Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 29.04.2016, Side 50

Fréttatíminn - 29.04.2016, Side 50
Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. GOTT UM HELGINA Hvað ætlar þú að gera 1. maí? Birna Þórðardóttir Snorri Másson Héðinn Sveinn Baldursson Briem Það er ósköp einfalt, ég byrja daginn hjá Samtökum hernaðar- andstæðinga og hitti þar fólk. Þaðan geng ég niður Laugaveginn og safna peningum til styrktar verkefna í Palestínu. Það eru yfir- leitt verkefni tengd börnum, sjúkra- húsum og ýmis skorts á hernaðar- svæðum Palestínu. Ég á 19 ára afmæli þennan dag sem er svo sem ekki merkilegur aldur, en eg mun ekki fagna því þar sem ég er í munnlegu dönskuprófi klukkan 8.30 þennan dag. Svo er ég í skriflegu stúdentsprófi í dönsku daginn eftir svo ég verð allan daginn að læra fyrir það. Ég hlakka sem sagt ekki mikið til. Ég ætla að njóta með fjölskyldunni, kannski rölta niður í bæ og gefa öndunum brauð, ef veður leyfir! Fjólublátt regn Eins og flestir vita féll tónlistargoð- sögnin Prince frá í síðustu viku. Prince var einn besti gítarleikari sem heyrst hefur auk þess að vera frábær söngvari og tónsmiður. Margir tengja tónlistarmanninn við hina vinsælu bíómynd Purple Rain frá árinu 1984. Í myndinni fór Prince með aðalhlutverk og samdi alla tónlistina. Það er því vel við hæfi að Bíó Para- dís hyggst halda sérstaka sýningu á myndinni á laugardaginn, Prince til heiðurs. Hvar? Bíó Paradís. Hvenær? Laugardaginn 30. apríl, klukkan 20. Fjörið um helgina er í Gróttu! Aðeins einn dag á ári gefst al- menningi tækifæri til að ganga upp í Gróttuvitann og sá dagur er um þessa helgi: Fjölskyldudagur Gróttu fer fram á laugardaginn. Dagskráin er stútfull fyrir unga sem aldna, en meðal þess sem í boði verður eru krakkajóga, and- litsmálun, vöfflur og fjöruferð með líffræðingum. Auk þess mun Lolla mæta með gítarinn og grínið og Flemming Viðar Valmundsson með harmonikkuna. Leyfi veður og vindar munu brimbrettakappar meira að segja leika listir sínar fyrir opnu hafi. Hvar? Í Gróttu úti á Seltjarnarnesi. Hvenær? Laugardaginn 30. apríl, klukkan 15.30-17.30. Hókus pókus Töframaður leggur sprotann á hilluna Fyrsti maí hins róttæka verkalýðs Á verkalýðsdeginum, 1. maí, kennir ýmissa grasa um allan bæ. Nokkrir hópar hafa tekið sig saman og standa fyrir dagskrá fyrir þá sem virkilega vilja berjast fyrir bættum hag alþýðunnar á róttækan hátt. Dagskráin hefst með því að hópur- inn safnast saman klukkan 13 á Lækjartorgi, marserar niður Lauga- veg með verkalýðsgöngunni árlegu og eftir dagskrá á Lækjartorgi verður hist á Múltíkúltí á Barónstíg, byltingin rædd og tækifæri fyrir svipað þenkjandi róttæklinga að ráða ráðum sínum. Hóparnir sem standa fyrir viðburðinum eru IWW Ísland, Kynsegin Ísland, No borders Iceland, Róttæki sumarháskólinn, Trans Ísland, Attac á Íslandi, Inn- blástur Arkestra and Aktívegan. Hvar? Hlemmur. Hvenær? 1. maí klukkan 13. Hundrað raddir óma Hvernig hljómar að slaufa aprílmánuði og taka sumrinu opnum örmum undir tónum kórs hundrað kvenna? Margrét Jóhanna Pálmadóttir fagnar 60 ára afmæli sínu með tónlistar- veislu þar sem einsöngkonan Berglind Björk Jónasdóttir og hljómsveit, skipuð úrvals tón- listarmönnum, verða með í fjöl- breyttri gospel-, blús- og djass- tónlist. Margrét, ásamt 100 kvenna skara úr söngskólanum Domus vox, treður upp og lofar góðri skemmtun og gæsahúð. Hvar: Fríkirkjan við Tjörnina. Hvenær: Laugardaginn 30. apríl, klukkan 16 og 18. BÍÓFERÐ HELGARINNAR „Í Töfraheimi Einars Mikaels verða sjö ár af töfrum sett í eina sýningu – allt mitt besta hingað til í sam- bland við nýtt efni sett saman og útkoman verður ein stórkostleg fjölskyldusýning.“ Um helgina fer fram í Bæjarbíói atburður sem markar lokin á töframannsferli Einars Mikaels – í það minnsta næstu sjö árin. Að sögn Einars markast lífið af sjö ára löngum tímabilum og telur hann því sínum sjö ára langa töfra- mannsferli lokið. Hvað? Töfraheimur Einars Mikaels. Hvar? Bæjarbíó í Hafnarfirði. Hvenær? Sunnudaginn 1. maí, klukkan 15. Hvað kostar? 2500 krónur. „Ég er búinn að vera með nám- skeið og listasmiðju í gangi síðustu daga fyrir fatlaða listamenn þar sem við höfum verið að mála sam- an aflandseyjar. Krakkarnir hafa verið að mála þessar eyjar út frá sínum hugmyndum um aflandseyj- ar, sem eru byggðar á litatónum íslenskrar náttúru,“ segir Árni Már Erlingsson myndlistarmaður sem vinnur nú fyrir List án landamæra. „Við ætlum svo að kynna stofnun aflandsfélags í þágu íslenskrar myndlistar með gjörningi í Gallerí Port á laugardaginn. Þá verður gestum og gangandi líka boðið að stofna sitt eigið aflandsfélag. Með þessu ætlum í raun að sýna fram á hversu auðvelt það er að stofna eitt slíkt.“ Árni Már Erlingsson, Snorri Ásmundsson og þátttakendur í List án landamæra flytja gjörninginn Óþekkt, stælar og almenn óþekkt í Port verkefnarými, laugar- daginn 30. apríl klukkan 14-16 og frá klukkan 20. Þar munu gestir og gangandi geta stofnað sitt eigið aflandsfélag. Myndin er frá gjörningi Snorra, Koddu! sem var framkvæmdur með fötluðum listamönnum í Nýlistasafninu árið 2011. Aflandsfélag í þágu myndlistar stofnað 50 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.