Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 11.03.2016, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 11.03.2016, Qupperneq 50
Mynd | Hari Jónmundur Grétarsson leikari er Íslendingur í húð og hár þótt hann hafi fæðst á Sri Lanka, enda var hann alkominn til Íslands þriggja vikna gamall. Hann segist aldrei hafa haft neina þörf fyrir að grafast fyrir um uppruna sinn, það myndi ekki bæta neinu við sjálfs- myndina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega áhugasamur um að fara til Sri Lanka einu sinni, en núna undan­ farin ár hef ég samt farið að velta því fyrir mér að auðvitað ætti mað­ ur að fara og skoða landið þar sem maður fæddist,“ segir Jónmundur Grétarsson spurður hvort hann langi ekki að sjá hvaðan hann kemur. „Ég hef engan áhuga á því að leita að blóðforeldrum mínum, ég á bara mína íslensku foreldra og sakna einskis. Kannski spilar inn í hversu ungur ég var þegar ég kom til þeirra, ég hef orðið var við það hjá öðrum ættleiddum krökkum sem ég þekki að eftir því sem þau voru eldri þegar þau voru ættleidd virðast þau hafa meiri þörf fyrir að leita blóðforeldranna.“ Ekki æsa helvítis negrann Jónmundur ólst upp í Vesturbæn­ um, gekk í Grandaskóla og spilaði fótbolta með KR. Hann segist ekki hafa upplifað neina fordóma sem höfðu djúp áhrif á hann í upp­ vextinum og ekki litið á sig sem neitt öðruvísi en hina krakkana. Það var því meiriháttar áfall þegar sundlaugarvörður í Vesturbæjar­ lauginni kallaði hann negra þegar hann var tólf ára gamall. „Ég var að fara í skólasund og var á línuskautum inni, sem var víst bannað. Sundlaugarvörðurinn henti mér út og þegar ég var kom­ inn úr línuskautunum og ætlaði að fá að fara aftur inn voru krakk­ arnir í bekknum að reyna að opna fyrir mér. Sundlaugarvörðurinn hins vegar stóð fyrir hurðinni og öskraði á krakkana að þau ættu ekki að vera að æsa þennan hel­ vítis negra upp. Þá fyrst kveikti ég á einhverju, fór bara að hágráta, línuskautaði heim og sagði pabba og mömmu frá þessu. Það varð auðvitað allt vitlaust. Ég held þetta hafi verið ennþá meira sjokk vegna þess að þetta var fullorð­ inn maður, örugglega um sjötugt, hann hlaut að vita um hvað hann var að tala.“ Flóttamaður í einhverjum skilningi Jónmundur segist svo sem hafa lent í fordómum síðan þetta var, sérstaklega í sambandi við fót­ boltaleiki, en hann spilaði með KR alveg þangað til hann flutti í Garða­ bæinn 15 ára gamall. „Maður lenti í rasisma á hverju sumri í kringum fótboltaleikina, annað hvort frá áhorfendum eða leikmönnum í öðrum liðum. Ég held samt að það sé verra úti á landi, allavega varð ég meira var við þetta þar.“ Spurður hvort hann upplifi að fordómarnir hafi aukist undan­ farin ár í kjölfar aukinnar umræðu um ásókn flóttamanna og inn­ flytjenda segir Jónmundur að það sé ekki hægt að neita því. „Ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif öll þessi neikvæða umfjöllun hefur. Nú er ég bara Íslendingur og lít á mig sem slíkan, en fyrir þann sem haldinn eru þessum fordómum er ég innflytjandi og hann kemur fram við mig sem slíkan. Auðvit­ að má segja að ég sé flóttamaður í einhverjum skilningi, ég var svo heppinn að fá tækifæri til að koma hingað og alast hér upp, þannig að ég vil bara að við hjálpum þessu fólki eins mikið og við getum. For­ dómar eitra allt.“ Ekki innflytjandi með hreim Jónmundur vinnur nú að fjár­ mögnun uppsetningar á leikritinu Disgraced eftir Ayad Akhtar þar sem meginstefið er einmitt þeir lega að segja leigubílstjórum eða öðrum ókunnugum ævisögu sína í smáatriðum, þótt uppruni minn hafi aldrei verið feimnis­ eða launungarmál. Fjölskyldur eru alls konar og verða til með ýmsum hætti og það hefur aldrei verið neitt tiltökumál heima að við systkinin séum ættleidd.“ Spurð hvort hún hafi ekki farið að velta upprunanum meira fyrir sér þegar hún varð sjálf móðir segir Heiða Björg að það eina sem hún hafi stundum velt fyrir sér í sambandi við það sé hvort hún beri kannski einhver sjúkdóms­ gen sem hún viti ekki af. „Það er það eina. Ég hélt kannski að ég yrði uppteknari af þessu eftir að ég eignaðist börn, en það gerðist ekki. Ég er sjálf hraust, sjö, níu, þrettán, og maður getur heldur ekki drepið sig á áhyggjum af öllum hlutum. Það kemur þá bara í ljós.“ Öðruvísi birting fordóma gagn- vart stelpum Heiða Björg segist ekki hafa upp­ lifað aukna fordóma gagnvart öðrum kynþáttum á eigin skinni en auðvitað viti hún að það sé fullt af fordómum í samfélaginu. „Maður sér meiri fordóma í um­ ræðunni, í fréttum og á netinu en ég hef ekki orðið fyrir þeim beint. Svo er spurningin auð­ vitað alltaf: hvað eru fordómar? Það eru fordómar þegar einhver hrópar að þér ókvæðisorðum, já, en eru það fordómar þegar ein­ hver horfir á þig og heldur sjálf­ krafa að þú sért útlensk? Eða eru það fordómar þegar þú heldur að einhver sé ekki eins klár eða ekki eins duglegur af því hann er af öðrum kynþætti? Ég hef alveg orðið fyrir þannig fordómum, en það hefur aldrei verið hrópað að mér ókvæðisorðum. Bróðir minn hefur hins vegar lent í því, og kannski er þetta almennt erfiðara fyrir stráka. Fordómarnir sem stelpurnar verða fyrir eru dálítið öðruvísi, ég held til dæmis að ég sé eina í vinkvennahópnum mínum sem hefur lent í því að vera spurð hvað ég kosti. Þetta er kynjaskipt. Einu sinni fór ég í starfsmannaviðtal hjá stórri opin­ berri stofnun og starfsmanna­ stjórinn hrósaði mér sérstaklega fyrir hvað ég talaði góða íslensku. Þegar ég fer í flug er ég alltaf ávörpuð á ensku og svo fram­ vegis. En þetta eru ekki fordómar sem maður tekur neitt inn á sig eða valda manni óþægindum.“ Öll bara manneskjur Þegar hún var yngri var Heiða Björg virk í stjórnmálum, var um tíma varaformaður ungra jafn­ aðarmanna, en hún segir að eftir hrun hafi hún misst áhugann á því að reyna að koma góðu til leiðar á þeim vettvangi. „Á þeim tíma fann maður ekki að póli­ tíkin væri að gera það sem mér finnst hún ætti að vera að gera og ég hef frekar valið að bæta samfélagið í gegnum vinnuna mína heldur en pólitískt starf. En maður á aldrei að segja aldrei og hver veit nema maður eigi eftir að fara aftur inn á þann vettvang. Það umhverfi heillar ekki eins og staðan er núna en auðvitað hræðist maður þennan uppgang fordóma eins og beraðist í síð­ ustu borgarstjórnarkosningum og það væri sannarlega verðugt markmið að taka þátt í pólitík til að reyna að hamla á móti því og fá fólk til að skilja að burtséð frá litarhætti eða trú erum við öll bara manneskjur, meira og minna eins.“ Auðvitað má segja að ég sé flóttamaður í einhverjum skilningi, ég var svo heppinn að fá tækifæri til að koma hingað og alast hér upp. Fordómar eitra allt * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - j ú n í & s e p t . - o k t . LONDON 9.999 kr.f rá * 50 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 20% afsláttur af rafmagns­ verkfærum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.