Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 16
Í Fréttatímanum í dag er fjallað um vanhelga sambúð viðskipta og stjórnmála í Framsóknar-flokknum. Þar segir af brösk- urum sem trúað er fyrir mikilvæg- um störfum og jafnvel falið eftirlit með helstu stofnunum samfélags- ins. Þetta er saga af mönnum sem komust til auðs og áhrifa í krafti stjórnmála. Þetta er hryggðarsaga og sorgarsaga. Það er óendanlega sorglegt að okkur Íslendingum hafi ekki tekist betur upp við að móta hér gott og réttlátt samfélag. Það er hryllilegt að hér séu mikilvægustu stofnanirnar í höndum fólks sem lítur á þær sem tæki til persónu- legrar auðsöfnunar. Það er ekki augljóst hvort þessi saga sé lýsandi fyrir Framsóknar- flokkinn einan eða hvort sagan varpar ljósi á rotna stjórnmála- og viðskiptamenningu á Íslandi. Það er þó margt sem bendir til að Framsóknarflokkurinn eigi í sér- stökum vanda. Hann byggðist upp sem stjórnmálaarmur vakningar til sveita þegar bændur umbreyttu sveitunum með kaupfélögum og samvinnufélögum og efldu samfé- lagið með ungmennafélögum og lestrarfélögum. Þegar völdin innan hreyfingar- innar færðust frá bændum og búaliði að stjórnendum varð Fram- sókn stjórnmálaarmur þess hluta viðskiptalífsins sem Sjálfstæðis- flokkurinn þjónaði ekki. Þessir tveir flokkar byggðu upp ríkisvald á Íslandi sem fyrst og fremst gætti hagsmuna sérhagsmunahópa; út- gerðar, landbúnaðar, heildsala. Þegar viðskiptaveldi Sambands- ins hrundi varð Framsókn sem þjónn án húsbónda. Flokkurinn leitaði nýrrar framtíðar í stefnu frjálslyndra miðjuflokka á Norður- löndum í tíð Halldórs Ásgrímssonar en til popúlískra flokka í tíð Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar. Á sama tíma vildi kjarni flokksins endurskapa viðskiptaveldi til hliðar við flokkinn. Annað hvort treysti kjarninn sér ekki til að vinna ein- vörðungu að almannahagsmunum eða kunni það ekki. Innan kjarnans voru menn sem höfðu alist upp í vanhelgu hjónabandi viðskipta og stjórnmála. Þeir trúðu því annað hvort að það væri eina leiðin til að stunda stjórnmál eða litu vísvitandi framhjá öðrum kostum. Meðal ann- ars vegna þess að þeir gátu hagnast á því persónulega að halda sig við hin vanhelgu tengsl. Tilraunir framsóknarmanna til að búa til viðskiptaveldi fyrir flokk- inn að þjóna áttu sér stað á mikilli hörmungartíð í íslenskri sögu. Þær náðu í gegnum einkavæðingu bankanna, kerfisbundið niðurbrot eftirlits, glórulausa peningastefnu og útstreymi fjármagns í skattaskjól sem endaði í Hruninu. Eftirhruns- árin voru líka gróðarstía spillingar. Þá losnaði um eignir, gríðarháar upphæðir voru afskrifaðar og fé var flutt inn á afslætti frá Seðlabank- anum til uppkaupa á eignum. Tilraunir framsóknarmanna til að nota flokkinn til að byggja upp nýtt viðskiptaveldi á þessum hörmungartímum skilja því eftir sig mýmörg ljót dæmi um spillingu. Sum hafa legið ljós fyrir en önnur eru nú dregin fram í dagsljósið með opnun Panama-skjalanna. Frá því þau skjöl voru opnuð hefur formaður flokksins sagt af sér sem forsætisráðherra, fram- kvæmdastjóri flokksins hefur sagt upp störfum og ljóst er að oddviti flokksins í borgarstjórn Reykja- víkur mun segja af sér þegar hún kemur úr fríi. Það er augljóst að Framsóknarflokkurinn hefur verið í miðju spillingarinnar. Eftir þessar hörmungar hefur Framsóknarflokkurinn verið dreg- inn að kunnuglegum gatnamótum. Á flokkurinn að verða stjórnmála- armur viðskiptaveldis, samkrull sérhagsmuna undir blæju stjórn- málastefnu? Eða á hann að verða raunverulegur stjórnmálaflokkur sem berst fyrir hagsmunum kjós- enda sinna? Síðast þegar flokkur- inn kom að þessum gatnamótum beygði hann inn blindgötu sér- hagsmuna. Nú hefur hann engan kost annan en að velja hagsmuni almennings og þá spurningu sem íslensk stjórnmál munu snúast um næstu áratugina: Hvernig getum við gert íslenskt samfélag gott, kröftugt og réttlátt fyrir íbúana? En það er ekki bara Framsókn sem stendur á gatnamótum. Sjálf- stæðisflokkurinn stendur frammi fyrir samskonar vali. Á að leyfa sér- hagsmunahópum að nota flokkinn til að verja hagsmuni sína næstu árin? Eða á að umbreyta flokknum í hagsmunatæki fyrir almenning? Sama á við um Samtök atvinnu- lífsins, Verslunarráð og önnur hags- munasamtök fyrirtækja. Í vikunni sendu þessi samtök frá sér harðorð mótmæli gegn tilraunum Sam- keppniseftirlitsins við að brjóta niður verðsamráð og önnur sjúkleg einkenni fákeppni í olíuverslun. Eru það virkilega hagsmunir að- ildarfélaga SA og Verslunarráðs að berjast fyrir háu olíuverði? Þessi samtök þurfa ekki síður en flokk- arnir að skúra út hjá sér. Þau eiga að berjast fyrir réttlátum leik- reglum og jafnri aðstöðu en ekki fyrir pilsfaldakapítalisma, fákeppni og okri. Þau eiga að berjast fyrir því að Ísland verði venjulegt ríki Vestur-Evrópu en dragi ekki dám af bananalýðveldum þar sem besta leiðin til að auðgast er að ganga í stjórnmálaflokk. Gunnar Smári FRAMSÓKN ÞARF AÐ TAKA U-BEYGJU Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Bræðir þig laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Kokka hefur verið potturinn og pannan í hús- búnaði og eldhúsvörum í einn og hálfan áratug. Í tilefni afmælisins verða gæðavörur frá Pappelina, Rösle, Lodge, Epicurean og öll glös á 15% afslætti alla helgina, bæði á Laugavegi og í vefverslun. Líttu inn og taktu þátt í veislunni með okkur. Falleg form í fimmtán ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.