfinningar annarra, aðstæður eða
svipbrigði, hann getur ekki varist
þeim sem vilja nota hann og hafa
gott af honum,“ segir hún. „Það
virðist vera sem ákveðnir einstak-
lingar nái strax tökum á þessum
börnum. Þau langar svo mikið að
vera samþykkt og viðurkennd og
reyna að kaupa sér samþykki með
öllum ráðum. Það er hægt að láta
þau kaupa fíkniefni, jafnvel stela,
þau gera hvað sem er.“
Vísað af geðdeildinni
Hún segir að sonur sinn hafi farið
að fá örorkubætur 18 ára. Skóla-
félagi hans úr grunnskóla hafi þá
farið að hafa samband við hann og
fengið hann til að kaupa kanna-
bis fyrir sig og vini sína. Neyslan
hafi fljótlega farið úr böndunum.
„Við reyndum allt til að ná til hans
en allt kom fyrir ekki. Hann var
orðinn mjög ólíkur sjálfum sér og
farinn að vera ofbeldisfullur heima
fyrir.“
Guðrún Bryndís segir að haustið
2013 hafi sonur sinn farið í meðferð
á Vog, á unglingaganginn. „Honum
var ekki boðið að fara í framhalds-
meðferð enda skildi hann hvorki
meðferðina né hvað var almennt
að gerast í kringum hann,“ segir
hún.
„Þegar hann var tvítugur fórum
við með hann á geðdeild, að ráði
sálfræðings sem hann gekk til um
tíma. Læknarnir þar ákváðu að
leggja hann inn á geðgjörgæslu
og svipta hann sjálfræði í 48 tíma
vegna gruns um geðrof af völdum
kannabisneyslu. Þar sem hann
var ekki með dæmigerð einkenni
geðrofs, var hann eftir tæpa viku
útskrifaður af geðdeild og vísað á
Vog.
Uppgefin ástæða útskriftarinnar
var undirliggjandi einhverfa sem
væri ekki geðsjúkdómur og því ætti
hann ekki erindi á geðdeild. Þá var
okkur sagt að hegðun hans gerði
aðra sjúklinga órólega, hann gengi
um gólf í sífellu og það truflaði
aðra.
Meðan á þessu stóð millifærði
gamli skólafélaginn peninga af
reikningi sonar míns og hótaði
okkur, foreldrum hans og systk-
inum, íkveikju, nauðgunum, morði
og líkamsmeiðingum, ef við skipt-
um okkur af. Við gáfum skýrslu hjá
lögreglu um fjárdráttinn, en var
sagt að þar sem sonur okkar væri
fjárráða yrði hann að kæra sjálfur
og gefa skýrslu. Það vildi hann ekki
gera enda skilur hann ekki hug-
takið misnotkun og er auk þess
dauðhræddur við félagann sem var
á skilorði fyrir önnur brot.
Hvarf með ferðatöskuna
Guðrún Bryndís segir að á eftir
innlögnina á geðdeildina hafi
sonur sinn ætlað á Vog, ferðataska
með náttfötum og tilheyrandi hafi
komin út í bíl. „Þegar við gengum
að bílnum hringdi síminn hans og
hann tók strikið og hvarf, lét ekki
sjá sig meira þann daginn. Helgina
eftir hvarf hann með ferðatöskuna,
hann svaraði ekki síma og við
vissum ekki hvað varð af honum.
Ég hringdi í hann á hverjum degi
og þegar hann svaraði mér loksins,
var hann í herbergi á gistiheimili
við Hverfisgötu sem skólafélaginn
Móðir einhverfs manns í vímuefnavanda segir að hann fái enga hjálp
Er verið að
framleiða fatlað
útigangsfólk?
Guðrún Bryndís Karlsdóttir segir að syni sínum hafi
verið ekið á bensínstöð í Hafnarfirði eftir meðferð í
Krýsuvík og hann skilinn þar eftir með ferðatösku.
var búinn og hann hafði ekkert
borðað í nokkra daga. Hann féllst
á að koma heim að borða og í lok
mánaðarins kom hann alkomin
heim, mjög vannærður. Næstu
mánuðir voru skelfilegir, í byrjun
mánaða þar til peningarnir hans
voru búnir var hann vinsæll meðal
félaganna. Hann var mjög tortrygg-
inn gagnvart fjölskyldunni og ásak-
aði okkur um að hafa lagt hann inn
á geðdeild. Hann kom ítrekað heim
þannig að það stórsá á honum í
andliti, hann haltraði og fötin hans
rifin með sparkförum. Hann hefur
ekki getu til að berja frá sér og einu
áverkarnir á höndum hans voru í
lófunum, rispur vegna falls. Skýr-
ingin sem hann gaf var að hann
hafi dottið.“
Skilinn eftir á bensínstöð
Hún segist hafa gert á þessu
tímabili ítrekaðar tilraunir til að
fá réttindagæslumann fatlaðra í
Reykjavík til að bregðast við – þær
tilraunir hafi reynst árangurs-
lausar.
„Við óskuðum aftur eftir innlögn
á Vog, en þar sem hann hafði ekki
mætt á þriðjudeginum eftir útskrift
á geðdeild þurfti hann að bíða í,
minnir mig, þangað til í september.
Þegar ég fékk loksins samband við
fulltrúann hans, var hægt að koma
upplýsingum um einhverfu hans til
skila. – Dvölin á Vogi var 10 dagar,
en aftur var honum ekki boðið upp
á eftirmeðferð.
Þegar öll sund virtust lokuð var
bent á Krýsuvík og langtímameð-
ferðina þar. Hann fékk þar inni en
var vísað út eftir tvær vikur vegna
einhverfunnar. Við höfðum beðið
Félagsþjónustuna um að veita
honum liðveislu fyrir fatlaða inni
á Krýsuvík en það vildu þeir ekki
þar sem Krýsuvík tilheyrði öðru
sveitarfélagi.
Þegar hann yfirgaf meðferðina
þar var honum ekið á bensínstöð,
þar var hann skilinn eftir með
ferðatösku. „Borgin hafði lofað að
láta hann hafa íbúð en þó ekki ef
hann gæti búið hjá foreldrum,“
segir Guðrún Bryndís. „Hann vildi
því ekki koma heim en fékk að fara
til afa síns, þar sem hann átti að
dvelja í nokkra daga, meðan hann
biði eftir íbúð. Síðan er liðið rúmt
ár og hann er enn að bíða. Mér
skilst að fimm einhverfir kannabis-
neytendur séu að bíða eftir búsetu-
úrræðum hjá borginni en engin
neyðarúrræði eru til staðar.
Á meðan gerist ekkert í hans
málum. Hann fær liðveislu heim
til afa síns, þrisvar í viku. Ef hann
byggi einn í íbúð fengi hann
miklu meiri þjónustu. Það er ver-
ið að spara á aðstandendum og
þannig brenna þeir hraðar upp.
Að mínu viti er verið að framleiða
fatlað útigangsfólk með þessari
vanrækslu.“
hafði reddað honum. Eftir tvær
vikur þar var hann búinn að fá yfir-
drátt og taka öll möguleg smálán
og afhenda vininum. Peningurinn
Hann var mjög
tortrygginn gagn-
vart fjölskyldunni og
ásakaði okkur um
að hafa lagt hann
inn á geðdeild. Hann
kom ítrekað heim
þannig að það stórsá
á honum í andliti,
hann haltraði og
fötin hans rifin með
sparkförum.
Þú færð
pottþétt starf
Í verk- og tækninámi bjóða ölmörg fyrirtæki upp á
vinnustaðanám þar sem þú öðlast dýrmæta starfsreynslu.
Að námi loknu standa þér til boða ótal spennandi og vel launuð
störf, þú hlýtur alþjóðlega viðurkennd starfsréttindi og auk þess
góðan grunn að ölbreyttu framhaldsnámi.
Fleiri en 160 fyrirtæki í iðnaði hafa lýst yr vilja til að ea
vinnustaðanám. Kynntu þér málið á www.si.is.
Samtök iðnaðarins 2016 | 591 0100
16 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016