Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 32
Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar verður haldinn í Iðnó, efri hæð, laugardaginn 30. apríl kl. 11. Venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri fjalla um ferðamennsku og áhrif hennar á miðborgina Allir íbúar miðborgarinnar velkomnir Stjórnin lenskur munkur sem skrifaði hálfgerða dýrlingasögu um Ólaf Noregskonung Tryggvason. Rann- sóknarefnið er hvort munkurinn hafi ætlað sér að skrifa dýrlinga- sögu um konunginn sem komst þó aldrei í dýrlingatölu. Kjartan segir að allar uppástungur sínar um ritgerðarefni, sem voru nær í tíma, hafi verið flautaðar út af. Persónu- lega hefur hann meiri áhuga á nú- tímanum. Hann hafi stungið upp á Vilmundi Gylfasyni, Bandalagi jafnaðarmanna og fleiru en endað uppi með miðaldamunkinn Odd Snorrason. Hjá Samskip frá 17 ára aldri Kjartan er verkstjóri hjá Samskip og líkar vel. Hann var hækkaður í launum fyrir stuttu og fær út- borgað í kringum 360-400 þúsund krónur. Það er misjafnt hvað hann vinnur marga tíma en líklega í kringum 200 tíma með yfirvinnu, telst honum til. Kjartan hefur, þrátt fyrir ungan aldur, unnið næstum því hálfa ævi sína hjá Samskip. Hann byrjaði sem sumarstarfs- maður með Verzlunarskólanum og síðan réð hann sig hjá fyrirtækinu í nokkur ár og safnaði sér fyrir há- skólanáminu. Kjartan hefur aldrei tekið námslán og átti fyrir sparnað þegar þau Hafdís fóru að búa. Sjóð sem bráðum mun verða þurraus- inn. Rannsakar Eistnaflug Hafdís á að skila sinni ritgerð eftir nokkra daga. Hún á bara eftir að skella nafni á ritgerðina sem hún var að fá til baka úr yfirlestri, en hún er að rannsaka áhrif þunga- rokkshátíðarinnar Eistnaflugs á sveitarfélagið. Hún er í raun að rannsaka viðburðatengda ferða- þjónustu og í því samhengi að skrifa um Eistnaflug og lands- byggðarkynningu í kringum há- tíðina. Hafdís segir að uppgangur ferðamannstraumsins til Íslands sé jafngamall Eistnaflugshátíð- inni á Austfjörðum. En hinsvegar hafi Austfirðir setið eftir í ferða- mannaævintýrinu og minni aðsókn þangað af bæði erlendum og ís- lenskum ferðamönnum, miðað við aðra staði á landinu. Úr Þingholtunum í Eskihlíð Fyrstu mánuðina í sambandinu bjuggu þau saman í Þingholtunum. „Og svo eftir að ég varð ólétt þá vorum við þarna á fjórðu hæð og partípinni á neðri hæðinni sem hélt okkur vakandi. Við vildum bara komast í eitthvað sem væri kannski í göngufæri frá miðbænum. Og barnvænna, ég gat varla labbað upp stigann. „Við fluttum hingað í Eskihlíðina í júní í þessa íbúð hérna sem er pínu niðurgrafin, 75 fermetrar með geymslu og borgum 150 þúsund krónur á mánuði. Við fáum alltaf „vá“ hvað þið eruð að borga litið í leigu. Við erum með sér inngang og það er leikskóli hérna beint á móti þar sem Katla fær inni í september.“ Ekki efni á dagmömmu Hitinn er innifalin í leigunni og ég borga rafmagnið, segir Hafdís, 5 þúsund, af því að það kemur inn á heimabankann hennar, ásamt gömlu láni sem hún er að borga 20 þúsund krónur af á mánuði. Einnig borgar hún um hver mánaðamót pakkatilboð frá Símanum sem er net, sjónvarp og heimasími. Þetta skrifast á mig og ég vinn í skóbúð í Kringlunni aðra hvora helgi sem dekkar þessi útgjöld. Hinsvegar hef ég ekki tekið þátt í leigunni í tvö ár, segir Hafdís, sem var kyrrsett alla meðgönguna vegna slæmsku í grindarbotni og hefur verið heima með Kötlu Maríu síðan hún fæddist í september 2014. Hafdís fór aftur í skólann í fjarnám þegar Katla var rúmlega þriggja mánaða en hefur ekki verið með námslán á þessu ári. Þau Kjartan og Hafdís hafa ekki ráð á dagmömmu en mamma Kjart- ans hefur komið þeim til aðstoðar og sækir Kötlu heim til sín á meðan Hafdís er að ganga frá ritgerðinni. „Við höfum verið að leita hvar við getum sparað. Við tókum saman hvað við erum að eyða sirka í mat, bleyjur og blautþurrkur en laun Kjartans duga fyrir því og leigu og bensíni. Við höfum það alveg fínt, við höfum efni á mat og það sem við þurfum en það er ekkert meira en það, við getum ekki lagt til hliðar.“ Ekki eignast barn í námi Það sem kom Hafdísi verulega á óvart þegar hún var ólétt og eftir að hún eignaðist Kötlu Maríu að stofn- anir samfélagsins töldu hana ekki vera sjálfstæða heldur var orðin kona ófær í umsjá Kjartans. „Ég var svo slæm í grindinni og þurfti að sækja um aðstoð og allstaðar þar sem ég bankaði upp á hjá kerfinu þá var sagt við mig: „Hann á að sjá um þig,“ af því við Kjartan vorum skráð í sambúð.“ Ég hafði fram að því alltaf haft mínar eigin tekjur og verið sjálfstæð. Hoppandi á milli stofnana „Eftir grunnskóla hef ég alltaf verið annaðhvort í vinnu eða skóla. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef verið á milli vinna og hefði átt að sækja um atvinnuleysisbætur, en ég hef alltaf reddað mér sjálf. En svo kemur tímabil þar sem maður þarf virkilega á þessari hjálp að halda og þú heldur kannski að þú getir hringt eitt símtal í einhverja ríkisstofnun og sagt frá vandamáli þínu og að þér verði þér bent á hjálpina. Nei, þú hoppar á milli stofnana og færð alltaf sama við- mótið: Nei, farðu þangað eða farðu eitthvað annað og enga leið að finna aðstoð. Loksins, ef það er einhverja aðstoða finna, þá er hún ekki þess virði að fá magasár út af vegna þess að hún er svo lítil. Allar þessar stofnanir sem maður kemur að finnst mér vera í mikilli mótsögn, því ef ég ætla að sækja mér hjálp þá er það alltaf svo erfitt en þegar þeir þurfa að taka eitthvað frá mér þá er það svo auðvelt.“ Hið ónýtta feðraorlof Kjartan mun líklega ekki nýta sér þriðja mánuðinn af fæðingarorlof- inu vegna þess að hann mun lækka í launum og það geta þau ekki leyft sér á meðan Hafdís er ekki komin með vinnu og hann verður að nýta sér orlofið áður en Katla verður tveggja ára, þannig eru lögin á Ís- landi. Kjartan lækkar niður í 80% af meðallaununum sem hann vann sér inn á tímabili löngu áður en Katla María var einu sinni orðin hugsanlegur jarðarbúi. Orlofsjóður reiknar út tekjurnar hans frá 18 mánuðum áður en Katla María fæddist. Á því tímabili var hann ennþá í skólanum og launalaus að hluta þannig að hann mun hrapa í launum miðað við þann útreikning. Líklega eru hverfandi líkur á því að Kjartan muni nýta sér meðlagið. Það er hinsvegar alveg bannað að Hafdís fái hans ónýtta meðlag út- borgað, það varðar við lögum, þrátt fyrir að hún sé launalaus heima með Kötlu. Húsaleigustyrkur og barnabætur Á Íslandi eru bæði húsaleigustyrk- ur og barnabætur tekjutengdar. Samanlagt fær fjölskyldan núna 20 þúsund krónur á mánuði í barna- bætur og 11 þúsund í húsaleig- ustyrk. „Katla María er hinsvegar heppin að eiga gott net í kringum sig, segir Hafdís, en hún á afa og ömmur sem taka virkan þátt í lífi hennar hvort sem það eru kaup á kuldagalla eða pössun á meðan Hafdís er að ganga frá ritgerðinni sem kemur sér vel af því dag- mömmur eru dýrar. Pláss hjá einni kostar 60 þúsund krónur á mánuði og hafa þau hvorki efni á því né áhuga. Kaupa húsnæði Hafdís og Kjartan vita ekki hvað þau fá að vera lengi í íbúðinni í Eskihlíðinni. Leigusamningur- inn er gerður frá ári til árs. Upp á öryggið væri gott að eiga eigið hús- næði og miðað við þeirra greiðslu- getu gætu þau hugsanlega keypt sér 50 fermetra íbúð í Hafnarfirði fyrir 20 milljónir. „Flestir vinir okkar sem eru að kaupa flytja heim til mömmu og pabba í eitt eða tvö ár og safna eða eiga fjölskyldu sem getur hjálpað með útborgun. Það eru ekki margir á okkar aldri sem geta lifað og náð að leggja fyrir.“ Kjartan flettir upp á Íbúðalánasjóði: „Ef maður ætlar að kaupa ein- hverja litla krúttlega íbúð fyrir 20 milljónir þá þarf maður að leggja út 4 milljónir, 20%. Eða jafnvel bara 10% ef bankinn veitir aukalán fyrir fyrstu íbúð.“ Tveggja herbergja íbúð, 50 fermetra, 1 herbergi og stofa í Breiðvanginum hljómar vel í þeirra eyrum. Flytja á eyðibýli og skrifa Kjartan stingur reglulega upp á því að við flytjum bara út á land. Fáum okkur eyðibýli og gerum það upp, hann verði heima að skrifa en ég vinni sem ferðamálafrömuður. Við erum alveg til í að flytja út á land ef það væri einhverja vinnu að fá, en það er auðvitað ástæða fyrir því af hverju húsnæði er ódýrara út á landi, af því þar er einfaldlega minni eftirsókn og enga vinnu að fá. Ólæti á Ólafsfirði Hafdís er farin að skima eftir vinnu fyrir haustið þegar Katla fer á leik- skóla. Hún hefur ekki hugmynd um hvað sé í boði. En hún gæti hugsað sér að vinna við eitthvað tengt náminu sínu eins og viðburða- tengda ferðamennsku. En hún sér fram á óvissu í atvinnumálum þar sem hún á marga vini með ágætis háskólapróf sem finna enga vinnu í sínum geira. Ári áður en Katla fæddist skellti Hafdís upp útihátíð á Ólafsfirði ásamt þrem öðrum konum sem fóru á stúfana og höfðu samband við hljómsveitir eins og Kaleo og Ojbarasta og aðrar góðar til þess að spila. Ólafsfirðingar voru óöryggir með nafnið á hátíðinni „Ólæti“ og voru tregir til að mæta í fyrstu sem var nóg til þess að það varð fjár- hagshalli á viðburðnum. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef nokkurntímann gert á ævinni, að plana eitthvað og sjá það gerast. Við byrjuðum alltof stórt, við hefðum átt að hafa þetta minna í sniðum, byrja bara með einn dag. En svo misstum við húsnæðið og fengum ekki styrk árið eftir en við stefnum á að gera þetta aftur seinna, ég og Sunna vinkona. Þetta var árið 2013 og árið á eftir var ég ólétt og núna erum við báðar að klára nám á Hólum. Elta draumana sína Ef það er val, þá langar Kjartan að fara í meira nám og einu sinni dreymdi hann um að setjast við skriftir eða vinna við blaða- mennsku. En það verður bara að koma í ljós, það fer eftir fjárhags- aðstæðum okkar. Hafdís sér líka annan möguleika í stöðunni sem er að „vera fátæk og hamingjusöm“ og meinar þá að elta drauma sína, þrátt fyrir aðþrengdan fjárhag. BARNABÆTUR -3,5 milljónir á barn Barnabætur til barna foreldra í sambúð eru 15 þúsund krónum lægri á Íslandi en á Norðurlönd- unum þremur (Noregur, Dan- mörk, Svíþjóð). Það jafngildir því að sautján ára barn hafi fengið 3,5 milljónum króna minna í stuðning en sautján ára barn á Norðurlöndunum. LEIGUBÆTUR -100 þúsund Húsaleigubætur er lægri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum sem nemur um 8.500 krónum á mán- uði eða 100 þúsund krónum á ári fyrir barnafólk í sambúð. Megin- áhersla á húsnæðisbætur á Norð- urlöndunum er á leigumarkaðinn en Íslandi eru vaxtabætur mun umfangsmeiri en leigubætur. FÆÐINGARORLOF -2,8 milljónir Fæðingarorlof er styttra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og hámarksgreiðslur lægri. Foreldrar á Íslandi fá 2,8 milljónum krón- um minna í orlof en foreldrar á Norðurlöndunum. Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölub lað 7. árgangur www.frettatim inn.is ritstjorn@fretta timinn.is auglysingar@fre ttatiminn.is Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurv elli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kr istjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMIN N Helgin 8.–10. ap ríl 2016 www.frettatimi nn.is Við getum tekið sem dæmi sólpa lla þar sem algenga sta aðferðin er að g rafa holur og steypa hólka. Með þess um skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna . 17 Dýrleif Arna Guðm undsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. • Steinsteypa • Mynsturstey pa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjake rfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í s íma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu l ausnina. 4 400 400 4400 600 4 400 630 4 400 573 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörðu rHrísmýri 8 800 SelfossSmiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbæ r Sími 4 400 400 www.steypustod in.is Húsið var herseti ð af köngulóm Auður Ottesen o g eiginmaður he nnar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þ urftu að vinna b ug á myglusvepp i og heilum her af köngulóm en eru ánægð í e ndurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur ga rðurinn fengið a ndlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrin n í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem fe lldi forsætisráðherr a Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðama ðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og rake tta, niður eins og pri k Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í V estur-Evrópu 4 í skattaskjóli þa r af 3 íslenskir KRINGLUNNI IST ORE.IS Sérverslun með A pple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafh löðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Re tina 13" Alvöru hraði í nettri o g léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækur nar fást í iStore Kring lunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vin na miða á Justin Bieb er. www.sagamedic a.is SagaPro Minna mál me 32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.