Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 12
ankannaleg staða fyrir forstjóra fyrirtækja sem áttu allt sitt undir bankanum að stjórnarformaður bankans, birtist endrum og sinnum í þeim erindagjörðum að biðja um peninga fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta var fullkomið búmerang. Hrólf ur Ölvis son, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, teng ist tveim ur afl ands fé lög um sam kvæmt Panama-skjöl un um, eins og fjallað var um í Kastljósi á mánudag. Ann ars veg ar fé lag- inu Chamile Mar ket- ing skráðu á Bresku Jóm frúareyj um og hins veg ar Selco Fin ance sem stofnað var í Panama. Bæði fé lög in voru stofnuð árið 2003. Jón Sigurðsson segist telja að Hrólfur hafi einungis verið leppur fyrir aðra og valdameiri menn í þessu braski. „Ég held að hann sé enginn sérstakur hrappur eða klækjarefur, en þetta lítur svo sannarlega ekki vel út,“ segir Jón. Árið 2003 var Hrólfur einn þriggja eig enda félags ins Eld berg ehf. í gegn- um annað félag, Jarð efna iðnað ehf. Rekstur fyr ir tækj anna snérist um að safna og flytja út vikur efni. Tortóla- félagið var notað til að fara á svig við skattalögin og fela fjárfestingu ís- lensku félag anna t veggja í danska félag inu Scancore ApS. Það var gert með því að Eld berg lán að i fé lag inu 12 millj ónir króna vaxta laust til að kaupa hlut í Scancore. Í lána samn- ingi milli Eld bergs og Chamile Mar- ket ing vegna fjár fest ing ar inn ar segir að til gangur láns ins sé „að tryggja að nafn Eld bergs eða móð ur fé lags þess verði ekki skráð í tengslum við fjár- fest ingar Chamile Mar ket ing.“ Aumingja stelpan hún Vigdís Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur, fékk það óþvegið frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra og for- manni Framsóknarflokksins og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, vegna Víg- lundarmálsins svokallaða. Þau héldu því fram að tilteknir menn í viðskiptalífinu hefðu verið knésett- ir í bönkunum eftir hrun svo hræ- gammasjóðir gætu komist yfir eignir þeirra. Í Kastljósi var ennfremur fjallað um að Hrólfur Ölvisson hefði verið á bak við kaupin á BM Vallá en árið 2012 keypti hann í félagi við aðra fjár festa hlut Arion banka í BM Vallá sem síðan var sam einað Björgun og Sem ents verk smiðj unni. „Það er pínlegt í ljósi þess hvað þingmaðurinn gekk hart fram í mál- inu að það skyldi síðan vera Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, sem var á bak við Kaupin á BM Vallá,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon. Hrólfur segir við Kastljós að hann hafi gert formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, grein fyrir tengslunum. „Ég átta mig ekki á þessari ósvífni, þeir hafa kannski treyst því að það þetta kæmist ekki upp,“ segir Steingrímur. „þegar menn reiða hátt til höggs hittir það stundum þá sjálfa fyrir. Þetta er fullkomið búmerang. Framsóknar- flokkurinn er kolflæktur í kónguló- arvefnum miðjum. Þau hefðu átt að líta sér nær.“ „Aumingja stelpan hún Vigdís. Þetta mál er auðvitað kjaftshögg fyr- ir hana og líka hræðilega neyðarlegt fyrir Sigmund Davíð,“ segir Jón Sig- urðsson. „En ég býst við að þau verði í afneitun eitthvað fram á sumarið.“ „Þessa ákvörðun tek ég í ljósi þess hversu einsleit og óvægin umræðan er. Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starf- að með óheiðarlegum hætti,“ sagði Hrólfur Ölvisson í yfirlýsingu þegar hann sagði af sér. Undir þetta tek- ur í raun framkvæmdastjórnin en í samtali við RÚV segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins, að framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins hafi Sala hlutabréfa Landsbankans í Vís 2002 og sala Búnaðarbankans til S-hópsins 2003 eru afar umdeildar vegna pólitískra afskipta. ekki talið ástæðu til þess að fram- kvæmdastjóri flokksins segði af sér vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Finnið Finn Af þremenningunum hefur Finnur Ingólfsson verið umsvifamestur, umdeildastur og mest um hann fjallað enda skildi hann eftir sig fjórtán milljarða króna skuldir þegar eignarhaldsfélag hans Langflug fór í þrot. Af öllum þeim auðmönn- um sem voru sagðir hafa sterk tengsl við Framsóknarflokkinn, voru tengsl hans við flokkinn einna mest enda var hann fyrrverandi stjórnmála- maður og náinn vinur Halldórs Ás- grímssonar, formanns flokksins til 2006. Finnur hóf feril sinn í stjórnmál- um árið 1983 sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sem þá var sjávarútvegsráðherra. Hann var kjör- inn á þing 1991 og sat þar til 1999. Hann varð iðnaðar- og viðskipta- ráðherra 1995 en hvarf úr því emb- ætti til Seðlabankans, en þar gegndi hann stöðu seðlabankastjóra þar til hann tók við stöðu forstjóra trygg- ingafélagsins VÍS, fyrir atbeina Ólafs Ólafssonar í Samskipum sem er sagð- ur hafa beitt sér fyrir ráðningunni. Finnur varð síðar stjórn ar formaður fé lags ins. VÍS var stofnað á grunni tveggja félaga, Samvinnutrygginga og Brunabótafélagsins árið 1989. Eignarhaldsfélaginu Samvinnu- tryggingum var stýrt af fulltrúaráði sem í sátu meðal annars nokkrir þekktir framsóknarmenn eins og Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guð- mundsson og Valgerður Sverrisdótt- ir. Eignarhaldsfélagið tengdist eign- arhaldi á tveimur fyrirtækjum sem voru einkavædd árin 2002 og 2003. Báðar þessar einkavæðingar, annars vegar sala Landsbankans á bréfum sínum í VÍS árið 2002 og salan á Bún- aðarbankanum árið 2003, eru mjög umdeildar ekki síst vegna pólitískra afskipta. Finn ur varð stjórn ar formaður Icelanda ir 2006 og átti um tíma stór an hlut í flug fé lag inu. Hann sat einnig í stjórn Kaupþings og sett ist í stjórn Sam vinnu sjóðsins og And- vöku 2008. Þá átti hann um tíma allt hluta fé í skoðun ar fyr ir tæk inu Frum- herja. Haustið 2007 var eignarhalds- félag Samvinnutrygginga lagt niður en eignir og skuldir yfirfærðar í fjár- festingarfélagið Gift sem hélt áfram að fjárfesta á markaði í fyrirtækjum sem tengdust ýmsum áhrifamönn- um Framsóknarflokksins, til dæm- is félögum sem Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, átti hlut í og fé- lögum sem Þórólfur Gíslason, stjórn- arformaður Giftar og kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagafjarðar, átti í. Á fimmta tug þúsunda fyrr um viðskipta manna Sam vinnu trygg- inga urðu hlut haf ar í Gift sem varð þá jafn framt eitt öfl ug asta og fjöl- menn asta fjár fest ing ar fé lag lands ins. Gift hafði það að yfirlýstu mark miði að ráðstafa arði af eign ar hlutn um til sam fé lags verk efna og al menn ings- heilla. Þannig lánaði Gift fasteignafélög- um í eigu Finns, Gómi og Lindberg, 840 milljónir sem verja átti til að reisa íbúabyggð í Örfirisey. Og félagið keypti hlut í Icelandair af Finni fyrir 4,9 milljarða króna gegnum félagið Fikt ehf. Því hefur verið haldið fram að Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði, áhrifamaður innan Fram- sóknarflokksins sem var stjórnar- formaður Giftar, hafi framan af lagst hart gegn áformum um að greiða hinum raunverulegu eigendum Sam- vinnutrygginga út andvirði sjóðsins, sem var metinn á um þrjátíu millj- arða. Féð glataðist og hluthafarnir sáu aldrei krónu. „Það hefur aldrei verið rannsak- að frekar hvað varð um milljarðana í Gift. Arion banki gerði einkenni- legan nauðasamning við félagið eftir hrun sem með réttu hefði átt að fara í tugmilljarða gjaldþrot og rannsókn,“ segir Jóhann Hauksson. „Nauðasamningurinn var gerður á grundvelli skýrslu sem gerð var af endurskoðunarfyrirtækinu Ernest & Young sem ég hef ástæðu til að ætla að sé bæði pöntuð og ekki marktæk. Giftarsjóðurinn var upphaflega í eigu um 50 þúsund tryggingataka sem aldrei fengu neitt. Var pening- unum stolið? Hirtu þessir menn fé án hirðis? Fyrir mér eru ástæður þess að Alþingi framfylgir ekki samþykkt þingsins frá 8. nóvember 2012 um rannsókn á einkavæðingu bank- anna skiljanlegar: Undir því teppi er of mikill skítur sem þolir ekki dags- ins ljós. Panamaskjölin sýna okkur aðeins brot af honum,“ segir Jóhann. „Hann sleppir aldrei neinu“ Þórólfur Gíslason í Skagafirði er tal- inn einn af valdamestu mönnum landsins og stórauðugur maður. Hann hefur sig þó sjaldnast í frammi opinberlega og talar því sem næst aldrei við fjölmiðla. „Kaupfélag Skag- firðinga er langstærsti atvinnurekandinn í Skagafirði og sennilega í Norðvesturkjördæmi sem er annað helsta höfuð- vígi Framsóknarflokksins í landinu,“ segir Ingi Freyr Vilhjálmsson. „Fyr- irtækið er auðvitað fyrst og fremst útgerðarfélag þegar horft er til þess hvar mesti hluti tekna og hagnaður fyrirtækisins skapast – í gegnum útgerðina FISK Seafood – en fyrir- tækið er líka stór hluthafi í Olís og Mjólkursamsölunni. Þá ræður kaup- félagið nánast eitt yfir smásölumark- aðnum í Skagafirði. Þórólfur gegnir í dag engri formlegri stöðu fyrir hönd Framsóknarflokksins en hann sat áður í miðstjórn hans. Formlega eru völd Þórólfs í flokknum því engin en undir yfirborðinu eru þau mikil sam- kvæmt þeim sem til þekkja.“ „Þórólfur Gíslason er rödd úr löngu liðnum tíma,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknar- flokksins, um þennan mikilvæga bak- mann flokksins, fyrrverandi stjórn- arformann Giftar og guðföður 12 | fréttatíminn | Helgin 29. apríl–1. maí 2016 Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölub lað 7. árgangur www.frettatim inn.is ritstjorn@fretta timinn.is auglysingar@fre ttatiminn.is Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurv elli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kr istjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMIN N Helgin 8.–10. ap ríl 2016 www.frettatimi nn.is Við getum tekið sem dæmi sólpa lla þar sem algenga sta aðferðin er að g rafa holur og steypa hólka. Með þess um skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna . 17 Dýrleif Arna Guðm undsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. • Steinsteypa • Mynsturstey pa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjake rfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í s íma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu l ausnina. 4 400 400 4400 600 4 400 630 4 400 573 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörðu rHrísmýri 8 800 SelfossSmiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbæ r Sími 4 400 400 www.steypustod in.is Húsið var herseti ð af köngulóm Auður Ottesen o g eiginmaður he nnar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þ urftu að vinna b ug á myglusvepp i og heilum her af köngulóm en eru ánægð í e ndurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur ga rðurinn fengið a ndlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrin n í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem fe lldi forsætisráðherr a Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðama ðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og rake tta, niður eins og pri k Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í V estur-Evrópu 4 í skattaskjóli þa r af 3 íslenskir KRINGLUNNI IST ORE.IS Sérverslun með A pple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafh löðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Re tina 13" Alvöru hraði í nettri o g léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækur nar fást í iStore Kring lunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vin na miða á Justin Bieb er. www.sagamedic a.is SagaPro Minna mál me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.