Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 22
Átti sextíu þúsund fornmuni Í fyrrnefndri bók eftir Ninu Burleigh sem Ástþór vitnaði til í áðurnefndu viðtali, þar er gefið í skyn, ef ekki beinlínis fullyrt, að Shlomo hafi einnig verið viðrið- inn háklassa vændi í London og demantar, sem hann og fjölskylda hans versluðu með, hafi verið notaðir sem gjaldmiðill í slíkum „bissniss“. Sem fyrr verður að vara við bókinni, hún er alls ekki pott- þétt heimild ein og sér, en sögur um þetta virðast þó vissulega hafa verið á kreiki. Hvað sem er til í svona sögum, þá vílaði Shlomo fátt fyrir sér. „Ég hjálpa fólki að losna við pen- ingana sína,“ sagði hann í viðtali við ísraelska blaðið Haaretz árið 2001. „Þeir sem vilja versla fyrir minna en milljón pund hafa ekkert að gera til mín.“ Enda hagnaðist Shlomo gríðarlega á þessum tíma. En forngripaáhuginn var alltaf til staðar og auðæfin notaði Shlomo ekki síst til að sanka að sér dýr- gripum. Hann byggði þannig fljótt upp eitt stærsta og merkasta safn gyðinglegra muna í einkaeigu – átti um sextíu þúsund fornmuni þegar mest var. Málaferli við stjórn Saddams Áður en Ísraelsríki var stofnað 1948 lögðu gyðingarnir sem sett- ust að í Palestínu mikið kapp á að festa sig í sessi á svæðinu með öllum leiðum. Ein slík leið var að safna þar saman fornmunum úr langri sögu gyðingdómsins. Oftar en ekki fór þessi söfnun al- veg löglega fram. Oft komu gyðing- ar sem fluttust til landsins helga færandi hendi með helstu fjársjóði heimahaganna. Oft keyptu fjár- sterkir gyðingar dýrgripi og gáfu hinu verðandi Ísraelsríki – og oft voru gripir líka teknir ófrjálsri hendi og smyglað til Ísrael. Meðal þeirra sem fengust við slíkt smygl var herforinginn frægi Moshe Dayan sem einnig var ráðherra í ríkisstjórn Ísraels um árabil, og þekktur fyrir svartan lepp sem hann bar eftir að hafa særst á auga í heimsstyrjöldinni. Á síðari hluta síðustu aldar sankaði Dayan að sér miklum fjölda forn- muna með ólöglegum uppgreftri víðsvegar um Austurlönd. Þeim Dayan og Shlomo Mo- ussaieff var vel til vina og hefur Moussaieff síðar sagt að hann hafi ekki bara aðstoðað Dayan við að kaupa og selja fornmuni á þessum tíma, heldur einnig komið með honum í uppgreftarleiðangra. Og þar var auðvitað ekki farið að lögum og reglum um fornleifa- uppgröft. Moussaieff virðist enda aldrei hafa kært sig sérstaklega um það hvaðan munirnir kæmu eða hvernig, svo lengi sem að hann fengi þá í safn sitt. Á tíunda áratugnum átti Moussaieff þannig í áralöngum málaferlum við stjórn Saddams Husseins Íraksforseta, sem sakaði hann um að hafa tekið ævaforna lágmynd úr írösku fornborginni Nineveh ófrjálsri hendi. Moussaieff hélt því ætíð fram að hann hefði keypt lágmyndina af forngripasala í góðri trú, en neyddist á endanum til að skila henni til Íraks. Missti af Aleppo-handritinu Meðal þeirra dýrgripa sem komu til Ísraels á fyrstu árum ríkisins var biblíuhandrit frá tíundu öld sem kennt er við borgina Aleppó í Sýrlandi, og er af fræðimönnum talið eitt elsta, nákvæmasta og fullkomnasta eintak af hebresku biblíunni sem til er. Eftir að það var flutt til Ísraels og komið fyrir á Þjóðminjasafninu í Jerúsalem komst upp að nærri tvö hundruð síður vantaði í handritið – einhvers staðar á leiðinni frá Sýr- landi í sýningarsal Þjóðminjasafns- ins höfðu síðurnar gufað upp. Blaðamaðurinn Matti Friedman skrifaði bókina The Aleppo Codex um sögu Aleppó-handritsins og leitina að týndu síðunum árið 2012. Í bókinni ræðir Friedman meðal annars við Shlomo Moussa- ieff. Hann segir við Friedman að um miðbik níunda áratugarins hafi fornbókasali nokkur boðið honum bunka af gulnuðum bókfellssíðum til kaups á hótelherbergi í Jerúsal- em. Moussaieff var ekki í neinum vafa um að síðurnar tilheyrðu Aleppó-handritinu. En þó að peningar hafi sjaldan verið Shlomo Moussaieff fyrir- staða – sérstaklega þegar kom að ómetanlegum forngripum úr sögu gyðingdómsins, eins og Aleppó- handritið var tvímælalaust – þá fannst honum að eigin sögn verðið sem fornbókasalinn setti upp vera of hátt. Hann reyndi að prútta en þá kom fát á fornbókasalann, sem hætti snarlega við viðskiptin og lét sig hverfa. Shlomo viðurkenndi fúslega við blaðamanninn að hann hafi þarna gert stórkostleg mistök. Handritið, þessi ómetanlegi dýrgripur, hafði runnið honum úr greipum. En hann sagðist að vísu vita hver hafi að lokum keypt gulnuðu síðurnar. Það var strangtrúaður gyðingur í Lundúnum, sagði hann. En meira en það vildi hann aldrei segja, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir blaðamannsins Friedmans og ótal annarra að fá hann til að leysa frá skjóðunni. Týndu síðurnar úr Aleppó-hand- ritinu hafa aldrei fundist. Forn- bókasalinn sem bauð Moussaieff handritið til kaups fannst nokkru síðar látinn á öðru hótelherbergi í Jerúsalem – aldrei hefur fengist staðfest hvernig hann lést. Shlomo Moussaieff lést þann 1. júlí í fyrra, níræður að aldri. Aleppó- handritið Aleppó-hand- ritið innihélt öll helstu helgirit gyðingdómsins og var löngum talið eitt nákvæmasta og fullkomnasta eintak af hebresku biblíunni sem til væri. En á leið þess frá Sýrlandi til Ísrael hurfu tvö hundruð síður sem lítið hefur spurst til síðan. Shlomo Moussaieff mun þó hafa vitað hvar síðurnar voru niðurkomnar, en tók leyndarmálið með sér í gröfina. Shlomo Moussaieff eldri flutti frá Bukhara til Palestínu með fjörutíu kistur af gulli og drottnaði yfir samfélagi gyðinga frá Bukhara í Jerúsalem næstu áratugina. Moussaieff búð í London 22 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.