Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 27
Við óskum íslensku launafólki til hamingju með 1. maí! Samtakamáttur og barátta launafólks eru eina leiðin til bættra kjara. Krafan um aukinn jöfnuð og hækkun lægstu launa hefur verið í forgrunni undanfarið ár og skilað raunverulegum árangri. Við Vinstri-græn höldum áfram að berjast fyrir öflugu velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi á vettvangi stjórnmálanna. Stöndum saman um gott samfélag fyrir alla – sjáumst í göngunni! Halldór G. Gunnarsson hefur búið á sjö stöðum frá því hann missti íbúðina sína árið 2010 „Mér finnst ég vera að sleppa vel hérna með því að borga 80.000 krónur á mánuði, en þetta er líka 45 fermetra kjallari. Maður verður auðvitað dálítið þreyttur á því að sofa alltaf í líkhæð, það þarf að venjast því að sofa fyrir neðan jörðina, svo ég vonast til að komast einhvern tímann upp á yfirborðið og sjá aðeins út. En ég er ekkert að sjá fram á að það gerist því ég er einn og get ekkert borgað einn yfir 150.000 kall,“segir Halldór Guðmundsson en hann hefur verið á leigumark- aðinum frá því hann missti íbúð- ina sína í hruninu. „Ég var borinn út árið 2010 og síðan hef ég búið á sjö stöðum. Þetta er skelfilegur markaður. Það er algjört ofmat á öllum eign- um, verðið er farið upp úr öllu og er ekki samræmi við neitt. Ég hef skoðað fokdýrar smákytrur, bílskúra og atvinnuhúsnæði, það er allur gangur á þessu. Ég er nú ekki að leita að íbúðum í þessum vinsælu túristahverfum en þessi aukni túrismi hefur samt dóm- ínó-áhrif yfir í hin hverfin. Samkeppnin um íbúðir er bara svakaleg.“ „Ég bjó lengi í Danmörku og var á leigumarkaðinum þar og þar var maður bara rólegur í sinni íbúð í mörg ár. Þar er hægt að leigja íbúð út lífið en hér er ekkert þannig kerfi. Ég hef verið í eitt ár hér og bind vonir við að fá að framlengja samninginn. Ég borga alltaf á réttum tíma og það fer mjög lítið fyrir mér svo það ætti ekki að vera nein ástæða til annars, nema þá að eigendurnir ákveða allt í einu að fara að leigja íbúðina á Airbnb.“ | hh Missti íbúðina í hruninu Halldór býr í 45 fm kjallara í Norður- mýri og greiðir 80.000 kr á mánuði. Þetta er skelfilegur markaður. Það er algjört ofmat á öllum eignum, verðið er farið upp úr öllu og er ekki samræmi við neitt. Ég hef skoðað fokdýrar smákytrur, bílskúra og atvinnuhúsnæði, það er allur gangur á þessu. Mynd | Hari |27FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.