Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 45
Kynningar | Heilsutíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Hælabót hefur reynst vel á þurra og sprungna hæla. Hælabót inniheldur minka- olíu, bývax, vallhumal, tea tree- og piparmyntu kjarnaolíur auk E-vítamíns. Vallhumall hefur lengi verið notaður sem lækn- ingajurt á Íslandi, þekktur fyrir græðandi og mýkjandi eigin- leika sína. Tea tree olía er talin hafa sótthreinsandi áhrif og piparmyntan þykir auka blóð- flæði. Hælabót Sárabót Sárabót er mýkjandi, græðandi og kláðastill- andi smyrsl. Sárabót inniheldur minkaolíu, bývax, haugarfa, vallhumal og klóelfting, lavender og rósmarín kjarnaolíur auk E-vítamíns. Kló- elfting og haugarfi hafa sömu eiginleika og vallhumall en haug- arfinn þykir einnig kláðastillandi. Sárabót og Hælabót eru fáanleg í apótekum og heilsuhillum stór- markaðanna. Unnið í samstarfi við Icecare Amínó vörulínan saman-stendur af fæðubótarefnum sem innihalda IceProtein® ásamt öðrum líf- virkum efnum. Amínó® Liðir er liðkandi blanda með náttúrlegum efnum úr hafinu við Ísland. Það inniheldur sæbjúgu (Cucumaria fron- dosa) og IcePro- tein® (vatns- rofin þorskprótín). Skrápurinn saman- stendur að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einn- ig lífvirka efninu chondroitin sulp- hate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbyggingu á skemmdu brjóski. Fyrir utan að innihalda kollagen og chondroitin sulphate er sæbjúgna-extraktið ríkt af sinki, joði og járni sem og bólguhemjandi efnum sem nefnast saponin. Auk sæbjúgna og IceProteins® inni- heldur Amínó Liðir túrmerik, vítamín D, vítamín C og mangan. Rann- sóknir hafa sýnt að vatnsrofið fiskprótín, eins og eru í IceProtein®, styðja við liða- heilsu. Kollagen, chondroitin sulphate, vítamín D, vítamín C og mangan eru allt efni sem eru mikil- væg fyrir liðaheilsu. Amínó® vöru- línan samanstendur af fæðubótarefnum sem innihalda þorskprótín, ásamt öðrum líf- virkum efnum sem styðja við eða auka heilsubætandi virkni þorsk- peptíðanna. Að sögn dr. Hólmfríðar Sveinsdóttir, stofnanda og fram- kvæmdastjóra PROTIS ehf., sem framleiðir Amínó® vörulínuna, er fiskprótínið unnið úr hágæða hrá- efni sem fellur til við flakavinnslu á íslenskum þorski. „Markmiðið er að hámarka nýtingu á einstakri náttúruauðlind og bæta lýðheilsu. Fiskprótínið er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni og ens- ímum og í framhaldinu síuð þannig að prótínið sem kallast IceProtein® samanstendur einungis af smáum lífvirkum peptíðum,“ útskýrir Hólm- fríður. Steinþóra Sigurðardóttir hóf inntöku Amínó Liða með góðum árangri. „Ég var með stöðug óþægindi í bakinu og hálf haltraði um. Eftir að ég fór að taka inn Amino Liðir sæbjúgnahylkin öðlaðist ég meiri liðleika í bakinu.“ „Ég var með stöðug óþægindi í bakinu og hálf haltraði um. Eftir að ég fór að taka inn Amino Liðir sæbjúgna- hylkin öðlaðist ég meiri liðleika í bakinu.“ Mæli með Amino Liðum fyrir alla Steinþóra Sigurðardóttir er mjög ánægð með Amínó Liði sem hafa reynst einstaklega vel Steinþóra Sigurðardóttir. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir. Active Liver virkar fyrir mig Fita er ekki bara bundin við maga, rass og læri. Hún getur einnig sest innan í líffærin, þar á meðal lifrina Jóna Hjálmarsdóttir hefur notað Active Liver í nokkra mánuði með góðum árangri. „Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er úr náttúrulegum efnum og ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni stuðli að eðlilegri lifrarstarfsemi. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“ Fékk fljótlega aukna orku Hún segist hafa fundið fljótt mun á sér. „Ég fékk fljótlega aukna orku og mér finnst auð- veldara að halda mér í réttri þyngd, enda inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni, ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver virki fyrir mig. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri,“ segir Jóna. Starfsemi lifrarinnar hefur mikið að segja um líkamlegt heilbrigði og hefur lifrin mikla þýðingu fyrir efnaskiptin. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fita safnast upp í lifrinni. Það getur verið vegna áfengisneyslu en það getur einnig verið vandamál hjá fólki í yfirþyngd. Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni. Nýtur þú lífsins of mikið? Þegar lífinu er lifað til fulls er auðvelt að finna fyrir því og það sést á fólki. Dags- daglega leiðir fólk almennt ekki hugann að lifrinni. Hún gegnir þó mikilvægu hlutverki varðandi efna- skipti og niðurbrot á fitu. Of mikið af kolvetnum, of mikið áfengi og feitur matur valda of miklu álagi á starfsemi lifrarinnar og gallsins. „Matur sem neytt er nú á dögum inniheldur meira af kolvetnum en matur sem forfeður okkar neyttu. Við erum ekki vön þeim. Of stór skammtur af kolvetnum miðað við prótein gerir lifrinni erfitt að viðhalda eðlilegum efnaskiptum og niðurbroti á fitu. Sem betur fer eru það ekki einungis prótein sem geta örvað lifrarstarf- semina,“ útskýrir Ólöf Rún Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri hjá IceCare. Leyndarmálið um Active Liver Active Liver inniheldur nátt- úrulegu jurtirnar túrmerik og svartan pipar. Einnig ætiþistil og mjólkurþistil sem er þekktir fyrir að stuðla að eðlilegri starfsemi lifrarinnar og gallsins. Einnig inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fitefna- skiptum, viðheldur eðlilegri starfsemi lifrarinnar og stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar amínosýruna hómósy- stein. Minkaolía og handtíndar íslenskar jurtir eru uppistaðan í vörunum frá Gandi. Minkaolía hefur óvenju-hátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem gefa henni einstaka eiginleika í snyrtivörum. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Minkaolían sogast hratt inn í húðina og getur þannig hjálpað til við að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið gróa hraðar. Í smyrsl- unum er einnig að finna handtíndar íslenskar jurtir, bývax og E-vítamín. Heldur exeminu niðri Klara Helgadóttir prófaði Sárabót fyrir átta ára gamlan son sinn sem berst við exem og er með mjög þurra húð. „Við höfum prófað ansi mörg exem krem, þar á meðal sterakrem og ekkert hefur virkað jafn vel og Sárabót frá Gandi. Við höldum exeminu alveg niðri með Sárabót.“ Frískir og nærðir fætur Hjördís Anna Helgadóttir notast við Hælabót í starfi sínu sem fótaaðgerðafræðingur. „Í dag nota ég nær eingöngu Hælabót eftir fótaaða- gerðir og mæli ég hiklaust með því. Það þarf ekki mikið magn af því. Kremið smýgur mjög vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp úr því. Hælabótin er sérstaklega góð á sprungna hæla og þurra fætur.“ Hjördís er einnig hrifin af myntunni í kreminu sem gefur fótunum frískleika. „Ég hef unnið með þetta krem í um það bil fimm mánuði og bæði ég og viðskiptavinir mínir erum mjög hrifin af Hælabót,“ segir Hjördís. Nærandi smyrsl úr íslenskum jurtum Sárabót og Hælabót eru hluti af vörulínunni Gandi. Smyrslin eru mýkjandi og rakagefandi krem unnin úr minkaolíu og íslenskum jurtum Hjördís Anna Helgadóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, notar Hælabót eftir fótaaðgerðir. | 45FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.