Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 44
Kynningar | Heilsutíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Unnið í samstarfi við Balsam Helga Lind Björgvinsdóttir er lærður pilates kennari og einkaþjálfari og rekur líkams-ræktarfyrirtækið Balance sem er starfrækt í Sporthúsinu í Kópa- vogi þar sem hún kennir meðal annars Power Pilates og aðhaldsnámskeiðið Betra form. „Ég hef lifað og hrærst í íþróttum alla ævi og vissi alltaf að líkamsrækt væri mín hilla.“ Hjálpar fólki að breyta um lífsstíl Helga Lind hefur rekið Balance í sex ár og hefur þar að auki kennt líkamsrækt til fjölda ára. Sem menntaður pilates kennari og einkaþjálfari leggur hún áherslu á að fólk breyti hægt og rólega um lífsstíl svo breytingarnar séu varan- legar. „Það er best að taka hlutina skref fyrir skref til að ná varanlegum árangri, í stað þess að leita að skyndi- lausnum,“ að mati Helgu Lindar. Alltaf að kljást við sykurpúkann „Þrátt fyrir að borða nóg af næringar- ríkum mat þá hef ég alltaf verið að kljást við naslþörf og áður en ég veit af er ég komin hálf inn í skáp að leita að einhverju að snarla án þess að vera svöng eða þurfa mat. Ég hef verið að kljást við sykurpúkann í mörg ár,“ segir Helga Lind. Fullkomin stjórn á matarvenjum Helga Lind ákvað að prófa Caralluma því það er náttúruleg lausn. „Ég var svo uppveðruð af árangrinum að ég fékk vinkonur mínar allar til að prófa líka. Naslþörfin hvarf algjörlega og ég náði betri stjórn á matarskömmt- unum þar sem ég varð saddari fyrr og lengur,“ segir Helga Lind sem þakkar Caralluma fyrir að nú eigi hún afslappaðra samband við mat. „Þetta er kjörin leið til að ná stjórn á öllum matarvenjum og kveða niður sykur- púkann.“ Balsam kynnir Caralluma Fimbriata frá Natural Health Labs. Caralluma kemur jafnvægi á hið vel þekkta svengdar hormón „Ghrelin“ sem er oft í of miklu magni í líkamanum og kallar á ofát, sætuþörf og löngun í óhollustu Náttúrulegt þyngdartap með CARCI- ANA CAMBOGIA: Fæðubótarefnið er unnið úr ávextinum CARCIANA CAMBOGA sem vex í Suðaustur-Asíu, þar sem hann hefur verið notaður í mörg hundruð ár sem almenn fæða og sem lækningalyf. CARCIANA CAM- BOGIA inniheldur virka efnið HCA eða hýdróxýsýru sem rannsóknir hafa leitt í ljós að dregur úr matarlyst, stöðvar fitumyndun, vekur upp seddutil- fnningu og jafnar blóðsykur. CARCI- ANA CAMBOGIA eykur jafnframt serótónín en aukin serótónínvirkni í heilanum dregur úr matarlyst, bætir andlega líðan, og vinnur gegn streitu. Helga Lind einkaþjálfari mælir eindregið með Caralluma fyrir þá sem vilja ná stjórn á matarvenjum og slá á naslþörfina. Kaktusinn sem dregur úr ofáti CARCIANA CAMBOGIA er vinsælasta fæðu- bótarefnið við þyngdarstjórnun Unnið í samstarfi við Háskólann á Bifröst „Við vorum mjög bjartsýn en gerðum okkur þó engar vonir um að þetta myndi slá svona hressilega í gegn,“ segir Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs í Háskólanum á Bifröst, en á aðeins tveimur árum hefur meistaranám í forystu og stjórnun orðið lang- stærsta námsbraut skólans. Meistaranám í forystu og stjórnun er 90 ECTS eininga nám sem hægt er að ljúka með MS gráðu og einnig MLM gráðu. „Þetta er gagnlegt nám sem gríðarleg eftirspurn er eftir frá fólki úr öllum áttum. Það er mikill misskilningur að nám af þessu tagi henti bara þeim sem eru með bakgrunn úr við- skiptafræði. Þegar við lögðum upp með þessa námsbraut gengum við út frá því að hún yrði gagnleg fyrir fólk sem væri að fást við ólík verk- efni í samfélaginu. Nemendur okkar koma úr öllum áttum, heilbrigðis- geiranum, stjórnmálum og mennta- geiranum, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigurður. Námið er kennt í fjarnámi en Háskólinn á Bifröst hefur áralanga reynslu í háskólakennslu í fjarnámi, bæði í grunnnámi og í meistara- námi. „Þetta er nám sem fólk getur tekið á eigin hraða, langflestir sem stunda þetta nám gera það sam- hliða vinnu. Margir nemendur okkar eru til dæmis nú þegar í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum og eru að bæta við sig. Forysta og stjórnun er nefnilega afar nytsamlegt nám fyrir þá sem vilja auðga sig og efla sem stjórnendur.“ Að sögn Sigurðar er mikil áhersla lögð á vöxt og eflingu einstak- lingsins í tenglsum við forystu og eru námskeiðin á mjög breiðu sviði. Til dæmis er sérstakt námskeið í þjónandi forystu. „Það rímar vel við stefnu og ímynd skólans að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga.“ Námið hófst haustið 2014 og var fyrsti hópurinn útskrifaður í febrúar síðastliðnum. „Í kringum 145 manns stunda nám við brautina í dag og við útskrifuðum fyrsta hópinn okkar nýverið sem var afskaplega skemmtilegt. Í náminu eru vinnu- helgar þar sem allir hittast og hafa nemendur okkar myndað rosalega sterk tengsl sín á milli.“ Opið er fyrir umsóknir, allar nánari upplýsingar má finna á bifrost.is Meistaranám í forystu og stjórnun hefur slegið í gegn Hefur á stuttum tíma orðið langstærsta námsbrautin við Háskólann á Bifröst Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs í Háskólanum á Bifröst. Fyrsti útskriftarhópurinn ásamt nokkrum nemendum úr alþjóðaviðskiptum. Það er mikill misskilningur að nám af þessu tagi henti bara þeim sem eru með bakgrunn úr viðskiptafræði. Þegar við lögðum upp með þessa námsbraut gengum við út frá því að hún yrði gagnleg fyrir fólk sem væri að fást við ólík verkefni í samfélaginu. 44 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.