Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 55

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 55
 | 55FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016 Ég | er mikill áhugamaður um sjónvarpsþætti en horfi aftur á móti ekki mikið á þá. Mig langar rosa að hafa séð alla þessa frábæru þætti sem fólk er alltaf að tala um, en mér fallast hendur þegar ég ætla að byrja því þeir eru of margir. Í fyrra varð ég veikur og kærastan mín kom heim með allar seríur Breaking Bad á DVD. Ég horfði á þær á tveim vikum og sagði öllum sem ég hitti hvað þetta væri mikil snilld, en auðvitað voru þá allir löngu búnir að sjá þá. Ég var reyndar undir miklum áhrifum Breaking Bad þegar við skrifuðum lokaútgáfu Ligeglad (ég er samt ekki að tala um húsbílinn, hann var kominn áður!) Eina serían sem ég fylgist með þessa dagana er Survivor. Serían sem er í gangi núna er rosaleg. Ég er búinn að skellihlæja, öskra á skjáinn og hágráta einn heima í sófanum. Þetta eru svo brjálæðislega vel gerðir þættir. Klipping, músík og uppbygging búa til hágæða efni sem klikkuðustu handrits- höfundar gætu ekki látið sig dreyma um. Annars finnst mér raunveruleikasjónvarp vera drasl. En Survivor er ekki raunveruleikinn. Survivor er lífið.“ Sófakartaflan Vignir Rafn Valþórsson, leikari og einn skapara Ligeglad Survivor er lífið Breaking Bad „spin-off“ Netflix Better Call Saul. Það er ekki að ástæðulausu að þættirnir fá 8.8 á imdb vefnum. Þættirnir skarta karakter sem flestir þekkja úr verðlaunaþáttunum Breaking Bad. Þeir fjallar um lögfræðinginn Jimmy Morgan sem tekur að sér hvaða mál sem er og vill helst ganga frá þeim án þess að fara fyrir dóm. Hvernig hann þróast síðan út í karakterinn Saul Goodman, sem ver glæpamenn og dópsala í Breaking Bad, er ævintýri þáttanna. Hann er kominn aftur Netflix Hvað myndi gerast ef Hitler myndi snúa aftur til Þýska- lands? Þýska bíómyndin Look who’s back byggir á samnenfndri bók sem spyr nákvæmlega þeirra spurningar. Myndin er grínmynd og segir frá því þegar Hitler vaknar upp í almenningsgarði í Berlín, alveg minnislaus um hvað hefur gerst síðan árið 1945. Móttökur Berlínarbúa við nasistaforingjanum koma á óvart – jafnvel óþægilega á óvart. Ungversk sunnu- dagsmynd RÚV Hvíti guð, sunnudaginn klukkan 22.55. Þegar ný lög um blendinga- hunda eru sett sleppir faðir Lilli hundinum hennar lausum. Hún leggur upp í leit að hundinum í von um að ástin vísi henni veginn að sínum ástkæra hundi. Þessi ung- verska bíómynd er frá árinu 2014 og hlaut tvenn Cannes verðlaun það ár. Móglí stekkur af skjánum Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík. Svo virðist sem vinirnir Móglí, Balú og Bakíra séu órjúfanlegur hluti af æsku hverrar kynslóðar og nú fær unga kynslóðin Skógarlíf eins og það hefur aldrei sést áður – í þrívídd. Söguna þekkja flestir en sagan af stráknum Móglí sem elst upp meðal dýra í frumskóginum hefur verið síteiknuð og kvikmynd- uð síðan hún var skrifuð árið 1894. Bíómyndin Jungle Book er sýnd í Sambíóunum og er fjölskyldu- skemmtun í sínu tærasta formi. Mynd | Hari Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Við hönnum og teiknum fyrir þig Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. þitt er Valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. kr ea ti V fjölbreytt úrVal af hurðum, framhliðum, klæðningum og einingum ELDHÚSINNRÉTTINGAR styrkur - ending - gæði HÁGÆÐA DANSKAR Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.