Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 94

Fréttatíminn - 11.03.2016, Side 94
Hönnunarstofan Döðlur, í samstarfi við Stáss arkí- tekta, hafa smíðað og hann- að húsgögn fyrir ODDSSON hótel í JL húsinu. Allt frá ljósum, borðum, stólum og skápum verða til sýningar. Döðlur hanna húsgögn * E f g r e i t t m e ð N e t g í rój ú n í & s e p t . - n ó v. TENERIFE 19.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - j ú n í & s e p t . - o k t . TORONTO 14.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í róm a í - s e p t e m b e r VARSJÁ 17.999 kr.f rá * * E f g r e i t t m e ð N e t g í rój ú n í & s e p t e m b e r VILNÍUS 14.999 kr.f rá * 94 | fréttatíminn | Helgin 11. mars–13. mars 2016 Líf okkar skriðdýranna Perluvinirnir Ljónslöpp og Lækjaleppur Jóhann Þór Vilhjálmsson er stadd- ur í lyftunni hans Spessa í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Hann fermist á sunnudag. Áður en hann gengur í fullorð- inna manna tölu fer hann yfir sínar lægðir og hæðir í lífinu á ferðalagi upp fjórar hæðir hússins. „Mér líður verst þegar ég er kvíðinn fyrir því að mæta í skólann. Það gerist ekki oft en á tímabili var það þannig,“ segir Jóhann um sína lægð í lífinu. Þá var Jóhann var í sjöunda bekk í barnaskóla og beið óþreyjufullur eftir gagnfræðaskóla. „Það giltu sömu reglur fyrir sjöunda og fjórða bekk, sem margir voru orðnir þreyttir á. Við vorum orðin of gömul fyrir þetta og það var leiðinlegt samband á milli nemenda og kennara, það var erfitt í skólanum þá.“ Jóhann segir skólann stóran þátt í lífi sínu, en erf- itt að kvíða fyrir honum. „Það er erfitt að vera þar í marga klukkutíma ef manni líður ekki vel.“ Nú er Jó- hann kominn í Réttarholtsskóla í áttunda bekk. „Það er allt annað líf, meira frelsi og gaman í skólanum.“ Sínar hæstu hæðir upplifir Jóhann þegar liðið hans sigrar í íþróttum eða þegar hann er valinn bestur. „Þegar við æfum vel fyrir leik og vinnum, það finnst mér skemmtilegast.“ Það er þó einn dag- ur sem er Jóhanni minnisstæðari en aðrir. „Þegar ég var yngri þá las ég allar Harry Potter bækurnar og horfði á myndirnar. Ég var 12 ára þegar pabbi fór með mig í Universal garðinn í Harry Potter veröld- ina. Það var ótrúlegt, ég fékk sprota og gat farið í tæki í galdraheiminum. Litla systir mín og mamma fóru í Disney garðinn á sama tíma, ég var ekkert öfundsjúkur. Ég var svo glaður þennan dag.“ | sgk Útskriftarverkefni Corto Jabali í vöru- hönnun árið 2013 var byggingarefni sem hægt væri að búa til úr efnum sem til staðar eru á Gaza-svæði Palest- ínu. Innflutningur á svæðið er bann- aður, byggingarefni þar með talin. Þetta gerir Palestínumönnum erfitt að endurbyggja hús sem eyðilagst hafa vegna sprengjuárása á svæðinu. Corto ætlaði að fara til Palestínu og kynna byggingarefnið, en komst fljót- lega að því að það var ekki raunhæft. „Ég komst að raun um að bygg- ingarefni væri dropi í haf vanda- mála Palestínumanna. Þeir vilja ekki byggja húsin sín aftur, heldur komast úr þessu helvíti á jörð sem Gaza er.“ Eins sé mikill gróði af ólögleg- um innflutningi sements inn á svæðið, sem sé notað til bygg- ingar og í sprengiefni. Sá ólög- legi innflutningur myndi ekki stöðvast þó Gaza Brick kæmi til sögunnar. Corto segir hafa verið lærdómsríkt að þurfa að gefa Gaza Brick upp á bátinn. Corto hyggst enn fara til Palestínu og reyna að verða Palestínumönnum að liði, en á þeirra forsendum og með meiri heildarmynd á ástandið. „Hér var ég bara strákur á Íslandi að reyna að redda málum á Gaza. Auðvitað var það ekkert hægt. Vandamálið á Gaza verður bara lagað með því að breyta samskiptum milli Palestínu- og Ísraels- manna, ekki með byggingar- efnum.“ | sgþ Hönnuður Gaza Brick hættur við í bili Vandi Gaza stærri en byggingarefnaskortur Meira frelsi í gaggó Lyftan #9 Spessi Jóhann beið óþreyjufullur eftir gaggó til að losna undan ströngum reglum barnaskólans. 35 þúsund hafa keypt sér miða á sýningu söngleiksins Mamma Mía í Borgarleikhúsinu. Væri Mamma Mía stjórnmálaflokkur myndi þessi skari duga fyrir 18% atkvæða; meira fylgi en Framsókn, Björt framtíð, Vinstri græn og Samfylkingin njóta nú í könnunum. Fylgi Mömmu Míu er aðeins átta sýningum frá því að verða meira en fylgi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar samanlagt. Flokkarnir geta kannski lært af Mömmu Míu; sé músíkin góð skiptir engu þótt söguþráðurinn sé rugl. Aðeins Sjálf- stæðisflokkur og Píratar stærri en Mamma Mía Mynd | Grímur Bjarnason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.