Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 34
Heil og sæl, kæra móðir og þakkir bestar fyrir bréfið þitt. Dóttir þín er ákveðin, ung kona og afar at- hyglisvert að heyra um val hennar á fæðutegundum, þ.e. þegar heim er komið. Átök um mat, hvíld og fatnað Öll börn eru fædd með óendan- lega sterkan vilja sem gefur þeim kjark og kraft til að fást við allar þær erfiðu en um leið stórkost- legu æfingar sem bíða þeirra. Að reisa upp höfuðin, að velta sér, að skríða, að ganga; enda- lausar æfingar og mistök og enn meiri æfingar. Á hverjum degi sýna þessi litlu börn þrautseigju og viljastyrk sem við fullorðin höfum oft gleymt að við ættum í fórum okkar. En – svo verðum við agndofa þegar krílin okkar vaxa upp og viljinn þarf að fá útrás og æfingar á nýjum sviðum. Þær vilja- æfingar eru teknar út á foreldrun- um – þessum einstaklingum sem börnin elska meira en allt annað í heiminum. Klassísku stríðin eru háð á þremur sviðum heimilislífs- ins; matarmálin, hvíldarmálin og fatamálin. Jarðarber og júgúrt í öll mál Í fljótu bragði sýnist mér að dóttir þín sé í viljaæfingum eða með öðrum orðum; í átökum við þig um matinn með að neita öllu öðru en þessum eftirlætis- tegundum sem þú nefnir. Þú ert búin að skoða stöðuna og leita þér stuðnings sem er ávallt best með bæði samráði við skóla barnsins þar sem barnið hefur prýðislyst á öllum mat og eins hefur læknir hitt ykkur og metið að stúlkan sé við hestaheilsu þar sem hún nær- ist á fjölbreyttum mat alla virka daga. Auðvitað væri áhugavert að vita hvort hún velur fjölbreytt- ari fæðu í fjölskylduboðum eða á veitingahúsum en samkvæmt bréfinu þínu einskorðast mat- vendnin hennar við heimilismál- tíðina sem þú berð á borð fyrir hana. Sem sagt, kæra móðir, hún virðist vera að spila með þig og þá hefur þú val um viðbrögð. Reiptog – sleppa eða taka slaginn? Þegar tveir togast á, gefur oft bestu raunina að sleppa bara sín- um enda og sjá hvað gerist. Þú get- ur gefið henni eftirlætismat á disk- inn en þú skalt elda og njóta þess að borða góðan mat við borðið með henni. Allir fá nóg af jarðar- berjum í kvöldmat eftir einhverja mánuði og ef þú ert ekkert að bjóða henni annað, fær hún ekk- ert út úr því að neita. Önnur leið getur verið að eiga ekki jarðarber- in og naanbrauðið til og hún fer þá bara svöng í háttinn. Um helgar yrði hún illa svöng þegar liði á daginn og það dugar mörgum til að brjóta odd af oflæti sínu og inn- byrða einhverja aðra fæðutegund. Þetta getur rofið vítahringinn en getur kostað mikil átök sem þú þarft að meta hvort geri eitthvað fyrir ykkur mæðgurnar. Er hætta á ferðum? Auðvitað eru margar hliðar á öllum málum og við skulum ekki vanmeta mögulegar afleið- ingar þess að barn þrói sérkenni- legar matarvenjur. Jarðarber og jógúrt í hvert mál getur endað með þráhyggjuhegðun á fleiri sviðum. Eins geta átraskanir birst í mörgum myndum og foreldrar verða að vera vel á verði, ekki síst með stúlkurnar sínar. En þar sem dóttir þín er aðeins fjögurra ára og bæði leikskólinn og læknir hafa staðfest að hún nærist vel og sé frísk, er ekki hætta á ferðum að mínu mati. Síðar getur þú leitað til sérfræðinga ef þörf krefur. Núna skaltu bara elda þér afskaplega góðan kvöldverð og njóta hvers bita í frelsi frá áhyggjum. Magga Pála Uppeldisáhöldin Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Jarðarber og jógúrt í öll mál? Kæra Magga Pála! Ég er með fjögurra ára stelpu sem er búin að skrúfa sig upp í ótrú- lega mikla matvendni. Nú er svo komið að hún borðar bara jarð- arber, kjötbúðing, eina tegund af jógúrt og hvítlauks-naanbrauð. Þetta hefur ekki alltaf verið svona heldur hefur ágerst undanfarna mánuði. Þegar hún var tveggja borðaði hún allt, þegar hún var þriggja var hún farin að fúlsa við ýmsum mat en núna er svo komið að matseðillinn er sá sami öll kvöld. Ég er búin að ráðgast við lækni sem sagði að þetta væri allt í lagi af því að hún borðaði allt í leik- skólanum og það er rétt. Þar borðar hún kjöt, fisk, grænmeti, hrís- grjón og alls konar brauð með alls konar áleggi án þess að gera neinar athugasemdir og leikskólakennarinn hennar trúði mér ekki þegar ég sagði að hún væri með þessa stæla heima. Ég var að hugsa um hvort þetta snúist eitthvað um að hún sé að stjórna mér en hún virðist alveg ánægð bara ef hún fær naan og jógúrt á meðan að ég borða heitan mat. Ef ég býð henni eitthvað annað þá segir áður en hún lítur á matinn og áður en hún smakkar „ég borða ekki svona.“ Er þetta eitthvað tímabil sem mun ganga yfir eða á ég að gera eitt- hvað í þessu? Og þá hverskonar sérfræðing ætti ég að tala við? FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016 Kurlarar Model SDL 2800 EVO Einfasa rafmótor 2800 W Sjálfbrýnandi kurlaravals Koma með safnkassa Meðfærilegir Auðveldir í allri notkun Hljóðlátir Öflugir greinakurlarar - taka allt að 45 mm stofna Klippur Trjáklippur - Greinaklippur - Limgerðisklippur - Rósaklippur Trjáklippur Greinaklippur Rósaklippur Greinaklippur Limgerðisklippur ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.