Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 58

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 58
58 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 Heimili og hönnun AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Katrín Ísfeld innanhússarki- tekt segir að íslensk heimili séu að verða hlýlegri en áður. Sjálf hefur hún búið sér fallegt heimili í Sigvaldahúsi í Álf- heimunum. „Heimilin okkar eru farin að verða hlýlegri eftir strangt minimalískt tímabil. Nú eru þau meira í litum, meira er notað af veggfóðri og margir fallegir aukahlutir eru farnir að sjást, til dæmis blaðplöntur í flottum pott- um. Nú er mottóið að þora og hafa gaman,“ segir Katrín Ísfeld innan- hússarkitekt þegar hún er spurð um strauma og stefnur í hönnun í dag. Katrín lærði í Art Institude of Ford Lauderdale í Flórída og bjó og starfaði í kjölfarið í nokkur ár í Hol- landi. Hún sækir mestan innblástur í hönnun sína til Hollands. Katrín er sjálfstætt starfandi og rekur Stúdíó Ísfeld. Nú er að renna upp sá tími ársins þegar margir fara í framkvæmdahug og Katrín segir að margt spennandi sé í gangi í dag. „Ef fólk er að huga að nýjum gólf- efnum þá er grófur viður mjög vin- sæll. Grófur viður í grá-brúnum lit. Flísar eru sömuleiðis vinsælar í þess- um grábrúnu litum. Flísarnar eru að verða alveg mattar og þær eru gjarn- an stórar með óreglulegu mynstri. Fólk er einnig farið að þora að fá sér mattar flísar í jarðlitum eins og bláum eða grænum.“ Katrín segir að lýsing sé alltaf jafn mikilvæg og fallegasta lýsingin sé fjöl- breytt. Ekki sé lengur inni að hafa allt loftið niðurtekið með innfelldri halo- gen-lýsingu. „Nú eru partar af loftinu teknir niður og fólk leikur sér með díóður og hangandi ljós. Standandi lampar á gólfi og borðlampar eru að sækja í sig veðrið enda gefa þeir heim- ilinu meiri karakter.“ Það getur gert heilmikið fyrir heimilið að mála og segir Katrín að heitustu litirnir um þessar mundir séu blár, blágrár eða blágrænn, vín- rauður og djúpgrænn. „Þetta eru frekar dökkir litir en með vorinu fara að sjást bjartir litir. Þá verða líka bleikir tónar áberandi. Skjannahvít- ur eins og þessi frægi arkitektahvíti er farinn og mátti hann alveg kveðja að sinni. Í staðinn eru komnir ljósir litir sem eru út í ljósgráa og sandliti á móti dökkum veggjum.“ Hún segir jafnframt að veggfóður séu enn að sækja í sig veðrið. „Það er svaka skemmtilegt að sjá hvernig þau hafa þróast út í ýktari mynstur, eins og risaplöntur og dýramynst- ur.“ | hdm Myndir | Hari Grófur viður og mattar flísar á gólfið Katrín Ísfeld innanhússarkitekt hannaði sjálf allt á heimili sínu í Álfheimum og tókst afar vel upp. Grænir og bláir tónar eru á veggjum og veggfóðrið er mjög skemmtilegt. „Fyrir hrun var ég að vinna fyrir byggingarfélag við að kaupa hús og gera þau upp en 2006-7 var orðið ljóst að fasteignaverð gæti ekki farið meira upp svo við ákváðum að slaufa öllu hér og fluttum til Danmerkur,“ segir Tryggvi Einarsson sem sýnir hönnun sína í Sýrusson hönnunarhúsi í Síðu- múla á HönnunarMars. Fjöldi hönn- uða sýnir þar. Tryggvi hefur verið búsettur í Ulf- borg á Jótlandi síðustu ár. „Þetta er sveitaþorp, minna en Hveragarði. Við keyptum hús þar sem var fyrsti bank- inn í bænum. Ég er með fínan pen- ingaskáp en hann er nú bara fullur af rauðvíni.“ Tryggvi segir að hann hafi byrjað að hanna garðbekki og sitthvað fleira til að lífga upp á garðinn sinn. „Svo leiddi eitt af öðru og ég fór að krassa og teikna meira. Nú er komin smá al- vara í þetta og ég er með stóla í tveim- ur mismunandi útfærslum. Svo er ég með ýmsar smávörur, mjög frumlega fugla og maura,“ segir hann. Hægt er að kynna sér hönnun og vörur Tryggva á www.imponit.dk. | hdm Býr í gömlum banka og hannar húsgögn Tryggvi Einarsson sýnir stóla og ýmsar smávörur í Sýrusson hönnunarhúsi. Mynd | Hari
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.