Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 28
Mynd | Rut Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu, Svartfjallaland og Króatíu. Förum aftur í tíma og sjáum gömul þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað. Skoðum falleg sveitahéruð, kirkjur, klaustur söfn og glæsilegar borgir. WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 EINSTÖK NÁTTÚRUFEGÐUR OG FORN MENNING SERBÍA, SVARTFJALLALAND OG KRÓATÍA 13 - 25. JÚNÍ 2016 BALKANSKAGINN Verð 337.900.- á mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði per mann er: Öll keyrsla milli staða og allar skoðunarferðir samkvæmt ferðaáætlun, Allur aðgangur þar sem við á, Hótel með morgunmat, Kvöldmatur i Skadarlija, Hádegistmatur i ferðinni um Sremski Karlovci og Novi Sad, Hádegismatur í Ovcar- Kablar og lestarferð til Sargan, Aðgangur að þjóðgarðinum Uvac, bátsferð og grillað úti Bátsferð til Kotor, Hálft fæði i Zlatibor fjöllum, Hálft fæði i Podgoria Hotel Ramada, Hálft fæði i Herceg Novi, Íslenskur fararstjóri. Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Hátt hlutfall séreignar Hlutfall fjölskyldna sem býr í eigin húsnæði. Noregur 84,4% Ísland 78,2% Finnland 73,2% Svíþjóð 69,34% Danmörk 63,3% Þrátt fyrir að hlutfall fjölskyldna sem búa í séreignarhúsnæði á Íslandi hafi lækkað eftir Hrun er það enn hátt í alþjóðlegum samanburði. Það er þó ekki hærra en í Noregi, þar sem séreign er óvenju algeng. Ef Ís- lendingar vildu stefna að norsku hlutfalli þyrfti að flytja um 11.500 fjölskyldur af leigumarkaði yfir í séreign. En til þess að það gengi upp þyrfti að lækka vexti umtalsvert og til að aðlaga aðstæður húsnæðis- kaupenda að því sem þekkist í Noregi. En ef Íslendingar vildu aðlaga húsnæðiskerfið sitt að því finnska þyrfti að flytja rúmlega 9 þúsund fjölskyldur úr séreign í leiguhúsnæði. Ef við vildum stefna á sænska kerfið þyrfti að koma um 16.500 fjöl- skyldum úr séreign í leigu og ef danska kerfið væri haft til hliðsjónar yrði markmiðið að taka 27.500 fjölskyldur úr skuldsettum íbúðarkaup- um og bjóða þeim öruggt leiguhúsnæði. Séreign er hærri á Norðurlöndum en í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Í Frakklandi og Bretlandi búa um 65 prósent fjölskyldna í séreign en aðeins 52 prósent í Þýskalandi. Ef Íslendingar vildu aðlaga húsnæðis- markaðinn að þýskum stöðugleika þyrfti að flytja nærri 50 þúsund fjöl- skyldur undan vaxtaklyfjunum og í öruggt leiguhúsnæði. |gse Óvissan og óöryggið verst Sjö heimili á þremur árum Síðastliðin þrjú ár hefur Helga Rakel Rafnsdóttir búið, ásamt dætrum sínum, á sjö stöðum. Þær hafa búið í núverandi íbúð í tæpt ár en eru byrjaðar að leita að næsta heimili. „Ég hef flutt oftar en árin sem ég hef lifað,“ segir Helga Rakel Rafns- dóttir en hún hefur þurft að flytja sjö sinnum á þremur árum. „Ég er önnur kynslóð leigjenda því mamma eignaðist ekki íbúð fyrr en ég var tvítug. Það hefur alltaf verið þannig að ef þú átt ekki efnaða foreldra eða annað bakland þá ertu í þessari stöðu, nema þá að þú bara gerir ekkert annað í lífinu en að eignast start-kapítal fyrir húsnæði, sem ég hef bara, kannski því miður, ekki gert. Í dag er ég með ágætis laun en ég var lengi að mennta mig og það gekk ekki upp að safna fyrir húsnæði á sama tíma. Kannski færi ég öðruvísi að í dag, hver veit, en svona er þetta.“ Vill öryggi fyrir dætur sínar „Við mamma bjuggum út um allt og þurftum á tímabili að flytja vestur á firði vegna húsnæðismála í Reykjavík. Síðar bjuggum við um tíma hjá Félagi einstæðra foreldra en fluttum svo í kommúnu í Þing- holtunum þegar mamma ákvað að leigja stórt hús og framleigja her- bergin til nokkurra kvenna. Það var sniðug lausn og mjög skemmti- legur tími í minningunni, segir Helga Rakel sem þrátt fyrir fjölda heimila hefur nær alltaf búið í Vesturbænum þar sem dætur hennar hafa einnig skotið rótum. „Á þessu svæði er mikil gróska og þess vegna hefur framboðið minnkað og leiguverð hækkað. Ég vil samt frekar að börnin mín haldi áfram í sama skóla en að þau þurfi að skipta um hverfi og vini. Ég hef mikið hugsað um að flytja í annað hverfi og jafnvel vestur á firði en þær geta ekki hugsað sér það. Hér eru ræturnar og ég læt mig hafa það að vinna meira til að geta borgað hærri leigu. En það er í raun ekki hækkað verð sem er mesta vandamálið heldur er það óvissan. Það eru engar íbúðir í boði því framboðið er ekkert.“ Breytir gildismatinu Helga Rakel segist fyrir löngu hafa fengið nóg, hún sé komin með hálfgerða flutningafóbíu og vilji helst sem minnst hugsa um að sumarið fari í leit að nýju heim- ili, þar sem samningurinn sé að renna út. „Auðvitað hefur þetta áhrif á gildismat dætra minna. Við nennum ekki að eiga mikið af dóti og hlutir skipta okkur litlu máli. Síðast þegar við fluttum var ég komin með svo mikið nóg að ég bara gaf öll húsgögnin, frekar en að finna geymslu, og keypti svo ný á Bland þegar við fengum næstu íbúð. Þetta hefur sennilega meiri áhrif á þær en ég átta mig á en ég er bara svo vön þessu. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að auglýsa líf sitt á Facebook í hvert einasta skipti sem maður missir heimilið. Síðast reyndi ég að gera það ekki heldur fara bara í gengum miðlanir en ég enda svo alltaf á að finna eitthvað í gegnum tengslanetið.“ | hh Hagamelur ▷ Birkimelur ▷ Bjargarstígur ▷ Ránargata ▷ Flateyri ▷ Lynghagi ▷ Holtsgata Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og fram- leiðandi, hefur flutt oftar en árin sem hún hefur lifað. Hún leigir 85 fm íbúð við Holtsgötu á 200.000 kr. 28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.