Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 36
Massaman karrí fyrir fimm Matartíminn Linda Lek Thieojanthuk hefur verið að elda mat frá því hún man eftir sér. Hún seldi mat á götum Pakchong í Tælandi sem unglingur og dreymdi um að reka einn daginn sinn eigin stað. Draumurinn rættist þegar Linda breytti hluta mat- vöruverslunar sinnar við Laugaveg í veitingastað. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Það gerist ekkert ef maður er hræddur við breytingar. Ég hef alltaf haft gaman af því að elda og hefur alltaf langað að opna lítinn stað og elda fyrir aðra, en ég var hrædd. Hrædd um að það myndi ekki takast nógu vel. En svo ákvað ég að ég yrði að prófa,“ segir Linda Lek Thieojanthuk, kokkur á Mai thai, Laugavegi 116. Linda hefur búið á Íslandi í þrjá- tíu ár, allt frá því hún kom hingað fyrst með fyrrverandi eiginmanni sínum. „Það hjónaband gekk ekk- ert vel svo við skildum eftir tvö ár. Mig langaði samt ekkert að fara frá Íslandi og svo nokkrum árum síðar fann ég Einar og við höfum verið saman síðan,“ segir Linda en þau Einar reka saman verslunina Eir og núna veitingastaðinn Mai thai. „Það voru engar asískar mat- vöruverslanir á Íslandi þegar ég kom hingað fyrst. Þegar ég fór í fyrsta sinn til Tælands frá Íslandi kom ég til baka með tösku fulla af kryddum, chili og núðlusúpum,“ segir Linda og hlær. „Fyrsta asíska verslunin var í bakhúsinu við veit- ingastaðinn Asíu og þar verslaði ég en svo fórum við Einar að flytja inn vörur. Við höfum rekið þessa verslun í tíu ár en ákváðum í fyrra að taka burt gjafavöruna svo ég gæti eldað mat hérna í smá plássi.“ „Ég hef verið að elda mat frá því ég var lítil stelpa og mín fyrsta vinna var að hjálpa frænku minni að baka litlar eftirréttakúlur sem hún seldi úti á götu. Þá vaknaði ég klukkan fjögur á nóttunni til að hnoða deig áður en ég mætti í skólann. Mér fannst alltaf mjög gaman að fá að hjálpa til við söluna hjá frænku og fannst það algjört ævintýri að gera mat með henni og fá að selja úti á götu um helgar. Þá gerðum við alls- konar mat, en aðallega núðlusúpu og papaya-salat,“ segir Linda og bendir brosandi á töfluna þar sem papaya-salat er einmitt einn rétta dagsins. „Mamma og pabbi unnu á maísakri fram eftir degi svo ég sá um eldamennskuna eftir skóla svo þau fengju heitan mat eftir vinnu. Mamma skammaði mig mikið ef maturinn var ekki tilbúinn.“ „Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt eða mikil vinna að elda mat, því ég hef alltaf elskað mat. Stundum elda ég fjóra rétti á kvöldin fyrir Einar þó ég sé búin að vera að elda hérna allan daginn. Mér finnst þetta æðisleg vinna, sérstaklega núna þegar ég er að vinna fyrir sjálfa mig. Það skiptir svo miklu máli að gera hlutina sjálfur.“ Linda deilir hér uppskrift af karríi sem hún segir vera einstaklega einfalda, þetta sé rétturinn sem hún hendi í þegar hún hafi ekki mikinn tíma. Innihald- ið er til að styðjast við en í raun má nota hvaða kjöt og grænmeti sem finnst í ísskápnum, svo lengi sem grænmetið er ferskt og ekki síst litríkt, en Linda hefur ekki gaman af ein- litum mat. 5 kartöflur, afhýddar og skornar í kubba 1 rauð paprika 1 græn eða gul paprika 300-500 gr. kjúklingur, lamb eða naut. 1 dós kókósmjólk 1 msk. massaman karrí mauk 1 tks. tamarind mauk 1 tsk pálmasykur Ferskt kóríander Salt Aðferð: Setjið kókósmjólk á pönnuna líkt og um olíu væri að ræða, u.þ.b. 3 msk, en í réttinn fer engin olía og lítið er um olíu í tælenskri matargerð. Þegar mjólkin hefur hitnað setjið örlítið massaman mauk út í og hrærið þar til lyktin verður góð. Haldið svona áfram þar til áferðin á mjólkinni verður olíukennd en ekki klára mjólkina. Svo er kjötið sett út í og steikt í mjólkinni, síðan er restin af mjólk- inni sett í pönnuna, grænmetið og kryddið. Soðið þar til grænmetið verður hæfilega mjúkt. Berið fram með hrísgrjónum og fersku kóríander. Seldi mat á götunni Mynd | Hari Ég hef verið að elda mat frá því ég var lítil stelpa, segir Linda. Bleikur Brennivínskokteill Teitur Schiöth sigraði í keppni um besta Brennivínskokteilinn með Svartafelli Ellefu barþjónar tóku þátt í keppninni um besta Brennivínskokteilinn sem haldin var í Tjarnarbíói í síðustu viku. Það var Teitur Schiöth frá Slippbarnum sem sigraði með kokteilnum Svartafelli. Teitur hefur starfað sem barþjónn í fjögur ár. Hann hlýtur að launum ferð á kokteilahá- tíðina Tales of Cocktail sem haldin er í New Orleans í júlí. Teitur gefur okkur hér uppskriftina að Svartafelli. Svartafell 45 ml Brennivín 15 ml Montenegro Am- aro (ítalskur líkjör) 30 ml ferskur sítrónusafi 20 ml heimagert hind- berjasíróp 1 dass rjómi 2 döss Fee Brother’s rabarbara bitter 1 eggjahvíta Aðferð: Hendið öllum hráefnum í hristara og hristið án klaka til að leysa upp eggjahvítuna, hendið klaka í hristarann og hristið af fullum krafti. Síið innihald hristarans frá klakanum í fallegt glas á fæti. Skreytið með fínskornum sítrónu- og límónuberki. Mynd | Hari Teitur tók sig vel út á sviðinu í Tjarnarbíói og Svartafell þótti bera af öðrum kokteilum. Meira blóðflæði Bætt hjarta- og æðakerfi Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Fæst í apótekum og heilsubúðum Náttúrulegt Melatónin ZenBev Triptófan úr graskersfræjum Fæst í apótekum og heilsubúðum Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni - Nýsköpunarmiðstöð Íslands NO 1. Superbeets dós = 30 flöskur af 500 ml rauðrófusafa eða 90 rauðrófur Nitric Oxide stjórnar blóðflæði líkamans SuperBeets er eina náttúruefnið á markaðnum sem uppfyllir gæðakröfur fyrir aukið blóðflæði NO. Nitric Oxide hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, lifur, nýru, þynnku, astma, lungnaþembu. Nitric Oxide Nóbelsverðlaun ‘98 CURCUMIN Gullkryddið Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.” LIÐIR – BÓLGUR – GIGT Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni balsam.is Helgarblað 8. apríl–10. apríl 2016 • 14. tölub lað 7. árgangur www.frettatim inn.is ritstjorn@fretta timinn.is auglysingar@fre ttatiminn.is Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − pönkari á Austurv elli Mannlíf 62 Mynd | Hari Jóhannes Kr. Kr istjánsson 28 Panama-skjölin Viðhald húsa FRÉTTATÍMIN N Helgin 8.–10. ap ríl 2016 www.frettatimi nn.is Við getum tekið sem dæmi sólpa lla þar sem algenga sta aðferðin er að g rafa holur og steypa hólka. Með þess um skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og kostnaðarminna . 17 Dýrleif Arna Guðm undsdóttir, verkfræðingur hjá Áltaki. • Steinsteypa • Mynsturstey pa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjake rfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir Fjárfesting sem steinliggur 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Hafðu samband í s íma og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu l ausnina. 4 400 400 4400 600 4 400 630 4 400 573 Hringhellu 2 221 Hafnarfjörðu rHrísmýri 8 800 SelfossSmiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbæ r Sími 4 400 400 www.steypustod in.is Húsið var herseti ð af köngulóm Auður Ottesen o g eiginmaður he nnar keyptu sér hús á Selfossi eftir hrun. Þau þ urftu að vinna b ug á myglusvepp i og heilum her af köngulóm en eru ánægð í e ndurbættu húsi í dag. Auk hússins hefur ga rðurinn fengið a ndlitslyftingu og nú eru þau að taka bílskúrin n í gegn. 8 Mynd | Páll Jökull Pétursson Sérblað Maðurinn sem fe lldi forsætisráðherr a Sven Bergman Illnauðsynleg aðferð í viðtalinu Sænski blaðama ðurinn 8 Ris og fall Sigmundar Upp eins og rake tta, niður eins og pri k Spilltasta þjóðin 10 Bless 18 332 ráðherrar í V estur-Evrópu 4 í skattaskjóli þa r af 3 íslenskir KRINGLUNNI IST ORE.IS Sérverslun með A pple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafh löðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Re tina 13" Alvöru hraði í nettri o g léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 247.990 kr. Mac skólabækur nar fást í iStore Kring lunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vin na miða á Justin Bieb er. www.sagamedic a.is SagaPro Minna mál me 36 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.