Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 40
Einar Skúlason, göngu- garpur og leiðsögumaður, mælir með fimm göngu- leiðum fyrir þá sem ætla að reima á sig gönguskóna í sumar „Almennt séð er gott að hafa stígandi í gönguferðum og það er gott fyrir sjálfstraustið þegar þú nærð markmiðum þínum og kemst þangað sem þú ætlar þér. Eins er skemmtilegt að skoða fjölbreytta staði, fjöllin eru mörg og leiðirnar svo margar þannig að það er óþarfi að fara alltaf sömu leiðina,“ segir Einar Skúlason, göngugarpur og leiðsögumaður. Einar, sem skrifað hefur þó nokkrar göngubækur, mælir hér með fimm fjöllum sem henta vel fyrir byrjendur. „Leiðirnar má fara í þessari röð og í framhaldinu er hægt að fara til dæmis á Helgafell í Hafnarfirði, Þyril og Brekkukamb í Hvalfirði, upp að Steini í Esjunni, Skálafell við Hellisheiði, tinda Akra- fjallsins og fleira.“ VÍFILSSTAÐAVATN OG GUNNHILDARVARÐA Þetta er mjög góð ganga fyrir byrj- endur til að prófa gönguskóna, taka nokkra kílómetra og ná smávegis hækkun í leiðinni. Byrjað er á því að ganga einn hring í kringum vatnið og svo er gengið upp að Gunnhildarvörðunni. Þaðan blasa Vífilsstaðir við og það þótti einmitt gríðarlegur áfangi í bataferlinu þeg- ar berklasjúklingi tókst að komast upp að vörðunni. Þegar komið er niður aftur má taka annan hring í kringum vatnið, ef fólk er í stuði. Gangan tekur 1,5 klukkustund. BÚRFELLSGJÁ OG BÚRFELL Búrfellsgjáin er ein af perlum höfuðborgarsvæðisins. Þarna rann hraunið forðum sem við þekkjum úr Hafnarfirði og Garðabæ. Gengið er um Hjallamisgengið og um Búr- fellsgjána eftir að hafa staldrað við hjá Vatnsgjá og Gjáarrétt. Með því að ganga upp á Búrfellið og hring- inn í kringum gíginn fæst ágætis hækkun. Gangan tekur 2,5 klukkustundir. HELGAFELL Í MOSFELLSBÆ Það er fínt næsta skref að fara á Helgafellið í Mosfellsbæ til að sjá yfir sundin blá, en ekki gleyma að taka líka einhverja vegalengd í leiðinni og það er upplagt að halda áfram áleiðis í Skammadal þar sem skemmtileg þyrping lítilla sumar- húsa er í kringum matjurtagarða borgarinnar og ganga svo niður meðfram Varmá í sömu göngu. Þannig næst þó nokkur hækkun og mjög fjölbreyttur gönguhringur um svæði sem kemur á óvart. Gangan tekur 2 klukkustundir. MOSFELL Í MOSFELLSBÆ Mosfellið sker sig frá öðrum fellum á svæðinu að því leyti að það er langyngst. Þetta er unglingur með- al öldunga og hentar því vel frísku fólki. Hækkunin er líka góð og fal- legt að sjá Esjuna í nærmynd, þá sérstaklega Kistufellið og Mosfells- dalinn allan. Aldrei að vita nema að þið sjáið glitta í silfur Egils einhvern tímann í ferðinni og andi Halldórs Kiljan Laxness svífur yfir vötnum. Gangan tekur 2 klukkustundir. ÞORBJÖRN Í GRINDAVÍK Þorbjörninn er þannig að hann kemur þeim skemmtilega á óvart sem fara þar í fyrsta skipti. Neðan frá virkar hann eins og hvert annað fell, en hver hefði ímyndað sér að uppi séu leifar af herstöð og hin djúpa og fallega Þjófagjá sem á sér svo skemmtilega þjóðsögu. Það er upplagt að byrja í skógræktinni og fara niður að sunnanverðu um Gyltustíg og fylgja svo Reykjavegi vestan megin við fellið aftur í skóg- ræktina. Gangan tekur 2,5 klukkustundir. Farðu í gönguferð með Wappinu Wappið er smáforrit fyrir snjall- síma í eigu Einars Skúlasonar. Wappið hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Allar göngurnar sem Einar mælir með hérna eru í Wappinu. Forritið er sótt með því að fara inn á Wapp – Walking app í Appstore eða Playstore. Það kostar ekkert að hlaða Wappinu inn, en til þess að hlaða inn gönguleiðum með korti og leiðarlýsingu þarf að vera með reikning hjá Itunes eða Playstore. Leiðirnar kosta ýmist 150-300 krónur eða eru í boði einhvers. 5 fjöll fyrir byrjendur Einar Skúlason og synir hans, Emil Skúli, Gabríel Gauti og Steinn Ingi, gengu Lauga- veginn í fyrra. Útivist 40 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.