Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 27

Fréttatíminn - 11.03.2016, Page 27
Fullkomnaðu augnablikið með ljúffengri sælkeraköku. – Láttu það eftir þér! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 6- 04 29 Guðmundi Steingrímssyni hjá Bjartri framtíð fram frumvarp til stjórnskipunarlaga með sérákvæði um breytingu stjórnarskrár. „Frumvarp þetta er flutt í þeim til- gangi að ná sem víðtækastri sátt á Alþingi um framhald og lyktir þeirrar víðtæku endurskoðunar stjórnarskrárinnar sem staðið hef- ur undanfarin ár,“ segir í greinar- gerð frumvarpsins. Árni Páll hefur því lagt nokkuð á sig til að koma málum á núverandi stað. Fyrir er staða Árna Páls veik innan flokksins og því getur and- staða við tillögur stjórnarskrár- nefndar veikt formanninn enn fremur. Þess ber þó að geta að sáttin var ekki víðtækari en svo að frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum á þingi. Strax við sam- þykkt mátti því vera ljóst að engin „víðtæk sátt“ ríkti um þessar lyktir mála. Í atkvæðagreiðslu um málið mátti þegar sjá að Árni Páll hafði ekki tryggt stuðning eigin flokksmanna við sáttatil- löguna sína. Meðal þeirra sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna voru Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi formaður Samfylkingar- innar, Mörður Árnason, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Þá er vert að benda á að sáttahugur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var ekki meiri en svo að bæði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og nú fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, sátu hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarp og þingsályktunartillögu sem boða átti víðtæka sátt um stjórnarskrár- breytingar. Stjórnalagaráðsfulltrúi vill heildarendurskoðun „Ég er frekar neikvæður á að þessar tillögur séu til framdrátt- ar,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, nefndarmaður í stjórnlagaráði og gjaldkeri Samfylkingarinnar, um tillögur stjórnarskrárnefndar. „Ég tel aðalatriði málsins að við náum að klára heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjör- tímabili. Ég er að vonast til þess að stjórnarandstaðan nái vel saman um það markmið og geti unnið að því. Ég vil þá bara að við einhend- um okkur í það að klára málið í lýðræðislegu ferli eins og var á síðasta kjörtímabili.“ Vilhjálmur segir að tillögur stjórnarskrárnefndar séu ekki það góðar að forsvaranlegt sé að hætta á að vinna verði í stjórnar- skrá árum og jafnvel áratugum saman. „Ég held að samþykkt þessarar tillögu stjórnarskrár- nefndar sé ekki varða á leiðinni til heildarendurskoðunar stjórnar- skrárinnar. Þetta eru ekki nógu góð ákvæði til að standa í stjórnar- skránni, hugsanlega í áratugi, ef mistekst að ná fram heildarendur- skoðun. Ég held að flokkarnir sem raunverulega vilja nýja stjórnar- skrá eigi ekki að rugla kjósendur með því að samþykkja eitthvað sem er ekki gott núna með þeim formerkjum að breyta eigi aftur á næsta kjörtímabili.“ Vilhjálmur segir að af því sem komið hafi úr stjórnarskrárnefnd forsætisráðuneytisins sé þjóðarat- kvæðagreiðsluákvæðið „þolanleg- ast“ af vinnu nefndarinnar.„Vissu- lega er það svo að í samanburði við 26. grein stjórnarskrárinnar [málskotsrétt forseta], eins og hún stendur í dag, þá er hún framför. Hinsvegar má alveg spyrja sig ef flokkarnir eru allir tilbúnir í það að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu, að frumkvæði kjósenda, spyr maður sig hvers vegna þeir gera það ekki bara með gömlu aðferð- inni. Það er að segja með því að samþykkja stjórnarskrárbreytingu núna í lok kjörtímabilsins og hún yrði svo staðfest af nýju þingi eftir næstu kosningar. Hvers vegna þarf að fara með það í þjóðaratkvæða- greiðslu?“ Afturhaldsöflin sátt Valgerður Bjarnadóttir, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í stjórnarskrárnefnd, hefur bent á að vinna nefndarinnar sé langt frá því að vera byltingarkennd. Hún segir, í grein sem birtist í vefritinu Herðubreið, nefndina hafa starfað af heilindum en útkoman sé það sem hún er. „Þetta var engin svikanefnd, eins og einhverjir vilja halda fram. Allir störfuðu af heilindum, enginn gekk frá borði. Að leikslokum er útkoman augljós. Útkoman er sú sem aft- urhaldsöflin geta fallist á. Gjörið svo vel.“ Valgerður gengur lengra og tekur hverja tillögu nefndarinnar fyrir. Um auðlindaákvæðistillöguna segir hún: „Ég óttast það ákvæði ekki. Tekinn er af allur vafi um að auðlindin er í eigu þjóðarinnar, það skiptir höfuðmáli. Ég er ósammála þeim sem segja að ákvæðið rammi inn kvótakerfið.“ Þjóðaratkvæða- greiðsluákvæðið segir hún gamaldags og jafnvel úrelt. „Einungis má kalla eftir atkvæðagreiðslum um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Þröskuldur, sem segir að 25 % atkvæðisbærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögum til þess að þau séu felld úr gildi, er of hár.“ Um ákvæði um náttúru og umhverfisnefnd segir Val- gerður að minnstur ágreiningur hafi verið um meðal nefndarmanna. „Á lokametr- unum voru hins vegar uppi kröfur um orðalag um inntak og afmörkun almanna- réttar. Sú umræða endaði með að eftir- farandi setningu var bætt inn í ákvæðið: Mælt skal nánar fyrir í lögum um inntak og afmörkun almannaréttar. – Ég óttast nokkuð þetta orðalag þar sem mér finnst það mjög óljóst og átta mig, satt að segja, ekki alveg á hvaða hagsmuni er verið að verja, en tel þó að það séu hagsmunir landeigenda.“ Valgerður Bjarnadótt- ir, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í stjórnar- skrárnefnd, hefur sagt tillögur nefndar- innar úreltar og það sem afturhaldsöflin geti fallist á. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, er einn höfunda sáttarinnar sem stjórnarskrárnefnd átti að boða. |27fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.