Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 64
Spurt er... Um eftir- minnilegasta giggið? HELGIN Í ÆÐ Gott að skíða Það stefnir í síðustu skíðahelgina í Bláfjöllum þennan veturinn. Opið verður bæði laugardag og sunnu- dag. Hlíðarfjall hefur framlengt þjónustu við skíðamenn og verður opið næstu tvær helgar. Gott að ganga Það er baráttu- dagur verkalýðsins um helgina, kröfuganga og hátíðarhöld! Gengið verður frá Hlemmi klukkan 13 þann 1. maí að Ingólfstorgi. Lúðrasveitir, ræður og hvatningarorð. SAMKVÆMISDANS VIÐ ÞUNGAROKK Pétur Örn Guðmundsson Ég man sérstaklega eftir giggi sem Dúndurfréttir spiluðu í Færeyjum. Við spiluðum klassískt rokk og lög með síbreytilegum takti, ekki mjög dansvæna tónlist. En Færeyingarnir létu það ekki á sig fá heldur dönsuðu samkvæmisdansa við rokklögin. Það var ótrúlega skemmtilegt að spila þungarokk frá 1970 og hafa fyrir framan sviðið sex settleg danspör. LITHÁAR SYNGJA GIN OG GREIP Klara Arnalds Það var sennilega þegar Boogie Trouble spilaði á „Takk Ísland“ í Vilníus, hátíð sem er haldin til að þakka Íslendingum fyrir að viðurkenna sjálfstæði Litháa árið 1991. Þar voru allir rosa hressir og með íslensku fánalitina í andlitinu. Á þeim tónleikum tókst okkur að láta 300 manns syngja Gin og greip með okkur, þó enginn einasti þarna kynni íslensku. ÁFALLAHRINA Í EYJAFIRÐI Ragnhildur Gísladóttir Einu sinni spiluðu Grýlurnar í Eyjafirði. Það átti ekki að fljúga þetta kvöld vegna ofsaveðurs, en við flugum samt með lítilli rellu norður. Við gátum ekki lent á Akureyri og vorum orðnar smeykar um að illa færi. Þegar við lentum loksins vorum við keyrðar með hljóm- sveitarrútu inn eftir firðinum og þá kom hrossahópur á móti okkur á veginum, út úr myrkrinu. Ég skil ekki enn hvernig stóð á þessu en þetta hafði þær afleiðingar að keyrt var á einn hestinn, sem þurfti að deyða. Á tónleikunum sjálfum voru svo mikil skrílslæti; klósett og rúður brotnar og við skíthræddar. Þegar við fórum svo heim voru fyrirsagn- irnar svo auðvitað: Grýlurnar leggja félagsheimili í rúst. Þetta var því sannkölluð áfallaferð. Gott að klappa Hversu oft sérðu hesta á vappi niður í bæ? Í tilefni Hestadaga verður farin skrúðreið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll á laug- ardag klukkan 13. Þegar henni er lokið má klappa hestunum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.